Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 12

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 12
að skriftarnámi, en systurnar voru að stelast í að draga til stafs eftir forskriftunum, og þótti slíkur hégómi óþarfur bændastúlkum, enda pappír og ritföng af skornum skammti. Spil, sem þær systur höfðu eignazt, klufu þær í sundur til að pára á. Svo mikið orð fór af myndarskap og kunnáttu húsfreyjunnar á Rauðnefsstöðum, að sumir mikilsháttar bændur komu dætrum sínum þangað til náms í handavinnu. Ein þeirra stúlkna var Jórunn, dóttir Sigurðar Magnússonar hins kunna stórbónda á Skúmsstöðum í Landeyjum. Mun henni hafa fallið vistin vel, sem marka má af því, að mörgum áratugum síðar, er hún var orðin öldruð hefðarkona í Þorlákshöfn, komu tvær telpur af Rauðnefs- staðakyni austan af Eyrarbakka þangað út cftir, og þegar Jórunn húsfreyja fékk að vita um ætterni þeirra, tók hún þeim af mikilli alúð, veitti þeim góðan beina, leiddi þær um hús sitt og sýndi þeim í kistur sínar. Þessar telpur voru Pálína Pálsdóttur nú í Hraungerði á Eyrarbakka og Súsanna Guðjónsdóttir frá Hólms- bæ. Þær voru innan fermingaraldurs og áttu ekki von á slíku dálæti. En þeim varð vel ljóst, að þarna nutu þær langömmu sinnar, Þuríðar á Rauðnefsstöðum, því að Jórunn minntist hennar og veru sinnar á því heimili mjög hlýjum orðum. Önnur stúlka skal hér tilnefnd, sem var á Rauðnefsstöðum, en það er Guðrún Jónsdóttir, sem þar var í mörg ár. Dóttir hennar og Jóns Þórðarsonar alþingismanns í Eyvindarmúla var Elísabet, kona Péturs Guðmundssonar kennara á Eyrarbakka. Hafði Elísa- bet eftir móður sinni mörg lofsamleg ummæli um húsmóðurina á Rauðnefsstöðum og heimilið í heild. Hún gat þess til dæmis um gáfur og menntir Þuríðar, að hún hafi stundum á vökunni lesið sögubækur á dönsku og þýtt jafnóðum fyrir fólkið eins hratt og greiðlega og bækurnar væru á íslenzku. Þegar Guðrún var á Rauðnefsstöðum, gaf Þuríður henni treyju, skreytta borðum, sem hún hafði kniplað. Elísabet gerðir sér upphlutsbelti úr knipling- unum og hafði miklar mætur á þessum minjagrip, sem var til vitnis um handaverk Þuríðar. Guðrún sú, er hér var nefnd, hefur lýst híbýlum á Rauðnefs- stöðum svo ,,að baðstofa var á lofti og skipt í 3 herbergi, en þil og hurðir voru í milli. í hinu fremsta sváfu hjónin, Þorgils bóndi 10 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.