Úrval - 01.10.1978, Page 71
BASTILLUDA GURINN:
69
De Launay landshöfðingi tekinn
höndum. Mynd eftir de Chalmers,
gerð eftir rissi, sem hann gerði meðan
atburðurinn fór fram.
VINDUBRÚIN FELLUR
Þess vegna sendi þjóðkjörna fasta-
nefndin, sem annars safnaðist saman
í ráðhúsinu, nefnd til Bastillunnar.
Oddviti nefndarinnar, Bellon, fyrr-
um liðsforingi í fótgönguliðinu, fékk
de Launay til að lofa því ,,að hann
myndi ekki skjóta á fólksfjöldann og
ekki ögra honum”. Til þess að undir-
strika samvinnuvilja sinn bauð fang-
elsisstjórinn sendinefndinni í mat.
En í stað þess að þetta róaði fjöld-
ann jók það aðeins á ótta hans. Því
þegar Bellon kom ekki aftur út, var
talið að hann hefði verið tekinn
höndum. Ný nefnd var send til að
kanna málið. Launay lofaði að sýna
sig í einum turninum til að róa upp-
þotsfólkið. En múgurinn úti fyrir
hafði aukist mikið. Það var hrópað:
,,Við viljum ná Bastillunni!” Svo
uppgötvaði kryddmangari að nafni
Pannetier hve auðvelt var að komast
inn í Bastilluna með því að leggja
stiga upp að ytri múrnum og hoppa
niður í garð fangelsisstjórans. Því
næst þurfti aðeins að ná innri vindu-
brúnni, fyrir innganginum að hinu