Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 59

Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 59
eftir þetta á bænum, og bóndi bað hann aldrei að lesa, las sjálf- ur og söng einsog hann hafði gjört áður. Konan sagði, að gjafar- inn hefði ekki farið í manngreinarálit, þar sem hann hcfði gefið drengnum, fátækra hjóna syni svo miklar gáfur. En þessi hjón umtöluðu voru þau ríkustu í sveitinni. Ég get ekki sagt, að ég heyrði nokkra rödd af hálfu vantrúar í Hjaltastaðaþinghá, allir virtust halda einlæglega við barnatrú sína. Skömmu eftir 1860 var ritdeila í Norðanfara milli Magnúsar Eiríkssonar og síra Einars Thorlaciusar í Saurbæ út af Jóhannesar guðspjalli. Það var sókn frá Magnúsi gegn guðspjallinu en vörn frá síra Einari. Um þær mundir kom líka út á íslenzku ritlingur eftir Magnús, sem kallaðist „Jóhannesar guðspjall", sem gekk út á það að véfengja það, að guðspjallið væri ritað af Jóhannesi post- ula. Ég las það rit og líklegt, að einhverjir í sveitinni, sem helzt fylgdu tímanum, hafi lesið það. En ekki varð vart við, að það rit eða ritgjörðir Magnúsar í Norðanfara veikluðu trú manna. Presturinn fór prófferð um sveitina á hverjum vetri. Það var kallað að húsvitja. Hann kom á hvern bæ og prófaði unglinga í lestri og barnalærdómskverinu. I barnalærdómskverinu voru 8 kapitular og var sjötti kapitulinn lengstur. Tornæm börn tóku mjög nærri sér að læra allt kverið cn máttu þó til, en börn, sem næm voru, voru búin að læra það þetta frá 10-12 ára. Með föstubyrjun á vetrum byrjaði prestur að spyrja fermingarbörn á kirkjugólfi eftir messu, og létu sumir foreldrar, sem áttu börn, sem voru innan við fermingaraldur, líka spyrja þau. Áður en Eiða- og Hjaltastaðaprestaköll voru sameinuð, var messað á hverjum sunnudegi á Hjaltastað en eftir breytinguna annan hvern sunnudag. Fólk rækti vcl altarisgöngu bæði haust og vor. Þá sunnudaga, sem fólk var til altaris, flutti prestur skrifta- ræðu í kirkjunni á undan messu. Á hana hlýddi aðeins það fólk, sem ætlaði að verða til altaris, hitt beið úti. Oftast voru svo marg- ir til altaris, að það voru sungnir tveir fyrstu altarisgöngusálm- arnir í aldamótabókinni, þessir: „Hvað góðgjarn ertu, Kristur kær“ og „Auðmjúk nálægir öndin mín“, og kom fyrir, að sungið var fram í þann þriðja: „Við þína náðarmáltíð mér.“ Frá því ég man fyrst eftir, sótti fólk vel messur í sveitinni. Þó 0 / Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.