Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 67
var Ögmundur bóndi að því kominn að flytja burt af heimili sínu
með allt sitt. Eitt sinn gekk hann yfir að Árnastöðum, sem standa
hinum megin árinnar, kölluð Fjarðará. Hann hitti að máli Pál
Guttormsson, sem þar bjó þá, og skýrði honum frá vandræðum
sínum. Páll sagði, að það hlyti að vera maður á heimilinu, sem
ylli þessum óspektum. Ögmundur sagði, að það væri ómögulegt,
af þvf tröllaukin voðaspor hefðu sézt liggja frá Fljótsdalshéraði út
Bárðarstaðahálsinn og stefna heim að bænum. „Það mun þó til-
fellið“ sagði Páll, ,,að það er maður á heimilinu, sem þetta gjör-
ir.“ „Kom þú þá yfir um og sannaðu það,“ sagði Ögmundur. Svo
Páll tók byssu sína, sem var ramgjör, hlóð hana vænu skoti, tók
stingkorða langan, sem brúkaður var við hákarlaveiðar, Þannig
búinn gekk hann yfir að Bárðarstöðum. Hann fyrirbauð öllum að
ganga fram úr baðstofunni, þegar að myrkur væri komið, og út
um hvern þann glugga, sem skugga kynni að bregða fyrir að utan,
kvaðst hann skjóta. Hann dvaldi þar þrjár nætur, og bar ekkert
á draugagangi. Að því búnu fór hann heim og sagði þá, að það
væri Gísli húsmennskumaður og Sigurður fjárgeymslupiltur, sem
væru draugarnir. Þeir voru svo teknir og fluttir til Ketilsstaða á
Völlum og afhentir Pétri Hafstein sýslumanni, seinna amtmanni,
föður Hannesar Hafsteins ráðherra. Hafstein var gott yfirvald
og vinsæll af alþýðu. Sökudólgarnir meðgengu strax, að þeir
hefðu verið draugar og valdið ósköpunum. En Gísli bar það
fram, að Guðbrandur bóndi á Ormsstöðum í Eiðaþinghá hefði
komið sér til þess að verða draugur. En allir vissu, að það var
ekki satt, því það fór ekkert misjafnt orð af Guðbrandi. Hann
var sonur Þorláks prests, eitt sinn á Skinnastað og Svalbarði,
Hallgrímssonar á Ósi, Einarssonar. Móðir Þorláks prests var
Sigríður dóttir Þorláks prófasts Þórarinssonar, skáldsins. En Sig-
urður bar það, að Gísli hefði fengið sig í fjarveru hans að halda
uppi prakkaraskapnum og gefið sér rósrauðan leirdisk fyrir, sem
þó var brotinn, og lofað sér meiru af þvílíku tagi.
Þorpararnir voru í haldi hjá sýslumanni um tíma, og stóð Gísli
ávallt á hinu sama, að Guðbrandur hefði verið driffjöðrin í öllu
saman. Svo bar það til eitt sinn, þegar sýslumaður var að yfir-
heyra strákana, að hann vindur sér snögglega að stofuglugganum
Goðasteinn
65