Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 17

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 17
Efniviðurinn í textum Megasar er aftur á móti nýstárlegur, sumir myndu segja andfélagslegur á köflum, en bragarhættirnir eru gamlir. Megas skynjar taktslátt og margreynda reglufestu bundins Ijóðforms. En þrátt fyrir að textar Megasar séu flestir þrælbundnir og meitlaðir í hefðbundin form þá segir hann sjálfur að þeir séu dægurlagatextar og fari illa nema í söng: En ég er að gera þarna Ijóðlist sem er bara til að flytja. Enda hafði ég það á tilfinningunni að margt af því sem ég var að gera færi illa á prenti. Að lesa textana af textablöðunum virkar stundum mjög klunnalegt og klúðurslegt, þótt þeir gangi upp í söng. Um margt af mínum kveðskap gildir líka það sama og í dægurlagatextum, þú ert að raða saman orðum. Orðin hafa hljóm, þau merkja eitthvað ein og sér og kannski innbyrðis, en aðallega raðast þau saman til að falla inní melódíuna (Einar Kárason. 1984). Textarnir eru stundum gróteskar sögur, oft úr hversdagslífinu. Sumir þeirra eru satírur sem deila hart á samtíð sína og beita til þess paródíunni eða nístandi háði. Ósjaldan hafa þeir sögulega eða þókmenntalega skírskotun, sem víkkar merkinguna, og gefa viðteknum skoðunum langt nef. í textunum blandar Megas klassísku Ijóðmáli við slangur og hversdagstungutak sjálfs sín og samtímans. Hann lagar þannig rokkið og íslenska þjóðmenningu hvort að öðru og auðgar hvort tveggja. Þær aðferðir sem Megas hefur beitt við sköpun sína hafa verið umdeildar. í köflunum sem hér fara á eftir mun ég skoða þær, val hans á persónum og hvernig hann staðsetur sig andspænis ríkjandi viðmiðum. Ég mun einnig skoða helstu andstæður í kvæðaheimi hans og svo athuga hvernig hann beitir þessum aðferðum til að afhjúpa mýtur, bannhelgi og aðrar kreddur. 1. Aðferðir Megasar - hefðin hlýði þeir sem henda gaman af kvæðum - klunnalega ortum - og hafna vilja þrætubókafræðum - af öllum fáanlegum sortum - þó oftast hafi ekki lag iðja mín sé sérhvern dag að dikta upp brag - í þjóðarhag - af hundingsspotti höfum vér best næmi og mörg heilnæm eftirdæmi Þetta erfyrsta kvæðið á plötu MegasarA bleikum náttkjólum sem kom út árið 1977.3 Það er 3. Allir textar sem ég tala um í þessari ritgerð, utan einn, skrumskæling á eldra kvæði eftir sr. Einar Sigurðsson í Eydölum sem birtist fyrst í Vísnabókinni árið 1612. Megas skeytir inn í það þremur setningarbútum og skiptir út orðum á þremurstöðum og það nægirtil að breyta anda kvæðisins algjörlega. Megas notar tíðum eldri verk vísvitandi við sköpun sína, ekki einungis hefðbundinn íslenskan skáldskap og sönglög, heldur einnig erlendan. Hann notar þjóðsögur, trúarbókmenntir og ýmis fræði, íslands- og mannkynssöguna auk skírskotana í fréttir af samtimaatburðum. Hvers kyns afurðir ímyndunaraflsins renna saman í eitt með „raunveruleikanum" í skáldheimi hans, þjóðfélagsrýni og ádeilu. Það sem við fyrstu sýn virðist kannski fátt eiga sameiginlegt með textum hans getur engu að síður haft áhrif á túlkun þeirra. Þó verður að hafa í huga þegar Ijóð eða texti4 eru túlkuð að textinn hefur einungis merkingu í samræmi við þær hefðir sem lesandinn/ áheyrandinn þekkir. Það kemst enginn út úr því samhengi sem tilvera hans er ofin í, engin túlkun getur verið óháð túlkandanum. Þess vegna verður allur texti meira eða minna margræður. Dægurlagatextar verða það aukinheldur ekki einungis vegna textahefðar heldur einnig formsins og framsetningar þess sem getur haft merkingu í sjálfu sér. Á 7. áratugnum kom fram nýtt hugtak í bókmenntafræði, textatengsl (fr. intertextualité), sem víkkar út hefðbundnar skilgreiningar á tengslum texta. Julia Kristeva sem fyrst kom fram með hugtakið talaði um texta á tveimur ásum, annars vegar láréttum ás sem tengir sjálfsveru skriftanna og móttakendur, og hins vegar lóðréttum ás sem tengir textann við aðra texta, bókmenntaheild fyrri tiðar eða samtímans. Greining á skáldskapnum fer þannig fram á krossgötum tungumálsins og rýmisins þar sem merking er borin fram (sbr. Julia Kristeva, 1991). Þetta felur í sér að allir textar eru tengdir þráðum, leyndum eða Ijósum, hvort sem höfundar eru vitandi eða óvitandi um það. Þannig tengist skáldheimur höfundar öðrum veruleika, ímynduðum eða raunverulegum, en það er svo undir lesandanum komið að tengja textana saman. Þannig hafa allir þeir textar og þær upplýsingar sem lifandi eru í huga tiltekins lesanda áhrif á það sem hann heyrir eða les. Þar með getur túlkun hans og skoðun á því sem hann las áður breyst þegar eitthvað annað kemur til. Höfundar tengjast lesendum á lárétta ásnum. Á lóðrétta ásnum eru textarnir, innihald þeirra og form. Þar hafa nýskrifaðir textar ekki síður áhrif á túlkun eldri birtust í bókinni Textar árið 1991. Sá sem ekki birtist þar er textinn um Mættu sem kom út seinna. 4. Megas vill kalla lagatexta sína texta. Ég mun jöfnum höndum kalla þá texta eða kvæði í þessari ritgerð. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.