Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 18

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 18
naut sinn, norska dýralækninn Hansteen. Þorgils bóndi kom til dyra. Jón sagði til sín. Þá sagði bóndi: „Nú, ert þú Jón Sigurðsson, sem kallar okkur Rangæinga fjár- böðla?“ Ekki er þess getið, hverju Jón hafi svarað, en varla mun hann hafa erft við Þorgils þetta kals, enda má vera, að húsfreyjan hafi sléttað úr misfellunum og aftrað bónda sínum frá frekari áreitni. Að minnsta kosti mun Jóni hafa fallið vel við hana eftir því að dæma, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir í Keldna- mannaþætti Þar segir svo um Þuríði: „Hún var bráðgáfuð, lærði dönsku af bókum einum og var að því skapi þrifin og góð búkona. Er vert að geta þess, að Jón Sigurðsson forseti gisti á Rauðnefsstöðum, er hann fór Fjalla- baksveg til Skaftafellssýslu í fjárkláðaerindum. Var síðan haft eftir honum, að af sjálfmenntuðum konum, er hann þekkti, þætti sér Þuríður á Rauðnefsstöðum meðal hinna fremstu.“ Brynjúlfur heldur áfram og segir þannig frá Þorgilsi: „Þorgils bóndi hennar, var greindur vel og hygginn búmaður. Vart varð við það, einkum er hann var drukkinn, að hann hafði fjarskyggnisgáfu. Svo var t. d., er Þorlákur í Gröf og félagar hans urðu úti á Fjallabaksvegi. Þá var það sama kvöldið, sem bylurinn skall á til fjallanna, að Þorgils kom heim nokkuð drukk- inn. - Hann drakk aldrei heima, en oft í ferðum, sem þá var algengt. - Fálátur var hann það kvöld, er heim kom, og lagðist þegar til svefns, sem hann var vanur, er svo stóð á. Þá talaði hann hvað eftir annað hálfsofandi: „Bágt eiga þeir, sem á fjallinu eru! Aumingja mennirnir á Fjallabaksveginum! Ég vildi þeir væru komnir hingað.“ Eigi var þessu gaumur gefinn, fyrr en mannskaðinn fréttist. Var þá margs til getið um, hvar þeir hefði lent. Þá var það eitt sinn, að Þorgils hafði komið heim drukkinn og lagzt til svefns, að hann sagði milli dúranna: „Þeir liggja dauðir á fjallinu, þrír saman og einn skammt frá.“ Bein hinna látnu fundust eftir 10 ár. Höfðu þrír verið saman og hinn fjórði skammt frá þeim. - Líkt þessu kom oftar fyrir Þorgils. En hann fór dult með það. 16 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.