Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 10

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 10
nokkrir af þessari hatrömmu veiki þar eystra á Rangárvöllum, en lifðu af. Þeirra á meðal var Helga Brynjólfsdóttir, en ekki var hún bráðfeig, því að hún hefur náð hæstum aldri allra íslend- inga, sem vitað er um með fullri vissu, var IO6V2 árs, er hún lézt í Hafnarfirði 2. des. 1953. - Þó að hjónin, Þuríður og Páll, yrðu ekki langlíf, hafa þau orðið kynsæl. Má af niðjum þeirra nefna Ægisíðumenn, Hurðarbaksætt, Kambverja, Kjaransfólkið og 7 Sigríðar Theodórur. 3. Árni, fæddur 24. okt. 1833. Hann var ungur, 16 ára, er hann tók að fara í útver til róðra, en dó hálfþrítugur á vertíð 7. apríl 1859 í Kirkjuvogi í Höfnum „úr yfirgangandi landfarsótt eftir 5 vikna þunga legu“. 4. Vigfús, fæddur 9. nóv. 1834, dáinn 17. des. sama ár. „Barna- veiki“. 5. Ingveldur, fædd 23. marz 1836 (skírð 24. marz). Um tvítugs- aldur barst hún austur á Fljótsdalshérað. Tildrög þess voru þau, að séra Jakob Benediktsson á Hjaltastað gekk að eiga Sigríði, dóttur prestshjónanna á Barkarstöðum, sem Þuríður, móðir Ing- veldar, hafði verið hjá, og nú var Ingveldur fengin til að fara austur með nýgiftu prestshjónunum sem þjónustustúlka. Þar eystra kynntist hún manni sínum, sem varð, Halldóri snikkara Guð- mundssyni. Hann var fæddur í Dölum í Mjóafirði 2. okt. 1828. Þau voru gefin saman 25. júlí 1862. Þau bjuggu eystra fáein ár, fyrst í Húsavík og svo á Hólalandi í Desjamýrarsókn, en tóku sig upp 1867 og fluttust suður á æskustöðvar Ingveldar, voru eitt ár hjá foreldrum hennar á Rauðnefsstöðum, bjuggu síðan á Bakka- velli í Hvolhreppi og loks í Háakoti í Fljótshlíð. Þau höfðu lítið bú, enda stundaði Halldór iðn sína, en hann dó 19. ágúst 1881. Ingveldur hélt áfram búskap í Háakoti í nokkur ár, eftir að hún varð ekkja, og kom upp 5 börnum við lítil efni, en án sveitar- styrks. Tvö börn þeirra höfðu dáið í bernsku. Ingveldur dó á Eyrarbakka 18. apríl 1916. - Af hennar afkomendum má nefna Pálínu Pálsdóttur í Hraungerði á Eyrarbakka, Guðlaug Pálsson kaupmann einnig á Bakkanum og Kristínu Vigfúsdóttur á Öldu- götu 44 í Reykjavík. 6. Guðríður, fædd 30. sept. 1838. Hún ólst að nokkru leyti upp 8 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.