Úrval - 01.10.1978, Side 34
32
ÚRVAL
an þá einu milljón Jemenbúa, sem
vinna öll skítverkin — myndu hjólin
hætta að snúastí Saudi-arabíu.
íbúamir em einfaldlega of fáir, sér-
staklega vegna þess, að aðeins tæp
23% þeirra eru læs og skrifandi, til
þess að þróa þetta hrikastóra, úfna
land. Aðeins 1% af flatarmálinu,
2.260.000 ferkílómetrum, er ræktan-
legt land. Vonir standa til, að Saudi-
arabía geti yfirunnið skortinn á
vinnuafli með því að verða fyrsta
tölvustýrða og fullkomlega sjálfvirka
samfélag heimsins. Þangað til verða
saudi-arabar að reiða sig á útlendinga
til að leysa úr skortinum á vinnuafli
og tækniþekkingu. Og þá er sam-
bandið við Bandaríkin lífsnauðsyn.
Þetta samband komst á 1933, þeg-
ar Standard Oil í Kaliforníu náði
samningi um olíuvinnslu í Saudi-
arabíu. Seinna tóku þrjú önnur
bandarísk fyrirtæki — Texaco, Stand-
ard Oil 1 New Jersey (nú Exxon) og
Socony-Vacuum (nú Mobii) þátt í
stofnun Arabian American Oil
Company (Aramco). Þótt saudi-
arabar hafi síðan yfirtekið 60% af
framleiðslukerfi Aramco, og samn-
ingar hafi verið gerðir um yfirtöku
þeirra 40% sem eftir standa, hefur
sambandið milli fyrirtækisins og
stjórnar landsins alltaf verið gott.
Aramco, sem hefur 2.300 ameríkana
og 16 þúsund saudi-araba á launaskrá
sinni, verður áfram í landinu, meðal
annars til að reka olíuvinnsluna og
koma á laggirnar landsumspannandi
raforkuneti.
Amerískir verkfræðingar hafa innt
af höndum vinnu sem metin er á 288
milljarða króna, vinna nú að verki
upp á 1296 milljarða og hafa sam-
tímis yfirumsjón með verkum upp á
2.880 milljarða. Þegar undirbúningi
þessara verka er lokið, verða þau boð-
in út um allan heim.
Saudi-arabía hóf feril sinn sem
stórveldi á heimsmælikvarða árið
1973, fyrst hikandi, en síðan með sí-
vaxandi öryggi. Það var þá, sem Faisal
konungur setti olíubannið á, í reiði
sinni yfír hinum miklu vopnaflutn-
ingum til Israel í Yom Kippur-stríð-
inu. Þessi ákvörðun heppnaðist svo
vel, og peningarnir tóku að streyma
svo ört til landsins eftir að verðið
hafði verið hækkað, að það veitti
saudi-aröbum nýja valdatilfinningu.
Síðan Faisal var myrtur árið 1975
hefur landið verið stöðugt virkara í
utanríkismálum.
Að ísraelsmálinu undanskildu
hefur Saudi-arabía í stórum dráttum
sömu utanríkisstefnu og Bandaríkin:
Að styðja miðstefnustjórnir, að vísa
öfgastjórnum aftur á rétta leið og
berjast móti sovéskri heimsyfirráða-
stefnu. (Saudi-arabar neita hreinlega
að stofna til stjórnmálasamband við
kommúnistalöndin).
Saudi-arabía hefur dælt um 1.440
milljörðum í egypta til að halda
Anvar Sadat forseta á floti, stutt sýr-
lendinga, veitt fé til Frelsishreyfingar
Palesrínuaraba og kostað vopnakaup
Hússeins konungs í Persíu.