Milli mála - 2023, Page 27

Milli mála - 2023, Page 27
MILLI MÁLA Milli mála 15/2/2023 27 orðasamband sem kemur fyrst fyrir í skáldsögunni Don Kíkóta (öðrum hluta frá 1615) eftir Miguel de Cervantes (CVC). Merking þess í flestum tungumálum er að ‚allt lítur eins út í myrkrinu‘ og að ‚ekki sé hægt að greina útlit og galla einhvers í myrkri‘ (ÍNO). Annað orðasamband úr spænskum bókmenntum er að berjast við vindmyllur en því til grundvallar er saga úr Don Kíkóta þar sem segir frá riddaranum sjónumhrygga leggja til atlögu við vindmyllur sem hann hélt vera tröll. Gegen Windmühlen kämpfen er sömu merkingar í þýsku og í íslensku. Á spænsku er sagt luchar contra molinos de viento. Orðasambönd úr Grimmsævintýrum eru t.d. eitthvað er eins og að leita að nál í heystakki sem fengið er úr sögunni um heimska Hans. Í þýsku er sagt die Nadel im Heuhaufen suchen og á spænsku er buscar una aguja en un pajar. Merking orðasambandsins í þessum málum er: ‚leita að einhverju sem er mjög erfitt að finna‘. Sagan er um ungan mann og óttalegan aulaskap hans. Að morgni dags kveður hann móður sína og heldur í heimsókn til kærustunnar. Kærastan gefur honum ýmsar gjafir í þessum heimsóknum. Í fyrstu heimsókninni færir hún honum nál sem hann stingur í heystakk. Þegar móðir hans innir hann eftir heimsókninni segist Hans hafa fengið nál að gjöf og útskýrir jafn- framt hvað hann gerði við hana. Móðir hans bregst ókát við og segir að hann hefði átt að stinga henni í ermi skyrtu sinnar. Næstu gjöf, hníf, stingur hann í ermina og enn bregst móðir hans ókvæða við yfir heimsku sonar síns. Þannig gengur þetta koll af kolli uns Hans að lokum tapar kærustunni. Dobrovol’skij og Piirainen (2018) telja að þetta orðasamband tengist ýmsum frásögnum og sögum sem voru þekktar á fornum tímum og á miðöldum. Orðasambandið vera eins og lifandi lík er á þýsku wie eine lebende Leiche aussehen og á spænsku parecer un muerto viviente og merkir ‚líta illa út‘, ‚vera fölur og fár‘, ‚vera nær dauða en lífi‘ (Piirainen 2016, 628). Ekki er vitað neitt með vissu um uppruna þess en í þýsku kemur það fyrst fyrir í verki Friedrichs Schiller frá 18. öld, Briefe über Don Carlos . Dritter Brief. Svipað orðasamband er í leikriti eftir Leo Tolstoy sem kom út á rússnesku um 1900 og síðar á ensku undir heitinu „The Living Corpse“. Piirainen bendir á að Sófókles noti áþekkt orðasam- band alllöngu áður, eða í harmleiknum Antígónu sem er frá um 441 f.Kr. (Piirainen 2016, 628). Dæmi um orðasambönd úr ýmsum sögum og bókmenntatextum má sjá í Töflu 4. ERLA ERLENDSDÓTTIR OG ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.