Læknaneminn - 01.04.2020, Side 36

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 36
R itr ýn t e fn i 3 6 Vökvameðferð Sjúklingar á sjúkrahúsi þurfa vökvagjöf í æð af margvíslegum ástæðum og er meðferðinni gjarnan skipt í þrjá flokka:1 1. Bráðameðferð (resuscitation) 2. Uppbótarmeðferð (replacement) 3. Viðhaldsmeðferð (maintenance) Bráðameðferð Bráð vökvameðferð er gefin við skort á blóðrúmmáli vegna blæðingar eða mikils taps á vökva og/eða jónefnum frá ytra borði líkamans (yfirleitt frá meltingarvegi) eða vegna raskana á dreifingu vökva þar sem aukið gegndræpi háræða veldur útvessun úr æðum í millivefsrými eða líkamshol.1 Svæsin röskun á innri dreifingu vökva og óeðlileg stjórnun á vökvajafnvægi sést einkum hjá sjúklingum með sýklasótt eða umfangsmikinn vefjaskaða af völdum bruna. Þetta vandamál sést einnig hjá sjúklingum með alvarlega hjarta-, lifrar- eða nýrnakvilla eða eftir stóra skurðaðgerð. Mikil vökvaofgnótt er algeng meðal þessara sjúklinga vegna natríum- og vökvasöfnunar og getur vökvi dreifst út í brjósthol og/eða kviðarhol.1 Meginmarkmið bráðameðferðar er að auka útfall hjartans og bæta blóðflæði til vefja. Það ber þó að varast óhóflegt magn vökva gjafar því rannsóknir hafa sýnt að mikil upp söfnun vökva tengist aukinni tíðni fylgi- kvilla og hærri dánartíðni.1, 25-26 Uppbótarmeðferð Meðferð sem er gefin þegar leiðrétta þarf vatns- og jónefnaskort en ekki er þörf á bráðri vökva gjöf. Yfirleitt er um að ræða tap á vökva- og jónefnum um meltingarveg eða nýru en einnig getur orðið mikið ómeðvitað vökva tap við háan líkamshita og bruna.1 Uppbótar- meðferð sem felur í sér gjöf vökva og jónefna í æð beinist að því að bæta upp skort sem er til staðar eða vökvatap sem er yfirvofandi.1 Viðhaldsmeðferð Viðhaldsmeðferð vísar til vökvagjafar í æð hjá sjúklingum sem fyrirsjáanlegt er að geti ekki fullnægt þörfum sínum með inntöku um munn þrátt fyrir eðlilegt vökvajafnvægi.27 Þetta á til dæmis við um sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð og þurfa vökvameðferð í kjöl farið.27 Einnig er mikilvægt að hafa í huga að þegar vökvagjöf er gefin vegna annarra flóknari og alvarlegri ástæðna þarf alltaf að gera ráð fyrir grunnviðhaldi vökvajafnvægis.1 Markmiðið með viðhaldsmeðferð er að gefa nægan vökva til að bæta upp ómeðvitað vökva- tap (500-1000 ml), viðhalda eðlilegu rúmmáli vökvahólfa líkamans, tryggja fullnægjandi þvagútskilnað (500-1500 ml/sólarhring) og viðhalda jafnvægi jónefna. Leitast ætti eftir að beita viðhaldsmeðferð í sem skemmstan tíma vegna hættu á vökvaofhleðslu, röskunum á jónefna- og sýru- og basajafnvægi ásamt sýkingarhættu vegna æðaleggja.27 Tegundir innrennslisvökva Vökvalausnum til innrennslis í bláæð má skipta í saltlausnir (crystalloid solutions) og kvoðu lausnir (colloid solutions) sem geta verið Tafla I. Samsetning helstu saltlausna og kvoðulausna í samanburði við samsetningu blóðvökva. Blóðvökvi Saltlausnir Kvoðulausnir 0,9% NaCl Ringer­ Acetat Plasmalyte­ glúkósi 5% Glúkósi 0,45% NaCl/ 5% glúkósi Hýdroxýetýl­ sterkja (HES)* Albúmín* Na+ (mmól/l) 135-145 154 130 140 - 77 137-154 100-160 Cl­ (mmól/l) 95-105 154 112 98 - 77 118-154 128 K+ (mmól/l) 3,5-5,3 - 5 5 ** ** 4 <2 Ca2+ (mmól/l) 2,2-2,6 - 1 - - - 2,5 - Mg2+ (mmól/l) 0,8-1,2 - 1 3 - - 1-1,5 - Glúkósi (mmól/l) 3,5-5,5 - - 278 (50g) 278 (50g) 278 (50g) - - pH 7,35-7,45 4,5-7,0 6-8 - 3,5–5,5 - 4,5-6,5 - Osmólaþéttni (mosm/l) 275-295 308 276 294 278 - 286,5–308 274 Asetat (mmól/l) - - 27 27 - - - Laktat (mmól/l) 1-2 - - - - - 24-34 - HCO3 ­ (mmól/l) 24-32 - - - - - - - Oktanóat (mmól/l) - - - - - - - 6,4 Malat (mmól/l) - - - - - - 5 - Glúkónat (mmól/l) - - - 23 - - - - *Samsetning getur verið breytileg eftir framleiðanda. **Lausnin er til með fyrirfram viðbættu kalíum. Upplýsingarnar eru fengnar frá eftirfarandi og hefur verið breytt lítillega:1-2 1. Myburgh JA, Mythen MG. Resuscitation fluids. The New England J Med. 2013;369(25):2462-3. 2. National Clinical Guideline Centre (UK). Appendix P: Useful information 2013. In: Intravenous Fluid Therapy: Intravenous Fluid Therapy in Adults in Hospital [Internet]. London, United Kingdom: Royal College of Physicians (UK). Aðgengilegt á: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK333104/
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.