Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 96
Þórður T ómasson:
Skyggnzt um bekki í byggðasafni
XXIV.
Róðukross Ólafs Tryggvasonar
A
hlýðilegri virðingu
réttu pápiska bæn
Mikil eyða væri í byggðasöfnum landsins,
cf þar gæfi ekkert að líta af því, sem menn
festu í skrifi á blöð og bækur. Byggðasafnið t
Skógum varðveitir furðu mikið safn skjala og
handrita, og kennir þar margra grasa. Hér
skal aðeins vikið að eign þess í skrifuðum
varnarráðum, sem fyrri tíðar menn báru á sér
gegn háska á landi og sjó. Öll eiga þau skylt
við hinn hvíta galdur, sem skráður var á bæk-
ur á miðöldum og gekk í afskriftum allt fram
á þessa öld. Einna þekktast þeirra er Himna-
bréfið. Það sá ég fyrst í gömlu skrifi hjá vin-
konu minni, Sigurbjörgu á Syðstugrund. Hún
samcinaði gamla öld og nýja og bar ei fyrir
borð það, sem var gamalt og gott. Með til-
kenndi hún mér þulu, sem hún kallaði með
og hafði lært við hlóðasteinana í Valinatúni
undir Eyjafjöllum rétt eftir miðja 19. öld.
Fyrir tveimur árum sá ég austur í Horna-
firði Himnabréf, vel um búið frá þeim tíma,
er það gat verið brjóstvörn eigandans. Bóndi
undir Eyjafjöllum giftist norðlenzkri konu,
sem lagði honum ættarfylgju í búið. Talað
var um það, að hann gengi með Himnabréfið
á brjóstinu innan klæða til varnar gegn ásókn
fylgjunnar. Þetta var undir lok 19- aldar.
Nokkra furðu vekur, að kaþólskar miðaldir
skyldu ná svo langt inn í tíð hins stranga,
lúterska rétttrúnaðar.
94
Goðasteinn