Úrval - 01.10.1978, Side 34

Úrval - 01.10.1978, Side 34
32 ÚRVAL an þá einu milljón Jemenbúa, sem vinna öll skítverkin — myndu hjólin hætta að snúastí Saudi-arabíu. íbúamir em einfaldlega of fáir, sér- staklega vegna þess, að aðeins tæp 23% þeirra eru læs og skrifandi, til þess að þróa þetta hrikastóra, úfna land. Aðeins 1% af flatarmálinu, 2.260.000 ferkílómetrum, er ræktan- legt land. Vonir standa til, að Saudi- arabía geti yfirunnið skortinn á vinnuafli með því að verða fyrsta tölvustýrða og fullkomlega sjálfvirka samfélag heimsins. Þangað til verða saudi-arabar að reiða sig á útlendinga til að leysa úr skortinum á vinnuafli og tækniþekkingu. Og þá er sam- bandið við Bandaríkin lífsnauðsyn. Þetta samband komst á 1933, þeg- ar Standard Oil í Kaliforníu náði samningi um olíuvinnslu í Saudi- arabíu. Seinna tóku þrjú önnur bandarísk fyrirtæki — Texaco, Stand- ard Oil 1 New Jersey (nú Exxon) og Socony-Vacuum (nú Mobii) þátt í stofnun Arabian American Oil Company (Aramco). Þótt saudi- arabar hafi síðan yfirtekið 60% af framleiðslukerfi Aramco, og samn- ingar hafi verið gerðir um yfirtöku þeirra 40% sem eftir standa, hefur sambandið milli fyrirtækisins og stjórnar landsins alltaf verið gott. Aramco, sem hefur 2.300 ameríkana og 16 þúsund saudi-araba á launaskrá sinni, verður áfram í landinu, meðal annars til að reka olíuvinnsluna og koma á laggirnar landsumspannandi raforkuneti. Amerískir verkfræðingar hafa innt af höndum vinnu sem metin er á 288 milljarða króna, vinna nú að verki upp á 1296 milljarða og hafa sam- tímis yfirumsjón með verkum upp á 2.880 milljarða. Þegar undirbúningi þessara verka er lokið, verða þau boð- in út um allan heim. Saudi-arabía hóf feril sinn sem stórveldi á heimsmælikvarða árið 1973, fyrst hikandi, en síðan með sí- vaxandi öryggi. Það var þá, sem Faisal konungur setti olíubannið á, í reiði sinni yfír hinum miklu vopnaflutn- ingum til Israel í Yom Kippur-stríð- inu. Þessi ákvörðun heppnaðist svo vel, og peningarnir tóku að streyma svo ört til landsins eftir að verðið hafði verið hækkað, að það veitti saudi-aröbum nýja valdatilfinningu. Síðan Faisal var myrtur árið 1975 hefur landið verið stöðugt virkara í utanríkismálum. Að ísraelsmálinu undanskildu hefur Saudi-arabía í stórum dráttum sömu utanríkisstefnu og Bandaríkin: Að styðja miðstefnustjórnir, að vísa öfgastjórnum aftur á rétta leið og berjast móti sovéskri heimsyfirráða- stefnu. (Saudi-arabar neita hreinlega að stofna til stjórnmálasamband við kommúnistalöndin). Saudi-arabía hefur dælt um 1.440 milljörðum í egypta til að halda Anvar Sadat forseta á floti, stutt sýr- lendinga, veitt fé til Frelsishreyfingar Palesrínuaraba og kostað vopnakaup Hússeins konungs í Persíu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.