Úrval - 01.10.1978, Page 69
67
Áhlaupið á Basti/luna. Vatnslita-
mynd eftir Cholat liðþjálfa, en hann
var einn þeirra, sem tóku þátt í
áhlauþinu.
logandi af æsingi. Göturnar voru
krökkar af fólki, sem mótmæltu
brottvikningu fjármálaráðherrans,
Jacques Necker, sem fólkið hafði reitt
sig á að myndi bæta kjör þess. I Tuil-
erie-garðinum beittu riddaraliðs-
mennirnir, sem kóngurinn hafði kall-
að til, korðum sínum til að dreifa
mannfjöldanum.
Virkisstjórinn de Launav í Bastill-
unni fann líka hvernig uppþotið iá í
loftinu. Hann skipaði að 250 tunnur
af púðri skyldu fluttar frá vopnabúr-
inu til Bastillunnar og lét 12 varð-
menn upp á virkisveggina. I turnun-
um voru 15 fallbyrssur, en þær komu
ekki að gagni á stuttu færi. Fangelsis-
stjórinn lét tosa sex hlössum af brú-
steini upp á varnarvirkin, svo menn
hans gætu kastað þeim í hausana á
árásarliðinu, ef það settist um Bastili-
una.
Það rigndi í París 13. júlí, en það
kældi ekki múginn. Vopnaður kvísl-
um frelsaði hann 25 fanga úr La Force
fangelsinu skammt frá konungshöll-
inni. Nokkur vopnabúr voru brotin
upp og rænd, þar á meðai konung-
lega vopnabúrið. í Rue de la Bucerie