Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 70
Árið 1861. Það ár var gott og voraði snemma. Margir færðu
frá á mánudag í níundu viku sumars, 23. júní. Heyskapartíð var
góð um sumarið og árið yfir það hcila gott.
Árið 1862 var allgott ár; en snjór kom um hvítasunnu, í sjö-
undu viku sumars, 8. júní, en tók fljótt upp aftur.
Árin 1863 og 1864 var gott árferði að heita mátti; vor að sönnu
köld, en ekkert snjófelli kom.
Árið 1865 kom snjór til muna um krossmessu, 3. maí, og vorið
af sumum kallað „Krossmessu-áfellisvor". Líka skal þess getið, að
sumir kölluðu vorið 1860 ,,dauðavor“.
Árið 1866 kom snjófelli um vorið snemma, og menn komust í
krappann að koma fénaði sínum fram. Vetur kom snemma í garð
það ár.
Árið 1867 var annað harðasta vor í minni tíð. Jarðbann hafði
verið allan veturinn. Margir ráku fé sitt upp til efri sveita. En
ekki varð þá til muna fellir. Hafís lá á Héraðsflóa mest allt sum-
arið; hvarf ekki fyrr en um höfuðdag.
Árið 1868 kom fjárskaðaveður að áliðnu hausti; gjörði það
mestan skaða á úthéraði; tíð hafði verið góð þar fyrir, og menn
höfðu ekki verið nógu varkárir mcð fénað sinn. Veðrið hélst í
tvo daga, eða þrjú dægur. Margt af fé fennti og fannst sumt af því
lifandi í fönnum, og átti mikinn þátt í því að leita það uppi bóndi
einn í sveitinni, með hundi sínum, sem var svo nasvís, að hann
þefaði féð uppi í fönnunum. Maðurinn hét Baldvin Guðmunds-
son; móðir hans var Soffía Sigurðardóttir frá Skógum í Axarfirði;
móðir hennar var Rannveig Gunnarsdóttir frá Ási í Kelduhverfi,
Þorsteinssonar prests á Eyjadalsá.
Varla verður annað sagt, en að næstu ár til 1875 væru góð.
Þá tóku menn líka að vakna í því, að fylgjast með málum, se:n
miðuðu til framfara, og var tíðrætt um í sveitinni, - þau helztu,
svo sem Gránufélagsverzlunina og nýja stjórnarbót frá Dönum.
Á ÚLFSSTÖÐUM í LOÐMUNDARFIRÐI Á MÁNUDAG
ANNAN í PÁSKUM, 29. MARZ 1875.
Það voru 25 dagar til sumars. Þá var orðin alauð jörð. Á páska-
dag, 28. marz, var blíðveður og sólskin; enginn vindblær, en ein-
68
Goðasteinn