Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 59
eftir þetta á bænum, og bóndi bað hann aldrei að lesa, las sjálf-
ur og söng einsog hann hafði gjört áður. Konan sagði, að gjafar-
inn hefði ekki farið í manngreinarálit, þar sem hann hcfði gefið
drengnum, fátækra hjóna syni svo miklar gáfur. En þessi hjón
umtöluðu voru þau ríkustu í sveitinni.
Ég get ekki sagt, að ég heyrði nokkra rödd af hálfu vantrúar í
Hjaltastaðaþinghá, allir virtust halda einlæglega við barnatrú sína.
Skömmu eftir 1860 var ritdeila í Norðanfara milli Magnúsar
Eiríkssonar og síra Einars Thorlaciusar í Saurbæ út af Jóhannesar
guðspjalli. Það var sókn frá Magnúsi gegn guðspjallinu en vörn
frá síra Einari. Um þær mundir kom líka út á íslenzku ritlingur
eftir Magnús, sem kallaðist „Jóhannesar guðspjall", sem gekk út á
það að véfengja það, að guðspjallið væri ritað af Jóhannesi post-
ula. Ég las það rit og líklegt, að einhverjir í sveitinni, sem helzt
fylgdu tímanum, hafi lesið það. En ekki varð vart við, að það
rit eða ritgjörðir Magnúsar í Norðanfara veikluðu trú manna.
Presturinn fór prófferð um sveitina á hverjum vetri. Það var
kallað að húsvitja. Hann kom á hvern bæ og prófaði unglinga í
lestri og barnalærdómskverinu. I barnalærdómskverinu voru 8
kapitular og var sjötti kapitulinn lengstur. Tornæm börn tóku mjög
nærri sér að læra allt kverið cn máttu þó til, en börn, sem næm
voru, voru búin að læra það þetta frá 10-12 ára. Með föstubyrjun
á vetrum byrjaði prestur að spyrja fermingarbörn á kirkjugólfi eftir
messu, og létu sumir foreldrar, sem áttu börn, sem voru innan
við fermingaraldur, líka spyrja þau.
Áður en Eiða- og Hjaltastaðaprestaköll voru sameinuð, var
messað á hverjum sunnudegi á Hjaltastað en eftir breytinguna
annan hvern sunnudag. Fólk rækti vcl altarisgöngu bæði haust og
vor. Þá sunnudaga, sem fólk var til altaris, flutti prestur skrifta-
ræðu í kirkjunni á undan messu. Á hana hlýddi aðeins það fólk,
sem ætlaði að verða til altaris, hitt beið úti. Oftast voru svo marg-
ir til altaris, að það voru sungnir tveir fyrstu altarisgöngusálm-
arnir í aldamótabókinni, þessir: „Hvað góðgjarn ertu, Kristur
kær“ og „Auðmjúk nálægir öndin mín“, og kom fyrir, að sungið
var fram í þann þriðja: „Við þína náðarmáltíð mér.“
Frá því ég man fyrst eftir, sótti fólk vel messur í sveitinni. Þó
0 /
Goðasteinn