Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 56
öld, voru hneigðir fyrir að skrifa. Ég sá Trjóumannarímur svo tug-
um skipti að tölu, skrifaðar af Þorkeli Björnssyni í Gagnstöð,
Rímur af Olgeiri danska, skrifaðar af Jakobi Sigurðssyni, nafn-
frægum skrifara. Flest af þessu var skrifað mcð fljótaskrift og
bundið mjög og skammstafað, og kostaði mikla athygli að kom-
ast fram úr því. Það var ekki að undra, þótt það væri fljótvirkni
hjá mönnum þessum í skriftinni, scm kostað hefir þá þrautseigju
mikla og þolinmæði, mitt í harðinda- og hallærisárum.
Færri voru það í sveitinni, sem kunnu að reikna en skrifa.
Auðvitað máttu hreppstjórar til að vera dálítið hcima í reikningi.
Færastur í reikningi af hreppstjórum mun hafa verið Kjartan á
Sandbrekku. Jón sonur hans hygg ég að hafi verið bezt skrifandi
í sveitinni. Auk Kjartans voru þessir menn fremur öðcum upp-
lýstir í sveitinni og hcfi ég suma þeirra áður talið: Pétur Þorláks-
son á Ánastöðum, Stefán Árnason í Gagnstöð, Eyjólfur Magnús-
son á Unaósi, líka má telja aðra tvo menn, sem voru: Eiríktir
Guttormsson, bjó um tíma á Hroliaugsstöðum, og Þorkell Hannes-
son, bjó líka á Hrollaugsstöðum. Hann virtist helzt hneigjast að
lögfræði.
Fátt af konum, sem fæddar voru skömmu eftir aldamótin 1800,
kunnu að skrifa, en svo aftur þær, sem fæddar voru um 1830,
lærðu sumar að skrifa, og svo þær, sem voru á aldur við mig,
lærðu að skrifa. Þröngsýni og vanrækslu kenndi hjá fólki gagn-
vart konum í því að gefa þcim tækifæri að upplýsast. Það var
álitið, að þær þyrftu þess ekki með.
Fólk hélt rækilega reikning yfir, hvað margar vikur væru liðn-
ar af sumri og vetri og þorra, góu og einmánuði. En um mánað-
ardaga var minna skeytt. Menn keyptu almanök og litu í þau
eftir mánaðardegi, þegar þurfti að dagsetja sendibréf. Litið var
þá eftir sumar- eða vetrarvikunni og upp á hvaða mánaðardag
þann yfirstandandi vikudag bar. Menn töldu, að afmælisdag barna
sinna bæri ávallt upp á sama vikudag og þau fæddust í þeirri
sumar- eða vetrarviku. Þó hafði þessi vanafesta undantekning hjá
fólki.
Meirihluti af fólki var vel heima í fornsögum Norðurlanda og
Islendinga og Noregskonunga. Eftir 1850, þegar fréttablöðin
54
Goðasteinn