Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 25

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 25
hann gnæfir efst uppi á Arnarhóli eins og konungur auðnuleysingjanna, holdgert sameiningartákn allra íslendinga, steypt í eir. Sögumaður „óheppilegrar fundvísi ingólfs arnarsonar" er útigangsmaður og að öllum líkindum „drykkjufélagi" Ingólfs, það erað segja, hann er í hópi þeirra sem drekka í félagi við styttuna af Ingólfi uppi á Arnarhóli og halda honum selskap. Sögumaður minnir okkur á að Ingólfur sé í hugum flestra ekkert annað en tákn, við minnumst hans í veislum en stjórnmálamennirnir í ræðum. Líklega þykir honum sannleikurinn ekki koma nógu berlega í Ijós við þau tækifæri því að Ijóst er að hann er ekki par sáttur við fundvísi Ingólfs og óskar þess helst að skipið hans hefði sokkið. Textinn um óheppilega fundvisi Ingólfs er þó hvorki þulinn af stjórnmálamanni né í veislu heldur utandyra, sögumaður bölvar næturkulinu og skeytingarlaust háðið er nístingskalt þegar hann skálar „fyrir fróni & fjölni og allt það og firðum snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið“. Honum stendur hreinlega hjartanlega á sama. Hann varðar ekkert um mýturnar. 4. Bannhelgin afhelguð Þjóðfélagsleg tabú, það sem flestir tala um í hálfum hljóðum, eru eitt af meginviðfangsefnum Megasar. En hann talar ekki um þau í hálfum hljóðum heldur kyrjar upphátt og opinberlega og ýkir til áhrifsauka. Fáum hefur jafnoft verið teflt fram sem „sameiningartákni" íslensku þjóðarinnar síðustu áratugi og Jónasi Hallgrímssyni. En því hefur ekki alltaf verið þannig farið. „ísland" Jónasar og tímaritið Fjölnir nutu ekki ýkja mikilla vinsælda þegar þau komu út og slíkar sögur gengu af dánarorsökum Jónasar að Gunnlaugur Claessen (1945) sá sig tilneyddan að kanna þær sérstaklega og gera grein fyrir þeim í ritgerð.11 Þetta nýtir Megas sér þegar hann yrkir um skáldið Jónas. Hann ýkir fordómana og þannig gerir Ijóðmælandi þá að yrkisefninu miklu fremur en sjálft skáldið. Um Jónasarkvæði Megasar var eftirfarandi klausa skrifuð í Morgunblaðið: 11 I ritgerðinni segir m.a. „Því hefur verið fleygt manna á milli, að J.H. hafi sýkzt af syfilis, sem m.a. hafí verið orsök þunglyndis hans og ógæfu að ýmsu leyti. Má vera, að sú hugmynd hafi komið upp, þar eð vitað var, að hann fékk „jafnvel ill sár á líkamann", sbr. æviminninguna, þegar hann dvaldi síðast á íslandi. Við líkskoðunina fundust ekki nein deili til slíks, og er krufningunni þó lýst rækilega. Eftir atvikum öllum má teljast ósennilegt, að ekki hefðu fundizt nein deili til þessa sjúkdóms, ef hann hefði gengið með hann um langt skeið, t. d. kýli eða ör eftir þau í lifrinni. Það má líta svo á, að grunsemd þeirri, sem legið hefur á um kynsjúkdóm, sé hnekkt með líkskoðuninni." Jónasarkvæði Megasar er satíra sem beinist að þeim sem lagt hafa æru Jónasar í einelti. Það vísartil söguburðar um ætlaðan ólifnað skáldsins og heilsufar fyrir þær sakir, gróusagna sem gengið hafa um Jónas kynslóð af kynslóð og látið yfirgnæfa Ijóðsnilld hans og fræðimannsafrek. Kvæði Megasar er satírisk hæðni og átal á þá sem (enn í dag) eltast við smáborgaralega hleypidóma um lifnaðarhætti Jónasar og velta sér upp úr kjaftasögum um siðferði hans - allt með sýn til samtímans. ... Kvæðið kastar síst af öllu rýrð á Jónas, en rístir níð fordómum og yfirdrepsskap af hvaða tagi sem er, hvar og hvernig sem slíkt birtist. Jónas kvæðisins er Jónas ailra tíma (Ingvar Gíslason, 2001). Fordómarnir sem birtast í kvæðinu eru bergmál. Og þegar fólk heyrir bergmál eigin fordóma reiðist það, finnst að sér vegið og vill verjast. í takt við tísku allra tíma vill það hengja sendiboðann. Hafi menn fengið fordóma sína ýkta í andlitið í kvæðinu um Jónas, er þeim sýnt jólaguðspjallið í nýrri útgáfu í „Jólanáttburði" sem er á plötunni Fram og aftur blindgötuna. Jólanáttburður birtir stuttorða en hnitmiðaða mynd af ástandi lágstéttarfólks og þeirra sem nýfluttir voru á mölina eftir seinna stríð. Hnignun borgarlífsins í kjölfar ameríkaniseringar er helber. Textinn hefst á væli sem reynist koma frá „hlandbrunnu braggabarni í barnavagni". Ef marka má titilinn er sögutíminn jólin og barnið vælir næturlangt, á meðan liggur mamman undir Ijótum köllum en pabbinn er brennivínsdauður oní einhverri kompu. Textinn virðist gefa hiustandanum innsýn í ömurlegt hlutskipti þeirra sem fæddust inn í eymdarheim braggahverfanna. Textinn er einfaldur og segir frá því sem allir töldu sig vita af, saurlíferninu í bröggunum. Braggabúarnir þurftu að horfast í augu við fordóma og andúð annarra bæjarbúa eins og kemur til dæmis fram í æviminningum Sveins Þormóðssonar biaðaljósmyndara: „Enn er mér í fersku minni þegar [...] systir mín, sem bjó í bragga við Eiríksgötu syðst í Skólavörðuholtinu, var ófrísk. Þegar hún átti að leggjast inn á fæðingardeild Landspítalans sagði [...] hjúkrunarkona þar að hún „vildi ekki neinar helvítis braggamellur" (Eggert Þór Bernharðsson, 2000, bls. 187). Eggert Bernharðsson segir í bók sinni Undir bárujárnsboga að fjöldi Reykvíkinga virðist hafa staðið í þeirri trú að í bröggum byggi aðeins vandræðafólk og rifjar upp skrif Víkverja í Morgunblaðinu frá 1948: „Sumir bragganna eru orðnir nokkurs konar samkomuhús rónanna" og verða „fljótlega lítið annað en sorpstíur...“. Eggert bendir á að í bröggunum hafi fjölskyldufólk verið í yfirgnæfandi meirihluta og orðrómur um að meiri 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.