Úrval - 01.10.1978, Side 46

Úrval - 01.10.1978, Side 46
44 sínum á skapgerð manna. Þeir, sem eru í sama flokki, bera mikinn inn- byrðis keim, líkjast til dæmis furðu mikið í smekk á fötum og hýbýlum, vinavali, umgengni við aðra og svo framvegis. Út frá þessum grundvall- arlífsstíl, sem ræður atferli okkar, getur hver einstaklingur haft sinn sér- staka stíl, sem „fínstillir” afstöðu okkar til lífs og vinnu. Hefur þú nokkurn tíma velt því fyrir þér, hvers vegna það getur verið svo erfítt að tala við sumt fólk, en auðvelt við annað? Eða hvers vegna samtal gengur í skrykkjum til að byrja með, þar til maður skiptir allt í einu um samræðuaðferð og ,,nær sam- bandi’ ’ við viðmælandann? Þetta er einfaldlega spumingin um tjáskipti. Fólk af sömu „tjáskipta- gerð” hugsar á sama hátt, heldur upp á samskonar virkni, hefur sama lífs- mat. En séum við af mismunandi gerðum, er mjög hætt við að við töl- um hvert „framhjá” öðm. Eða það sem ennþá verra er: Við getum móðg- að hinn aðilann án þess að vita það og því síður vilja það. Þetta getur haft hörmulegar afleiðingar í hjónabandi, á vinnustað og yfirleitt í öllum okkar samskiptum við aðra. Hér er lýsing á þessum fjómm gmndvallar skapgerðarflokkum: Umhugsunarmaðurinn hefur reglu og skipulag á hlutunum og reiðir sig á staðreyndir. Hann er sjaldan fljótur að draga ályktanir og vill fá ráðrúm til að ,,sofa á því”. Hafi hann aftur á móti tekið ákvörðun, heldur hann ÚRVAL fast við hana. Paul var af þessum hópi. Að útiliti er umhugsunarmaðurinn ólastanlegur og í samræmi við það sem tíðkast. Hann vill hafa allt í föst- um skorðum, bæði heima og heiman, og villa eða óvandvirkni verður ekki fundin í bókhaldinu hjá honum. Hann gefur heimi okkar þá tilfinn- ingu sem nauðsynleg er fyrir skipulag og samhelgi. í hópi umhugsunar- mannanna er fólk, sem starfar að verkefnum er krefjast nákvæmra rannsókna og lýtalausrar samantektar á smáatriðum. Það em því verkfræð- ingar, tölvufræðingar, málafærslu- menn, bókhaldarar og kennarar, svo nokkuð sé nefnt. Það neikvæða í fari þessa fólk getur verið tilhneiging til að týna sér í smáatriðum, og í versta falli geturþað verið þvermóðskufullt, kreddufullt og þreytandi smásmugu- legt. Tilfinningamaðurinn er örgeðja, lætur stjórnast af stundaráhrifum og er næmgeðja. Hann ann fólki, ævin- týmm og iðandi lífi. Susanna var af þessum hópi. Það versta, sem tilfinningamaður- inn veit, er tilbreytingarleysi. Hann þarf alltaf að prófa hvort ísinn er orðinn heldur, sífellt að hafa eitthvað nýtt fyrir stafni. Hann lætur tilfinn- ingarnar ráða, hvor sem hann er að velja sér vin eða bíl. Hann á erfitt með að láta á móti sér. Þeir em hlýir í orðum og skrifa eldheit bréf. Hvað snertir stíl og liti falla tilfínninga- menn fyrir því sem er skært, lýsandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.