Læknaneminn - 01.04.2020, Side 119

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 119
R it rý n t e fn i S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 11 9 mátti oft heyra skotbardaga í aðliggjandi fátækrahverfi og götuhundar söfnuðust saman og gengu um götur háskólagarðanna eins og þaulskipulagðar lúðrasveitir. KPH Ríkisspítali Kingston liggur djúpt í fátækra- hverfum „downtown Kingston“ og liggur á milli tveggja þekktustu hverfanna í Kingston, því alræmda Tivoli Gardens og Trenchtown. Lengi hefur verið rígur á milli beggja hverfa og líkist umhverfi þar í kring helst stríðssvæði, með kúluförum á veggjum umhverfis spítalann og tíðum skotbardögum á næturnar. Kjartan gat einungis komist á spítalann í þar til gerðri háskólarútu sem lagði af stað frá háskólagörðunum kl. 06:30 með tilheyrandi syfju og erfiðum og mátti ekki undir neinum kringumstæðum fara út fyrir múra spítalans. Ekki var sérstakt skipulag á þátttöku hans á svæfingu/gjörgæslunni og fékk hann að fylgja eftir og taka þátt í áhugaverðum tilfellum. KPH er stærsta slysamóttaka karabíska hafsins og koma að meðaltali 4-5 skotvopna áverkar á dag og þónokkuð mikið af bíl- og mótorhjólaslysum. Tölvusneiðmyndartækið á spítalanum var bilað meðan á mánaðardvöl hans stóð og ef grunur var um t.d. innankúpublæðingu þurfti að reiða sig á klíníska skoðun því ekki var heldur segulómtæki á spítalanum. Skortur var á adrenalíni, ýmsum sýklalyfjum og svæfingar- lyfjum og var áhugavert að sjá hvernig læknar brugðust við þessum erfiðu aðstæðum. Kjartani bauðst að taka næturvaktir um helgar sem voru hvað erfiðastar en þá komu mörg trauma tilfelli inn. Eina nóttina komu tveir skotáverkar inn á sama tíma sem báðir þurftu á bráðri aðgerð að halda. Eitt tilfellið var 23 ára gamall maður sem hafði verið þátt- takandi í gengjastríði og hafði verið skotinn átta skotum úr hríðskotabyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal fjórum í kviðinn. Hann hafði misst mikið blóð við komu upp á skurðstofu og hófust almennir skurðlæknar höndum við að finna áverkana og var gerð opin kviðaraðgerð. Svæfing var innleidd með svokallaðri „rapid sequence induction“ aðferð og var þar á meðal notað succinylcholine til vöðvalömunar. Fyrir þann sem hefur ekki séð verkun succinylcholine er nokkuð uggvænlegt að sjá vöðvakippina sem geta fylgt, hvað þá í tilfellum sem þessum og hló starfsfólk á aðgerðarstofunni dátt þegar það sá hvað Kjartani varð bylt við. Blóðeiningar voru af skornum skammti og var venjulega gert ráð fyrir hámarki 3 einingum á sjúkling, sem er um 1.5L. Það dugði skammt fyrir manninn á skurðarborðinu en honum blæddi hratt út. Þá var gripið til plasma, vökva og vasopressora. Plasma pokarnir voru frosnir og var það hlutverk Kjartans að hlaupa með poka inn á kaffistofu, hita í örbylgjunni, hlaupa með hann inn og hengja upp og svo koll af kolli. Þrátt fyrir allan vökvann fóru lífsmörk hrörnandi og fór að bera á fjöllíffærabilun. Skurðlæknum var þá gert vart við, þrátt fyrir að ekki hefði náðst að finna alla blæðingarstaði og þeir beðnir um að pakka kviðarhol fullt af grisjum og loka fyrir. Manninum var haldið sofandi og fluttur á gjörgæslu og af einhverjum ástæðum handjárnaður af lögreglunni við sjúkrarúmið. Kjartan frétti af því seinna að hann hafði verið tekinn aftur í aðgerð og náðist að finna alla blæðingarstaði og útskrifaðist hann nokkrum dögum síðar – ótrúlegt en satt. Óopinbert samhljóða álit virtist ríkja meðal jamaískra lækna að glæpamenn sem væru undir áhrifum marijúana þegar þeir væru skotnir vegnaði af einhverjum ástæðum betur en öðrum, en þarfnast sú kenning væntanlega frekari rannsókna. Kjartan fékk að taka ríkan þátt í starfinu á deild inni og fékk að intubera þó nokkuð, inn leiða svæfingu í samráði við sérfræðinga og sinna starfi svæfingahjúkrunarfræðings á meðan á aðgerðum stóð. Læknar og hjúkrunarf ræðingar á deildinni voru mjög hæf og höfðu séð margt og upplifað og þurftu að gera sitt besta með þann tækjabúnað sem þeim stóð til boða. Flest höfðu þau stundað nám við Háskóla Vestur-Indíu og eru það einungis færustu nemar karabíska hafsins sem komast inn í læknadeild og fara þau venjulega til Englands eða Bandaríkjanna til að klára sérfræðinám. Háskólasjúkrahúsið Háskólasjúkrahús Vestur-Indíu (UWI) er stað sett í útjaðri háskólasvæðisins, ekki langt frá hverfinu August Town þar sem ekki er óalgengt að heyra byssuhvelli að næturl agi. Það hefur að geyma fjölbreyttustu og sér- hæfðustu heilbrigðisþjónustuna á karabíska
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.