Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 36
R
itr
ýn
t e
fn
i
3
6
Vökvameðferð
Sjúklingar á sjúkrahúsi þurfa vökvagjöf í æð
af margvíslegum ástæðum og er meðferðinni
gjarnan skipt í þrjá flokka:1
1. Bráðameðferð (resuscitation)
2. Uppbótarmeðferð (replacement)
3. Viðhaldsmeðferð (maintenance)
Bráðameðferð
Bráð vökvameðferð er gefin við skort á
blóðrúmmáli vegna blæðingar eða mikils
taps á vökva og/eða jónefnum frá ytra borði
líkamans (yfirleitt frá meltingarvegi) eða
vegna raskana á dreifingu vökva þar sem aukið
gegndræpi háræða veldur útvessun úr æðum í
millivefsrými eða líkamshol.1 Svæsin röskun
á innri dreifingu vökva og óeðlileg stjórnun
á vökvajafnvægi sést einkum hjá sjúklingum
með sýklasótt eða umfangsmikinn vefjaskaða
af völdum bruna. Þetta vandamál sést einnig
hjá sjúklingum með alvarlega hjarta-, lifrar-
eða nýrnakvilla eða eftir stóra skurðaðgerð.
Mikil vökvaofgnótt er algeng meðal þessara
sjúklinga vegna natríum- og vökvasöfnunar
og getur vökvi dreifst út í brjósthol og/eða
kviðarhol.1 Meginmarkmið bráðameðferðar
er að auka útfall hjartans og bæta blóðflæði
til vefja. Það ber þó að varast óhóflegt magn
vökva gjafar því rannsóknir hafa sýnt að mikil
upp söfnun vökva tengist aukinni tíðni fylgi-
kvilla og hærri dánartíðni.1, 25-26
Uppbótarmeðferð
Meðferð sem er gefin þegar leiðrétta þarf
vatns- og jónefnaskort en ekki er þörf á bráðri
vökva gjöf. Yfirleitt er um að ræða tap á vökva-
og jónefnum um meltingarveg eða nýru en
einnig getur orðið mikið ómeðvitað vökva tap
við háan líkamshita og bruna.1 Uppbótar-
meðferð sem felur í sér gjöf vökva og jónefna í
æð beinist að því að bæta upp skort sem er til
staðar eða vökvatap sem er yfirvofandi.1
Viðhaldsmeðferð
Viðhaldsmeðferð vísar til vökvagjafar í æð
hjá sjúklingum sem fyrirsjáanlegt er að geti
ekki fullnægt þörfum sínum með inntöku
um munn þrátt fyrir eðlilegt vökvajafnvægi.27
Þetta á til dæmis við um sjúklinga sem gangast
undir skurðaðgerð og þurfa vökvameðferð
í kjöl farið.27 Einnig er mikilvægt að hafa í
huga að þegar vökvagjöf er gefin vegna annarra
flóknari og alvarlegri ástæðna þarf alltaf að
gera ráð fyrir grunnviðhaldi vökvajafnvægis.1
Markmiðið með viðhaldsmeðferð er að gefa
nægan vökva til að bæta upp ómeðvitað vökva-
tap (500-1000 ml), viðhalda eðlilegu rúmmáli
vökvahólfa líkamans, tryggja fullnægjandi
þvagútskilnað (500-1500 ml/sólarhring) og
viðhalda jafnvægi jónefna. Leitast ætti eftir
að beita viðhaldsmeðferð í sem skemmstan
tíma vegna hættu á vökvaofhleðslu, röskunum
á jónefna- og sýru- og basajafnvægi ásamt
sýkingarhættu vegna æðaleggja.27
Tegundir innrennslisvökva
Vökvalausnum til innrennslis í bláæð má
skipta í saltlausnir (crystalloid solutions) og
kvoðu lausnir (colloid solutions) sem geta verið
Tafla I. Samsetning helstu saltlausna og kvoðulausna í samanburði við samsetningu blóðvökva.
Blóðvökvi
Saltlausnir Kvoðulausnir
0,9%
NaCl
Ringer
Acetat
Plasmalyte
glúkósi
5%
Glúkósi
0,45% NaCl/
5% glúkósi
Hýdroxýetýl
sterkja (HES)* Albúmín*
Na+ (mmól/l) 135-145 154 130 140 - 77 137-154 100-160
Cl (mmól/l) 95-105 154 112 98 - 77 118-154 128
K+ (mmól/l) 3,5-5,3 - 5 5 ** ** 4 <2
Ca2+ (mmól/l) 2,2-2,6 - 1 - - - 2,5 -
Mg2+ (mmól/l) 0,8-1,2 - 1 3 - - 1-1,5 -
Glúkósi
(mmól/l)
3,5-5,5 - - 278 (50g) 278 (50g) 278 (50g) - -
pH 7,35-7,45 4,5-7,0 6-8 - 3,5–5,5 - 4,5-6,5 -
Osmólaþéttni
(mosm/l)
275-295 308 276 294 278 - 286,5–308 274
Asetat
(mmól/l)
- - 27 27 - - -
Laktat
(mmól/l)
1-2 - - - - - 24-34 -
HCO3
(mmól/l)
24-32 - - - - - - -
Oktanóat
(mmól/l)
- - - - - - - 6,4
Malat
(mmól/l)
- - - - - - 5 -
Glúkónat
(mmól/l)
- - - 23 - - - -
*Samsetning getur verið breytileg eftir framleiðanda.
**Lausnin er til með fyrirfram viðbættu kalíum.
Upplýsingarnar eru fengnar frá eftirfarandi og hefur verið breytt lítillega:1-2
1. Myburgh JA, Mythen MG. Resuscitation fluids. The New England J Med. 2013;369(25):2462-3.
2. National Clinical Guideline Centre (UK). Appendix P: Useful information 2013. In: Intravenous Fluid
Therapy: Intravenous Fluid Therapy in Adults in Hospital [Internet]. London, United Kingdom: Royal College
of Physicians (UK). Aðgengilegt á: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK333104/