Úrval - 01.10.1978, Síða 67
65
14. júlí minnast frakkar frelsisins og gleðinnar, sem
leiddi af einni dramatískustu múgathöfn sögunnar.
B ASTILLUD AGURINN:
SÖLARHRINGURINN
SEM BREYTTI
SÖGUNNI
— Jean-MarieJavron —
vBKvKíKífc LLT KVÖLDIÐ kom
stöðugur straumur sendi-
f boða til Versala til þess
vfj að færa kónginum fréttir
’/ÍSK'vKvÍwlS af ólgu þeirri, sem skekið
hafði Parísarborg síðan í lok apríl.
Áður en Lúðvík XVI gekk til hvílu,
dró hann skilning sinn á atburðunum
14. júlí 1789 saman í eitt orð í dag-
bóksína. „Ekkert”.
Þannig lauk þessum mikla degi,
sem í augum heimsins táknar endalok
konungseinveldis 1 Frakklandi. Síðan
1790 er þessum degi fagnað sem frels-
isdegi, og enginn annar dagur í sögu
Frakklands hefur haft eins víðtækar
afleiðingar.
Þetta virðist john Frederick Sack-
ville, hertoga af Dorset og ambassa-
dor hans hátignar bretakonungs í Par-
ís hafa verið Ijóst þegar 16. júlí 1789,
þegar hann sagði í bréfi til breska ut-
anríkisráðherrans: „Þannig, Mylord,
varð mesta byltingin, sem sögur fara
af. ”
Lúðvík XVI var ekki eins framsýnn.
Það liðu mánuðir áður en það rann
upp fyrir honum, að það var ekki að-
eins veldi hans, sem var í hættu eftir
fall Bastillunnar, heldurhöfuð hans.
, ,ÞEIR MYRÐ A OKKUR! ”
Virkið með átta miklum turnum,
25 metra háum, djúpum síkjum og
þungum vindubrúm, var byggt á
tíma Karls V árið 1370 til að verja
leiðina inn í París um Saint-Antoine
hliðið. Eftir því sem borgin þandist