Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 23
leita, en því var ekki gaumur gefinn, þar til að fannst göngu-
stafur annars mannsins, sem rekið hafði niður úr Fiská. Var þá
farið upp með ánni, og fundust þá líkin fljótlega, svo sem 25
mín. gang frá bænum. Fannst annað líkið á eyrum með ánni
ofarlega, en hitt hékk á annarri buxnaskálminni á nibbu eða snös
i dálitlum hömrum í Norður-Kálfatungugili (- þaðan kemur
Fiská -) spölkorn ofar.
Sögn hefur gengið um það, að þá er líkin fundust, hafi í lcit-
inni verið 12 ára gömul tclpa og hafi verið yfir líkinu, sem fyrr
fannst, á meðan leitað var að hinu.“ - Tilfærir Björn heimild
að því, að þessi telpa hafi verið Þuríður, dóttir hjónanna á Rauð-
nefsstöðum, og heldur síðan áfram:
„Mennirnir, sem hröpuðu, voru Jón Eiríksson, 20 ára. Hann
var bróðurson Þorgils og kom til þeirra hjóna 4-5 ára; var því að
mestu leyti fóstursonur þeirra. Hinn hét Ólafur Jónsson 13 ára.
Hafði móðir drcngsins komið með hann að Rauðnefsstöðúm sem
vinnukona, þegar hann var 7 ára, og er hann ýmist kallaður töku-
barn eða niðursetningur. - Mjög hafði þeim Þorgilsi orðið um
slys þetta og jafnvel aldrei náð sér til fulls.
Þá er og sagt, að hundur sá, er áður um getur, hafi borið sig
mjög illa, þó sæmilega þegar komin var vertíð, en drekkt sér svo
í pytti að aflíðandi lokum vorið eftir.
Ymsir hafa heyrt, að sá, er hékk á nibbunni, muni hafa lifað
þar nokkuð lengi. Styður þessa sögn önnur þess efnis, að læknir,
sem sóttur var (Skúli Thorarensen), hafi sagt, að maðurinn, sem
fannst á eyrunum, hafi dáið strax, en þagað við, þá er hann
skoðaði hitt líkið.“
Næst getur Björn um missögn þess efnis, að mennirnir hafi
hrapað í Valagili, en hann segir tvímælalaust - og ber, auk sín,
aðra kunnuga fyrir, - að slys þetta hafi orðið í áður nefndu
„Norður-Kálfatungugili skammt frá svonefndum Góðadal".*) -
„Vafalaust hefur verið leitað í Valagili, vegna þess að Þorgils
hefur ætlað þeim að fara beint þangað. Er það auðrötuð leið,
*Bergljót Sigvaldadóttir (Rcynifells-Begga) nefnir Stigagil. (Suðurland 1.
sept. 1956).
Goðasteinn
21