Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 82
unar og traustleika yfir öllu. Glaðlegt viðmót og alúð í svörum.
Vinnusemi í heiðri höfð, en líka lestur góðra bóka og andleg
hugðarmál ekki siður. Guðjón í Tungu var mikill aðdáandi ís-
lcnzku fornbókmenntanna og glöggur athugandi í þeim fræðum,
- en í verklegum efnum horfði hann fram í tímann og tileinkaði
sér og innleiddi nýjungar, sem hann taldi til heilla horfa. Sú hug-
sjón manngildis og menningar, sem hann hafði að lciðarljósi á
kannski í vök að verjast að ýmsu leyti um þessar mundir, en hún
stendi'.r fyrir sínu og verður sér aldrei til skammar eins og hug-
sjónaleysið og virðingarleysið, sem sýkir okkar tíma.
Guðjón í Tungu var gæfumaður og óskabarn síns tíma, síns
samféiags. Hann hlaut góðar gáfur og farsæla hæfileika í vöggu-
gjöf og þrek og skapstyrk til þess að þroska þá og notfæra, þrátt
fyrir andstæð skilyrði á margan hátt. Hann var mjög vel máli
farinn og áhugasamur um allar framfarir og verklagni og fram-
kvæmdasemi einstök svo sem áður er lýst. Hann eignaðist góðan
lífsförunaut og mannvænleg börn og bjó sér með þeim traust og
Idýlegt menningarheimili. Hann sá hugmyndir sínar margar og
áhugamál vinna á og ná fram að ganga að mörgu leyti og hag
sveitar sinnar og lands batna og vænkast á mörgum sviðum. Hann
bjó aldrei stórt á sinni litlu jörð, en hafði nóg fyrir sig og sína.
Islenzki smábóndinn átti um aldir unciir högg að sækja um at-
komu og bjargræði og löngum hcfur verið um það ritað að þau
kjör hafi sett á manninn mark. Guðjón í Tungu lifði hina lang-
þráðu sigra sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar og bar gæfu til að
meta þá og þakka með öllu lífsstarfi sínu. Og svo mikið er víst,
að þcgar ég minnist hans nú, á gömlu götunni á leið til kirkju
sinnar, þá er það hin andlega reisn og frelsi í fasi, sem minnis-
stæðast verður. Blessuð sé minning hans.
Breiðabólsstað, sumarið 1972
S. S.
80
Goðasteinn