Úrval - 01.10.1978, Page 101

Úrval - 01.10.1978, Page 101
KARENANN QUINLAN 99 Ég horfði á hana hlusta um stund. Fyrst varð hún eins og dolfallin, en svo sagði hún: ,,Nei — í guðanna bænum, ekki leyfa það. Við viljum það ekki. Karen myndi ekki vilja það heldur. Þegar Mary Ellen hafði lagt á, sagði hún að þetta hefði verið syst- ir Veronica, ein fyrrverandi kenn- ari hennar í kaþólska menntaskól- anum í Morris. Hún sagði að skól- inn væri umsetinn fréttamönnum, sem vildu fá mynd af Karen. ,,En þau létu enga mynd af hendi, því Systir sagði að við myndum senni- lega ekki vilja það.” Þetta kvöld fórum við öll til spítalans. Karen var róleg og friðsæl að sjá, guði sé lof. Við sváfum alltaf betur, þegar henni leit út fyrir að vera rótt. Um kvöldið var barið dyra. Ég opnaði, og úti fyrir stóð ung og lagleg kona. Hún sagði: ,,Gott kvöld? Ert þú frú Quinlan? Ég er frá NBC sjón- varpinu.” Þetta var fyrsta viðtalið okkar, og það var ekki nærri eins erfitt og við höfðum ímyndað okkur. Ég grét ekkert, og meira að segja Joe sýndist afslappaður. Þegar stúlkan var farin, settumst við öll niður í eldhúsið og ég sagði: „Mikið er ég fegin — að vera búin með þetta. En Paul brá hart við. ,,Mér þykir leitt að þurfa að segja það,” sagði hann, ,,en þú ert ábyggilega ekki búin, Ég hef eindregið á til- finningunni, að þetta sé rétt að byrja.” Mánudaginn 15. september var smáborgin Landing í New Jersey, þar sem Quinlandsfólkið bjó, ólgandi af fréttamönnum. AP og UPI höfðu flutt fréttina á fjarritakerfi sínu. Morgunblaðið Daily News í New York, aðeins 80 km í burtu, hafði glennt fréttina upp á þvera forsíðu, New York Times flutti hana líka en gerði ekki eins mikið úr henni. Klukkan tvö um daginn var grasblett- urinn fyrir utan hús Quinlansfólksins útsparkaður af fréttamönnum og myndatökufólki. Ljósmyndar- arnir tóku myndir af húsinu úr öllum áttum og virtust sérlega gagnteknir af leirstyttu af heilagri guðsmóður, sem stóð í garðinum. Einn eftir annan létu þeir fallst á kné til að mynda hana. Paul Armstrong hafði varað hjónin við því, að ef málið færi fyrir rétt, væri ómögulegt að segja hver við- brögð almennings myndu verða. Nú fór það að skýrast. Vitnað var í tauga- skurðlækni: ,,Þegar heilinn er dáinn er lítið annað eftir en hjarta, sem slær, og öndun, sem haldið er gangandi með tæknilegum aðferðum. Viðkomandi er í raun dáinn.” En lagaprófessor og sér- fræðingur í lagalegum skilgrein- ingum á hugtakinu dauði sagði: ,,Þær skýrslur, sem ég hef séð, segja að stúlkan hafí lágmarksheila- starfsemi. Hvorki lögin né læknavís- indin viðurkenna, að manneskja, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.