Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 40

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 40
annir byrjuðu. Mcnn bundu part af sauðarbjór á hægra hnéð á sér og létu það hvíla á jörðinni en stóðu á vinstra fæti krcpptum og þokuðu sér svo áfram jafnóðum og þeir ristu upp torfuna. Torfurnar voru því sem næst 14 fet á lengd og þrjú og hálft á breidd. Svo var torfan hringuð upp úr flaginu og bylt á röð, og þegar sigið var mesta vatnið úr þeim, báru tveir menn það á handbörum á þurrkvöll. Stundum var það flutt á hestum, ein torfa lögð á bak hestinum, og var fullþungt. fyrir tvo menn að vefja hana upp á hestbakið og hestinn að bera hana. Torfvinna þessi var hin versta og óþokkalegasta vinna, sem menn gerðu, og hið lakasta við það var, að verkið var óþarft, því það hefði mátt verja hey fyrir regni og vindi án þess að þekja það með torfi og ganga frá því í heygarði, eins og gert er í Ameríku. KOLAGJÖRÐ Skóglendur áttu sumir bændur, sem bjuggu í miðri sveit. Þar óx þetta stórgjörfa hrís, sem ég hefi áður nefnt. Réttara mun þó vera að kalla það krækluskóg, og hefir það óefað verið standandi slcógur í fornöld. Áður en heyannir byrjuðu, sendu bændur vinnumenn sína til kolagjörðar og fóru stundum sjálfir með og voru í burtu þetta þrjá sólarhringa. Tímalengdin, auðvitað, var eftir því, hvað margir menn voru sendir. Stundum var ekki sendur nema einn maður. Unnið var jafnt nótt sem dag, aðeins sofið, þegar svefninn sigraði. Skógurinn var rifinn upp, ofurlítið brúkaðar litlar handaxir til að höggya á ræturnar sér til léttist. Svo þegar búið var að rífa upp stóra kesti, var viðurinn aflimaður. Menn sátu við það, brúk- uðu fyrir fjalhögg trjáviðarrót af rekavið utan af söndum. Líka aflimuðu mcnn með verkfærum, sem kölluð voru sigð, öðru nafni sniðill. Þau voru ekki ólík hrísljáum, sem notaðir eru í Ameríku. Með því verkfæri gátu menn aflimað standandi. Þegar búið var af aflima, var kurlað. Við það sátu menn, lögðu lurkinn á fjal- höggið og hjuggu sundur í smáhluta, sem kölluðust kurl, og vildu þau nú stundum hrökkva víðsvegar og óvíst, að þau kæmust öll til skila, þegar farið var að brenna þau, og er þar af komið mál- tækið: „Sjaldan koma öll kurl til grafar“, og í annarri merking: 38 Goðasteir.n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.