Mímir - 01.06.2005, Síða 66

Mímir - 01.06.2005, Síða 66
„Kjæra Fríða, þeta er upsagnabréf" Um kímni og kímnigáfu í barnabókum Höfundur Regína Unnur Margrétardóttir Greinin er unnin upp úr B.A.- ritgerð höfundar Inngangur Fyrstu barnabækur sem gefnar voru út hér á landi voru stafrófskver, dæmisögur og siðbætandi sögur fyrir börn og fór lítið fyrir kímni í þeim. Þó var hefð fyrir slíku í gömiu þjóðsögunum og frásagnarkvæðunum. í Evrópu á miðöldum voru oft haldnar sagnaskemmtanir þar sem fólk kom saman til að hlusta á sögur, bæði innlendar og erlendar. Þar á meðal voru prakkarasögur sem eiga upphaf sitt hjá skraddarasveinum sem skemmtu sér og öðrum með frásögnum af því hvernig fátækir piltar fóru illa með yfirstéttafólk með prettum og svikum. Þessar sögur ásamt ævintýrum voru í upphafi fremur ætlaðar fullorðnum en börnum enda var innihaldið sjaldnast við hæfi þeirra.1 Þær sögur sem hér eru til umfjöllunar eru skyldar þessum prakkarasögum, en í nútímabúningi. La novela picaresca eða hrekkja- eða prakkarasaga var ein tegund bókmennta sem vinsæl var í Evrópu á 16. öld. Aðalsöguhetjur slíkra sagna alast yfirleitt upp á vergangi og í fátækt, þær eru ættlausar og drýgja ekki dáðir á við ættbornar hetjur nema þá helst þá dáð að lifa af í hörðum heimi og nota til þess klæki og pretti. Fyrsta skáldsaga þessarar tegundar var Lazarus frá Tormes sem kom fyrst út í Burgos árið 1554. Fram að þeirri útgáfu hafði riddarasagan verið ríkjandi skáldsagnaform en Lazarus frá Tormes ruddi nýjum frásagnarhætti braut með niðurrifs-uppbyggingu sinni og skapaði nýja hetju sem var af lágum stigum og ólíkleg til afreka.2 Eitt af einkennum prakkarasagna frá ýmsum tímum er hvers kyns uppreisn gegn valdboði og ríkjandi stétt, hefðum og venjum. Fátæki strákurinn sem kippir fótunum undan greifanum á sér samsvörun í strákpjökkum í Vesturbænum sem skjóta af bogum á borðalagða útlendinga þrjú til 1 Dagný Kristjánsdóttir 2001, bls. 27. 2 Lazarus frá Tormes. Eftirmáli Guðbergs Bergssonar þýðanda 1972, bls. 101-103. fjögurhundruð árum síðar. Tiigangur þessara sagna er fyrst og fremst skemmtun, glens og grín en einnig getur leynst í þeim ádeilubroddur á ríkjandi stjórnskipulag, sérstaklega í miðaldasögunum. í íslenskum bókmenntum kom kímni oft fram í ævintýrum og þjóðsögum, bæði í eldra og yngra efni. í verkum Jónasar Flallgrímssonar fyrir börn mátti sjá skoplegar lýsingar bæði í frumsömdum sögum hans og þýddum og staðfærðum ævintýrum. Jónas var uppi á rómantíska tímabilinu og sögur hans eru almennt lausar við fræðslutón og stífan siðaboðskap þrátt fyrir að sumar þeirra séu í dæmisöguformi. Fyrst og fremst eru þær börnum til skemmtunar og afþreyingar. Siðaboðskapurinn tilheyrði öðru fremur upplýsingarstefnunni. Barnabókaritun á íslandi Sigurbjörn Sveinsson skrifaði bernskuminningar sínar árið 1907 í bókinni Bernskan sem gefin var út í tveimur bindum. Þetta voru stuttar frásagnir af uppvexti hans frá 5 ára aldri til fermingaraldurs. Þessar sögur voru hressilegar og fyndnar og þær ásamt bókunum um þá Nonna og Manna eftir Jón Sveinsson sem komu út 1913 í Þýskalandi (fyrsta íslenska þýðingin kom út 1922), bera að mörgu leyti merki þess að vera forverar prakkara- og strákasagnanna sem síðar voru gefnar út. Á þeim tíma sem Bernskan er gefin út er ísland að ganga í gegnum örar þjóðfélagsbreytingar. Sjávarútvegur eykst og borgaralegt samfélag myndast við flutninga landsmanna úr dreifbýli í þéttbýli. Á þessum árum er komið á skólaskyldu fyrir íslensk börn og við það eykst þörfin fyrir kennslubækur og barnabækur. Nýrómantíska stefnan hélst í hendur við nýja uppeldisstefnu sem lagði áherslu á að börn ættu rétt á eðlilegri æsku og þroska, þau áttu að vera frjáls og óbundin. Bernskan féll vel að þessari stefnu þótt söguhetjurnar þurfi að vísu að vinna fyrir sér, en eru frjáls að leik þess utan. Þær búa við öryggi og móðurdýrkun er áberandi eins og í fleiri barnabókum í nýrómatískum anda. Ekki er 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.