Úrval - 01.10.1978, Side 13

Úrval - 01.10.1978, Side 13
D ÝRIN ER U ÖDR U VÍSIEN VID HÖLDUM 11 því, að ljónið standi við bráð sína en hýenurnar bíði þess eins að geta lagst á leifarnar. Hýenur éta raunar líka hræ, en miklu oftar veiða þær þó sjáf- ar af mesta dugnaði. Hollenski nátt- úruvísindamaðurinn komst líka að raun um, að hýenurnar, sem taldar hafa verið einfaradýr, búa í raunveru- leikanum oftast saman í 40—60 dýra hópi og samfélag þeirra er töluvert þróað og samvinna situr þar í fyrir- rúmi. Rensberger gagnrýnir líka and- styggð okkar á úlfum og hræðslu við þá. Þessi afstaða er ef til vill sprottinn af ævintýrum eins og „Rauðhettu”, þar sem úlfurinn er tákn hinna blóð- þyrstu skúrka. Úlfafræðingarnir Adolph Murie og L. David Mech skýra frá því, að úlfar búi í mjög þróuðu samfélagi, að þeir veitist sára sjaldan að félögum sínum innan flokksins eða drepi að ástæðu lausu, að þeir séu aðeins miðlungs duglegir við veiðar (þeir velja sér einkum veikburða eða lasin dýr að bráð). Það hefur aldrei sannast, að úlfar, sem ekki eru haldnir hunda- æði, hafi ráðist á fólk. í bók sinni mótmælir Rensberger líka þeirri slæmu meðferð, sem apar hafa fengið. A undanförnum árum hafa fjölmargar kvikmyndir lýst gór- illunni sem grimmri ófreskju, ágjarnri og árásargjarnri. Vitleysa! Villtar górillur eru feimnar og hlé- drægar jurtaætur, sem miklu fremur vilja maula í sig safaríkan ávöxt heldur en ráðast á fólk. Diane Fossey, sem í meira en áratug hefur rannsak- að hegðun górilluapa í Afríku, segist fyrstu 3000 klukkustundirnar, sem hún fylgdist með öpunum, aðeins hafa séð árásartilhneigingar hjá þeim í samtals nokkrar mínútur. Þegar fimm öskrandi górillukarlar lögðu til atlögu við hana, stökk hún fram og hrópaði ,,böh!” Um leið snarstöns- uðu þeir allir fimm, störðu á hana og lötruðu svo burtu. Fossey komst að því, að aðeins í 15% tilfella er líkamleg snerting milli górilluapa af ofbeldisástæðum. En þótt þessir stóru mannapar séu ekki þær vondu ófreskjur, sem þjóð- sagan segir, eru þeir á hinn bóginn alls engir englar heldur. Þrisvar sinnum sá Fossey fullorðin karldýr drepa afkvæmi sín af yflrlögðu ráði. Út frá mannlegu gildismati, segir Rensberger, „hafa górillur, rétt eins og önnur dýr, sínar góðu og sínar slæmu hliðar. Það er ekki hægt að mynda sér hlutlausa mynd af þeim öðru vísi en viðurkenna hvort tveggja”. Rensberger reynir ekki að sannfæra okkur um, að krókódíllinn drepi aldr- ei fólk né éti, en með tilvísun til suð- urafríska sérfræðingsins í atferli krókódíla, Anthony Pooleys, fer hann viðurkenningarorðum um þetta dýr, sem flest okkar telja lífshættulegan, lifandi trjástofn, bæði hvað snertir lunderni og gáfnafar. Krókódílar vinna saman að veiðum sínum, skipta fæðunni með sér og lifa í félagslegum hópum. Þeir eru tillitssamir makar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.