Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 60
var farið að vera færra við kirkju á Hjaltastað seinustu árin, sem
ég var á Islandi, en var á fyrri árum.
Karlmönnum í Hjaltastaðakirkju var sem annarsstaðar afskammtað
pláss að sitja í í austurenda kirkjunnar. Sá partur kallaðist kór.
Hver bóndi hafði eitt sitt sinn tekið sér þar sæti og hélt því síðan
fyrir sig og syni sína. Svo var frammi í kirkjunni loft. Þar uppi
sátu vanalega yngri menn. Prédikunarstóllinn var lítið eitt innar
en í miðri kirkjuunni, nærri kórnum, var nokkuð líkur tunnu, þó
ferstrendur, að mig minnir, dyr á honum með hurð fyrir.
Ef einhver aðkomumaður var við kirkju, settist sá í krókbekk,
sem kallaður var, fremst í kirkjunni fyrir innan dyrnar. Ef hann
var talinn í heldri röð, sótti meðhjálparinn hann og leiddi í kór.
Innst t' framkirkjunni, skammt frá kórnum, til vinstri handar þegar
inn var gengið, var bekkur, sem kallaðist kvensæti. Þar sat prests-
konan og hennar nánustu. Einsog bændur höfðu konurnar tekið
sér viss sæti í kirkjunni.
Vinna meðhjálpara, meðan stóð á messu, var að halda við kerta-
Ijósum, lesa bæn fyrir og eftir messu og Faðirvor og skrýða og
afskrýða prestinn.
Þegar fermt var, var börnunum raðað í sæti eftir gáfum, hann
eða hún innstur eða innst eða fremstur eða fremst. Má vera, að
sú tilhögun hafi ekki verið heppileg. Sumu af eldra fólki fannst
náttúrlcgt, að prestur raðaði börnum eftir mannvirðingu. En síra
Jakob Benediktsson skeytti ekki um það, fór alveg eftir gáfum
barnanna.
Hin fagra list söngfræðinnar, sem Pétur Guðjónsson innleiddi,
var ekki þekkt í Hjaltastaðaþinghá, þegar ég man fyrst eftir.
Gömlu lögin (Grallaralögin) voru sungin í kirkjunni og heimahús-
um. Prestarnir, síra Jón Guðmundsson og síra Stefán sonur hans,
voru báðir söngmenn og höfðu lögin rétt. En í heimahúsum voru
þau aflöguð af fólki með ýmsum höggum og slögum og orðin of
langt dregin, sérstaklega endir sálmaversanna. Skömmu eftir að
síra Jakob kom að Hjaltastað, voru nýju lögin innleidd, og mörg-
um af þeim hefir enn ekki verið breytt. Oft urðu þó gömlu og
nýju lögin að umtalsefni meðal fólks, eldra fólkið gat ekki vel
fellt sig við hin nýju. Þó könnuðust sumir við, að sum af þeim
58
Goðasteinn