Úrval - 01.10.1978, Page 4
2
ÚRVAL
^kop
Bréfberi haltraði inn í pósthúsið með
rifna buxnaskálm og blæðandi fót.
„Hvað kom fyrir?” spurði póst-
meistarinn.
„Ég var að bera út póstinn, þegar
gulur hundur kom og beit mig í
fótinn.”
„Settirðu eitthvað á fótinn?’ ’
„Nei, hundurinn var ánægður
með hann svona.”
ÚrTimes
14 ára drengur kom heim úr skóla
og sagði pabba sínum, að þá um
daginn hefði bekkurinn fengið
kynlífsfræðslu. „Og hvað var ykkur
kennt?” spurði pabbi hans.
„Fyrst kom prestur,” svaraði
piltur. „Hann sagði okkur hvers
vegna við ættum ekki að gera það.
Svo kom læknir og sagði okkur
^ hvemig við ættum ekki að gera það. Svo
kom skólastjórinn okkar og sagði okkur
hvarvvi ættum ekki að geraþað.”
Úr New Stateman Review
Það kviknaði í olíuborholu í Texas, og
fyrirtækið hringdi í sérhæft lið í að
slökkva olíubruna. En hitinn var svo
mikill, að sérfræðingarnir komust
ekki nær borholunni og eldinum en
500 metra. í örvæntingu sinni
hringdi forstjóri olíuborunarinnar á
slökkvilið staðarins. Eftir nokkrar
mínútur kom Ktill slökkvibíll bmn-
andi og nam staðar nokkra metra
frá eldinum. Slökkvimennirnir mku
ofan af honum, bunuðu vatni hvor á
annan og slökktu svo eldinn á
örskammri stundu.
Forstjórinn var frá sér numinn af
hrifningu og afhenri slökkviliðs-
stjóranum 2 þúsund dollara ávísun í
viðurkenningarskyni fyrir afrekið. En
þegar slökkviliðsstjórinn var spurður,
til hvers þeir ætluðu að nota
peningana, tautaði hann þungur á
brún: „Það gengur nú fyrir öllu að
gera við bremsurnar á helvítis slökkvi-
bílnum!”
ÚrHerald.