Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 58
TRÚAR- OG KIRKJULÍF OG KIRKJUSIÐIR
Ekki verður annað sagt en að trúarlíf hafi verið gott í Hjalta-
staðaþinghá: Húslestrum var haldið uppi dagiega frá veturnótt-
um til hvítasunnu á vorin. Hugvekjusálmar síra Sigurðar i Prest-
hólum voru sungnir frá veturnóttum til jóla. Lesnar voru hjá
sumum Sturmshugvekjur og líka Gerhardihugvekjur og svo al-
mennt yfir hugvekjur dr. P. Péturssonar eftir að þær komu út.
Frá jólum til langaföstu voru sungnir Fæðingarsálmar og lesnar
Péturshugvekjur en á langaföstu Passíusálmar og fyrst á árum
Vigfúsarhugvekjur, hjá sumum Píslarþankar og svo almennt dr.
Péturs Föstuhugvekjur, þegar þær komu út. Flestir byrjuðu Passíu-
sálmana með níuviknaföstu en sumir ekki fyrr en með sjövikna-
föstu og lásu þá líka tvisvar á sunnudögum. Svo var líka lesið
tvisvar á hverjum miðvikudegi á föstunni. Eftir að sjöviknafastan
byrjaði, voru hjá sumum lesnar Miðvikudags hugvekjur Jóns
biskups Vídalíns. Þær voru 6 að tölu. Sumir lásu prédikanir Jóns
Espólíns, 7 að tölu. Ef ekki var farið til kirkju á páskadag, var
lesið um morguninn og svo aftur um daginn. Eftir páska voru
Upprisusálmar Steins biskups, 7 að tölu, sungnir og prédikanir út
af þeim lesnar. Sumarvikuna fyrstu voru lesnar Missiraskipta
hugvekjur. Sjaldan skiptu menn sálmum, sungu þá alla og stund-
um vers á eftir síðari sálminum. Á sunnudögum var á fyrri árum
lesið í Vídalíns postillu og svo í Péturs postillu í seinni tíð.
Á sumum bæjum lásu bændur sjálfir, á sumum einhyer vinnu-
maður, ef hann var bókhneigður og vel læs. Ef að konan var betur
læs en maðurinn á einhverjum bæ, las hún. Svo létu sumir börn
sín fara að lesa húslestra, þegar þau þóttu í færum til þess, og það
þótti sumum, sem ekki voru vanir því, ótrúlegt, meðan þeir ekki
heyrðu það sjálfir. Einn bóndi í sveitinni, sem las húslestra og
söng einn sálmana og var nokkuð spurull og forvitinn, sagði við
konu, sem var næturgestur hjá honum með syni sínum 15 ára
gömlum og vaninn hafði verið við að lesa húslestra, að hann
ætlaði nú að biðja hann son hennar að lesa fyrir sig í kveld; hann
kvaðst vera farinn að sjá illa. Sunnudagskvöld var, og átti að
lesa í Vídalíns postillu. Svo las drengurinn og var hrósað af bónda
fyrir, hvað hann væri vel læs, og svo var drengurinn oft nætur
56
Goðasteinn