Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 60

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 60
var farið að vera færra við kirkju á Hjaltastað seinustu árin, sem ég var á Islandi, en var á fyrri árum. Karlmönnum í Hjaltastaðakirkju var sem annarsstaðar afskammtað pláss að sitja í í austurenda kirkjunnar. Sá partur kallaðist kór. Hver bóndi hafði eitt sitt sinn tekið sér þar sæti og hélt því síðan fyrir sig og syni sína. Svo var frammi í kirkjunni loft. Þar uppi sátu vanalega yngri menn. Prédikunarstóllinn var lítið eitt innar en í miðri kirkjuunni, nærri kórnum, var nokkuð líkur tunnu, þó ferstrendur, að mig minnir, dyr á honum með hurð fyrir. Ef einhver aðkomumaður var við kirkju, settist sá í krókbekk, sem kallaður var, fremst í kirkjunni fyrir innan dyrnar. Ef hann var talinn í heldri röð, sótti meðhjálparinn hann og leiddi í kór. Innst t' framkirkjunni, skammt frá kórnum, til vinstri handar þegar inn var gengið, var bekkur, sem kallaðist kvensæti. Þar sat prests- konan og hennar nánustu. Einsog bændur höfðu konurnar tekið sér viss sæti í kirkjunni. Vinna meðhjálpara, meðan stóð á messu, var að halda við kerta- Ijósum, lesa bæn fyrir og eftir messu og Faðirvor og skrýða og afskrýða prestinn. Þegar fermt var, var börnunum raðað í sæti eftir gáfum, hann eða hún innstur eða innst eða fremstur eða fremst. Má vera, að sú tilhögun hafi ekki verið heppileg. Sumu af eldra fólki fannst náttúrlcgt, að prestur raðaði börnum eftir mannvirðingu. En síra Jakob Benediktsson skeytti ekki um það, fór alveg eftir gáfum barnanna. Hin fagra list söngfræðinnar, sem Pétur Guðjónsson innleiddi, var ekki þekkt í Hjaltastaðaþinghá, þegar ég man fyrst eftir. Gömlu lögin (Grallaralögin) voru sungin í kirkjunni og heimahús- um. Prestarnir, síra Jón Guðmundsson og síra Stefán sonur hans, voru báðir söngmenn og höfðu lögin rétt. En í heimahúsum voru þau aflöguð af fólki með ýmsum höggum og slögum og orðin of langt dregin, sérstaklega endir sálmaversanna. Skömmu eftir að síra Jakob kom að Hjaltastað, voru nýju lögin innleidd, og mörg- um af þeim hefir enn ekki verið breytt. Oft urðu þó gömlu og nýju lögin að umtalsefni meðal fólks, eldra fólkið gat ekki vel fellt sig við hin nýju. Þó könnuðust sumir við, að sum af þeim 58 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.