Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 57
55
Streita, sem stafar afreiði, hræðslu, hatri, gleði eða jafn-
vel sigurvímu getur valdið dauðaslagi, segir virtur frœði-
maður á sviði sállíkamlegra sjúkdóma.
GETA GEÐ SHRÆRIN GAR
VALDIÐ BANA?
— George Engel —
MV\V\V\V vT/
✓N ✓N /N A\
*
*
*
N
ÝSKIPAÐUR forseti
CBS Inc. varð bráð-
kvaddur kvöldið eftir að
faðir hans dó. Forsetinn
var 51 árs að aldri.
breskur auðmaður, sem
að hætta störfum fyrir
Þekktur
neyddist til
aldur fram eftir snarpar deilur innan
fyrirtækis síns, lést á flugvellinum er
hann var á leið í ,,verðskuldaða
hvíld”.
Á minningartónleikum um Louis
Armstrong fékk síðari kona hans
hjartaslag, er hún lék ,,St. Louis
Blues”.
Tilviljanir? Kannski. En fram hjá
því verður ekki horft, að vera má að
þessi dauðsföll hafi orðið af völdum
tilfinningaálags.
★ George Engcl. prófcssor í sállækningum
og lækningum í Univcrsity of Rochcstcr School
of Mcdicinc and Dentistry, hcfur scrhæft sig á
sviði sállíkamlegra sjúkdóma í 33 ár.
Sú kenning, að rekja megi orsakir
snöggra dauðsfalla til geðshræringa,
er ævagömul. Svo langt aftur sem rit-
mál nær má finna lýsingar á dauðs-
föllum af völdum hræðslu, reiði,
sorgar, auðmýkingár eða gleði. Á
fyrstu öld eftir Kristsburð er sagt að
Neró keisari hafí látist í „ofsafengnu
reiðikasti” út í þingmann, sem hafði
móðgað hann. Innocent páfi IV er
sagður hafa orðið bráðkvaddur af
.skaðvænum áhrifum sorgar á líkama
hans’-’ eftir að sikileyski konungurinn
Manfred hafði gersigrað her páfa.
Þegar kenningin um að sýklar væru
orsök sjúkdóma, sem fékk byr undir
báða vængi á síðari hlura 19. aldar,
féll hugmyndin um geðshræringar
sem dánarorsök í ónáð. tn vísinda-
legur áhugi á henni var þó ekki alveg
úr sögunni. Þannig ritaði til dæmis
hinn þekkti Harvard Iæknir, Walter
Cannon, árið 1942 um líkamlega
— Stytt úr Psychology Today —