Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 12

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 12
R itr ýn t e fn i 12 Viktoría Mjöll Snorradóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Hildur Harðardóttir Fæðingar- og kvensjúkdómalæknir Inngangur Hér verður fjallað um 22 ára frumbyrju sem greindist með fósturdauða í legi við 35 vikur og 6 daga. Við komu í hefð bundna meðgönguvernd heyrðist ekki fóstur- hjartsláttur og var andlát staðfest með óm- skoðun á Landspítalanum (LSH). Hefð- bundnar rann sóknir sem gerðar eru við þessar aðstæður bentu til sykursýki tegund 1 (SS1) og jafnframt ræktuðust grúppu B streptó- kokkar (GBS) frá leggöngum, þvagi og húð nýbura. Fjallað verður um SS1 og GBS í fræðilegri umræðu þar sem báðir þættir gætu verið orsakavaldar andlátsins. Tilfellið er skrifað eins og það var unnið upp í tímaröð. Tilgangur með umfjölluninni er að sýna hvernig uppvinnsla fer fram þegar fósturdauði greinist á seinni hluta meðgöngu. Nú er burðarmálsdauði (BMD) á Íslandi í sögu- legu lágmarki. Hvert tilfelli er yfirfarið af nákvæmni og leitað leiða til að finna skýringar og jafnframt læra af því. Þrátt fyrir góða meðgöngu vernd og fæðingarþjónustu hér á landi verður aldrei hægt að koma í veg fyrir allar andvana fæðingar. Sjúkratilfelli Sjúkrasaga 22 ára hraust frumbyrja, gengin 35v6d, var send á bráðamóttöku meðgöngudeildar af heilsu gæslustöð þar sem hún var í hefð- bundinni meðgönguvernd. Þar heyrðist ekki fóstur hjartsláttur og var konan því send á Kvenna deild LSH. Þar var fósturdauði stað- festur með tveimur ómskoðunum. Ómun sýndi fóstur í höfuðstöðu, engar fóstur- hreyfingar og hjarta án hjartsláttar. Á heilsu- gæslu hafði síðast verið hlustaður hjartsláttur við 33v6d og móðirin taldi sig finna hreyfingar síðan, þar til deginum áður. Nú tók við greiningarferli vegna fósturdauða. Teknar voru blóðprufur (tafla I) samkvæmt verklagi LSH og þvag skoðað og sent í ræktun (tafla II) ásamt stroki úr leggöngum. Rætt var við konuna og barnsföður um væntanlega fæðingu og hvaða þjónusta væri í boði á þessum erfiðu tímum. Óskaði konan eftir að fara heim og koma daginn eftir í framköllun fæðingar á þeim forsendum að undangengnar rannsóknir, sérstaklega blóðstorkupróf, væru eðlilegar. Gefið var mífepristón um munn og parinu ráðlagt að hafa samband ef verkir færu versnandi og/eða ef blæðing yrði um leggöng. Meðgönguvernd Konan hafði enga þekkta áhættuþætti og var í meðgönguvernd á heilsugæslu þar sem hún mætti í allar viðeigandi skoðanir. Í upphafi meðgöngu var líkamsþyngdarstuðull 27,6. Tók hún fólínsýru eins og ráðlagt var. Ómskoðanir voru gerðar við 12 og 20 vikur. Bygging og útlit fósturs var eðlilegt í báðum skoðunum og ekki greindist missmíð af neinu tagi. Fylgja var eðlileg í bæði skipti. Legvatnsmagn var eðlilegt í báðum skoðunum og ekki merki um óeðlilegan fósturvöxt né vatnsleg (polyhydramnion). Félagssaga Í sambúð og býr með barnsföður.  Frá mið-Evrópu, búið á Íslandi í tvö ár. Takmörkuð íslenskukunnátta, hafði fengið túlk í fyrstu meðgönguskoðun en eftir það afþakkað túlk og kosið að taka vini með til að túlka. Innlögn Konan kom á fæðingarvakt sama kvöld vegna samdrátta og uppkasta. Hún lýsti miklum þorsta og munnþurrk sem hafði hrjáð hana undanfarnar tvær vikur. Ásamt því hafði hún einnig verið orkulaus, slöpp, með ógleði og uppköst og tjáð þá líðan við heilbrigðisstarfsfólk. Við innlögn var blóðþrýstingur 132/84 og púls 90 slög/mínútu. Hæð legbotns var 36 sm. Þvagstix sýndi 1+ af ketónum í þvagi en enga eggjahvítu. Í samræmi við verklagsreglur um andvana fæðingar voru gerðar viðeigandi rannsóknir. Blóðsykur mældist 10,2 mmól/L- en ekki var brugðist við þeirri niðurstöðu á þessum tíma. Morguninn eftir hófst framköllun fæðingar með mísóprostól um munn og niðurstöður fyrstu blóðprufa voru skoðaðar (tafla I). HbA1c var hækkað, 71 mmól/mól og þvagstix sýndi fjóra plúsa (+) af ketónum og glúkósa. Í kjölfarið voru tekin blóðgös úr slagæð til að athuga hvort sykursýra (diabetic ketoacidosis: DKA) væri í uppsiglingu sem reyndist ekki, þar sem bíkarbónat var innan marka. Fengin var ráðgjöf innkirtlasérfræðings sem mælti með að gefa langvirkt insúlín,  Lantus® 8 einingar. Einnig var mælt með að gefa hraðvirkt insúlín, NovoRapid®, ef blóðsykur héldi áfram að hækka út frá fyrirfram ákveðnu skema. Markmið blóðsykurs í fæðingu er yfir fjórum en undir sjö mmól/L en þar sem barn var látið þurfti ekki svo stíf skilyrði. Ekki var settur upp vökvi í æð en brýnt fyrir konunni mikilvægi þess að drekka vel af vökva. Það er vegna hættu á ofþurrki (hyperosmolar dehydration) sem getur átt sér stað þegar blóðsykur er hár og DKA þróast. Innkirtlasérfræðingur pantaði blóðprufur til mælingar á sjálfsofnæmismótefnum vegna sykursýki (tafla I) sem reyndust síðar vera neikvæð.    Sólarhring síðar fæddist andvana drengur klukkan 17:18, fæðingarþyngd 3025 grömm, lengd 51 sm, höfuðummál 29 sm. Augntóftir innfallnar og sást ekki í augu. Flögnun á húð, innfallinn kviður. Tekið var strok í almenna ræktun af húð nýburans og úr koki, einnig frá fylgju og milli himna (chorion-amnion). Tekið var Andvana fæðing Tilfelli af kvennadeild
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.