Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 55

Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 55
Vil þó ekki fleiri fá en fugl og alin standist á. Ráðning gátunnar er: Ein önd, fimmtán tittlingar og fjórtán álftir. Spesía var stærsta peningamynt, næst var ríkisdalur. í hverj- um ríkisdal voru 96 skildingar. Næsta nafn, sem dalurinn fól í sér, voru mörlc og þá 6 mörk í dalnum. Þegar breyta þurfti skildingum í ríkisdali, varð að deila mcð 96 eða brúka marg- földunarreglu, sem Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs kenndi í reikningsbók sinni, og þótti hún þægileg þeim, sem kunnu hana. Árið 1874 var komin á krónumynt. Tvær krónur voru í ríkisdal, cn 100 aurar í krónunni. UPPLÝSING FÓLKS í HJALTASTAÐAÞINGHÁ Þegar komið var fram yfir miðja 19. öld, hafði upplýsing al- þýðufólks á íslandi aukizt að stórum mun við það, sem var á fyrri tímum. Þegar ég man fyrst eftir í Hjaltastaðaþinghá, voru allir læsir, þó á misjöfnu stigi. Lestur fólks og lestrarlag fór eftir því, hvað kennslan hafði verið fullkomin. Mér og unglingum á aldur við mig, var fyrst kennt að lesa gotneska letrið. Ég mun hafa verið um það 10 ára, þegar ég sá fyrst og lærði að lesa latínutíls letrið. Ég man, að sumu af hinu eldra fólki var ekki um latínustílinn. Sumir, þegar þeir kenndu börnum að lesa, höfðu enga skilgreining á hljóðstöfum, kenndu allt upp á þá hörðu, óg (og), úm (um) og ád (að), brúkuðu d í staðinn fyrir ð og í stað- inn fyrir j; sagt var Ión (Jón) o. s. frv. Allflestir bændur í sveitinni voru skrifandi og svo þá synir þeirra, og munu flestir drengir um fermingu hafa verið komnir álciðis í skrift. Sumir skrifuðu fljótaskrift, sem kölluð var, en flestir þó snarhönd. Sumir voru æfðir í að skrifa settletur, sem var mjög líkt hinu gotneska prentletri. Faðir minn skrifaði fljóta- skrift og settletur og það með fjöðurpenna. Ég lærði fyrst að draga til stafs með fjöðurpenna. Hvað mikið var til af gömlum skrifuðum sögum og rímum bar vott um, hvað sumir, sem uppi voru á 18. öld og framan af 19. Goðasteinn 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.