Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 65
R
itr
ýn
t
ef
ni
Fr
óð
le
ik
ur
6
5
Ober próf
Sjúklingur liggur á annarri hliðinni með neðri
mjöðm og hné í smá beygju til þess að auka
stöðugleika. Efri ganglimurinn er fráfærður
og réttur um mjöðm með hnéð beint eða í 90°
beygju. Efri ganglimurinn er síðan aðfærður
eða fær að síga niður á bekkinn (sjá mynd 6).
Ef hnéið fer ekki yfir miðlínu þá er prófið
jákvætt. Jákvætt próf gefur til kynna stífleika
í fráfærsluvöðvum mjaðmarinnar.
90/90 próf
Sjúklingur liggur á bakinu með beina gang-
limi. Sá ganglimur sem prófa skal beygður
90° um mjöðm með hné í 90° beygju. Síðan
réttir sjúklingur rólega úr hnénu. Stífleiki
hamstrings vöðvanna endurspeglast í getu
sjúklings til að rétta úr hnénu. Full rétta um
hné gefur til kynna að hamstrings vöðvar séu
ekki óeðlilega stífir.
Ely‘s próf
Sjúklingur liggur á maganum. Sá ganglimur
sem skal prufa er síðan beygður um hné
(sjá mynd 7). Jákvætt ef mjöðmin lyftist frá
skoðunarbekknum við það að beygja hnéð.
Jákvætt próf bendir til stífleika eða styttingu í
beina lærvöðvanum (rectus femoris).
Að lokum
Ljóst er að engin ein grein getur verið
tæmandi er kemur að skoðun á þessum flókna
lið. Við vonum þó að greinin gefi yfirsýn yfir
verkefnið og sé leiðbeinandi. Nú liggur boltinn
hjá lesanda sem getur nýtt þessa þekkingu
til þess að ná upp færni í verkinu. Það allra
mikilvægasta er að koma sér upp rútínu og
nýta hvert tækifæri sem gefst til æfingar því
æfingin skapar jú vissulega meistarann!
Heimildir
1. Byrd JWT. Evaluation of the hip: history and
physical examination. N Am J Sports Phys
Ther. 2007;2(4):231-40.
2. Thorborg K, Rathleff MS, Petersen P, Branci
S, Holmich P. Prevalence and severity of hip
and groin pain in sub-elite male football: a
cross-sectional cohort study of 695 players.
Scand J Med Sci Sports. 2017;27(1):107-14.
3. Christmas C, Crespo CJ, Franckowiak SC,
Bathon JM, Bartlett SJ, Andersen RE. How
common is hip pain among older adults?
Results from the Third National Health and
Nutrition Examination Survey. J Fam Pract.
2002;51(4):345-8.
4. Lespasio MJ, Sultan AA, Piuzzi NS, Khlopas
A, Husni ME, Muschler GF, et al. Hip
Osteoarthritis: A Primer. Perm J. 2018;22:17-
084.
5. Ganz R, Parvizi J, Beck M, Leunig M,
Nötzli H, Siebenrock KA. Femoroacetabular
impingement: a cause for osteoarthritis of the
hip. Clin Orthop Relat Res. 2003(417):112-
20.
6. Richard L Drake WV, Adam W M Mitchell,
Henry Gray. Gray’s anatomy for students.
Philadelphia, PA: Churchill Livingstone/
Elsevier; 2015.
7. Martin HD, Palmer IJ. History and physical
examination of the hip: the basics. Curr Rev
Musculoskelet Med. 2013;6(3):219-25.
8. Aufranc OE. Constructive Surgery of the Hip.
Academic Medicine. 1963;38(6):529.
Myndaheimildir
Mynd 1,2,4,5 – Helga Líf Káradóttir. Feb. 2020.
Mynd 3 – Albert Christersson. Ortopdisk
undersökningsteknik.
Mynd 6 - Ober‘s test. Physiotutors. 2015
Mynd 7 - Ely‘s test. Physiotutors. 2015
Tafla III. Hreyfingar og vöðvar mjaðmarinnar
Hreyfing Eðlileg
hreyfing Helstu vöðvar
Beyging
(flexion)
110-120° M. psoas major
M. iliacus
M. rectus femoris
M. pectineus
M. sartorius
Rétting
(extension)
10-15° M. gluteus maximus
M. biceps femoris
M. semitendinosus
M. semimembranosus
Fráfærsla
(abduction)
30-50° M. gluteus minimus
M. gluteus medius
Aðfærsla
(adduction)
30° M. adductor magnus
M. adductor brevis
M. adductor longus
M. pectineus
M. gracilis
Út-
snúningur
(external
rotation)
40-60° M. piriformis
M. obturator internus
M. obturator externus
M. gemellus superior
M. gemellus inferior
M. quadratus femoris
Inn-
snúningur
(internal
rotation)
30-40° M. gluteus medius
M. gluteus minimus
M. tensor fasciae latae
M. adductor magnus
M. adductor longus
F - Flexion
AB - Abduction
ER - External rotation
F - Flexion
AD - Aduction
IR - Internal rotation
Mynd 4: Hreyfingar í FABER (vinstri) og FADIR (hægri) prófi
Eðlilegt Jákvætt Trendelenburg próf
Mynd 5: Trendelenburg próf
A AB B
Mynd 6: Ober próf Mynd 7: Ely's próf