Úrval - 01.10.1978, Side 104

Úrval - 01.10.1978, Side 104
102 ÚRVAL húss heilagrar Klöru í Denville í New Jersey, sem var betur búið til rannsókna. Þar lenti hún í umsjá Robert Morse, sérfræðings í rannsóknum og taugalækningum, og Ashad Javed, sérfræðings í öndunar- færa sjúkdómum. Julia gat ekki betur séð en Karen yrði þegar í stað miðpunktur allrar starfsemi spítalans. Við Joe vorum beðin að undir- rita eitt plaggið eftir annað, veita leyfi til allskonar nýrra rann- sóknar. Sjúkraþjálfar komu daglega og reyndu að rétta hand- ieggi Karenar og fætur, sem virtust herpast upp að líkama hennar. Kné hennar og olnbogar beygðust inn á við og voru að verða óhreyfanleg. Handleggirnir og fæturnir voru bundnir við fjalir, líkt og spelkur, til að reyna að rétta úr liðunum. En hvað sem gert var, herptust limimir jafn óðum aftur, og úlnliðirnir, sem sveigðust á sérkennilegan og óeðli- legan hátt, leituðu stöðugt upp að höku. Dagarnir liðu, og Karen var sífellt í dái. Snemma í maí hafði höfuð Karenar herpst svo fram á við, að hakan nam við loftslönguna, sem lá inn í barkann, Handleggirnir kross- lögðust og hnén lyftust upp. Juliu fannst líkami Karenar ósjálfrátt leita í fósturstellingu. Svo, allt í einu, breyttist afstaða höfuðsins. Það keyrðist aftur á bak, svo hnakkinn pressaðist ofan á milli herða- blaðanna. Ég lagði kodda undir hana meðan hún var sofandi til að reyna að færa höfuðið í eðlilega stellingu. En þegar hún var vakandi, var ekkert hægt að gera. Höfuð hennar var á sífelldri hreyf- ingu, og gretta færðist á andlitið. Það var skelfilegt að sjá þetta. Stundum galopnaðist munnur hennar, eins og hún væri að reyna að æpa, en ekkert heyrðist aema stöku, lágværar stunur, líkt og uml. Þetta var það erfiðasta, því okkur fannst hún hljóta að finna svo til. Morse læknir sagði aftur á móti, að hún hefði engar þrautir, í venjulegum skilningi. Maður fínnur ekki til, sagði hann, ef heilinn getur ekki skynjað sárs- auka. Góði guð, hugsaði ég, ef heili Karenar er svona langt leiddur, hvers vegna er þá svona mikið gert til að vekja hana til lífsins? Mér er sama hvað maður reynir að vera rökvís og tæknilegur og læknavísindalegur í hugsun. Það er alltaf jafn skelfilegt að sjá dóttur sínas líða svona og standa hjálparvana hjá. Meðan allt lék í lyndi höfðu þær Karen rætt um vini og ættingja, sem lífinu var haldið í með tæknitækjum einum saman, og Karen hafði látið í ljósi andstyggð á þvílíkri tæknitóru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.