Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 37
R itr ýn t ef ni R itr ýn t e fn i 3 7 náttúru legar eða til búnar (synthetic).1,25 Helstu saltlausnirnar eru jafnþrýstin (0,9%) natríum- klóríðlausn (NaCl) og vegnar (balanced) saltlausnir eins og Ringer-asetat, Ringer- laktat og Plasmalyte. Helstu kvoðulausnirnar eru albúmínlausnir og sterkjulausnir, til dæmis hýdroxýetýlsterkja (HES) og gelatín (Tafla I).1, 25, 28 Jónir saltlausna komast auðveldlega gegnum háræðaveggi. Kvoðulausnir hafa sameindir á dreif í burðarvökva (carrier solution) sem komast ekki yfir hálfgegndræpa himnu háræðaveggsins vegna stærðar sinnar. Því haldast þær frekar í innanæðarými og eru taldar auka blóðrúmmál betur en saltlausnir.25,28 Saltlausnir eru margfalt ódýrari en kvoðulausnir í framleiðslu.9, 28 Saltlausnir Jafnþrýstin saltlausn (isotonic saline) Jafnþrýstin NaCl-lausn hefur lengi verið ein mest notaða lausnin til vökvagjafar í æð. Eins og á við um aðrar saltlausnir dreifist natríum um allt utanfrumuhólfið og talið er að gjöf slíkra lausna hafi skammvinnari áhrif á blóðvökvarúmmál en kvoðulausnir gera. Talið er að 0,9% NaCl-lausn auki blóðrúmmál einungis um fjórðung til þriðjung af því rúmmáli sem gefið er og að afgangur vökvans dreifist í millivefsrými. Því er talið að notkun jafnþrýstinnar saltlausnar til rúmmálsaukningar blóðvökva geti valdið meiri bjúg en kvoðulausnir.1, 25 Talið er að þegar jafnþrýstin saltlausn er gefin til viðhalds vökvarúmmáls sé hætta á ofgnótt natríums þar sem dagleg þörf þess er 70-100 mmól en í einum lítra af 0,9% NaCl eru 154 mmól af natríum og klóríði. Umframmagn natríums skilst út um nýru en við ýmsa sjúkdóma getur útskilnaðargetan verið skert. Því þarf að gæta þess að gefa ekki of mikið af þessari lausn.1 Annar ókostur jafnþrýstinnar saltlausnar er hár styrkur klóríðjóna sem er um 50% hærri en í sermi. Á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um að hár klóríðstyrkur geti leitt til minnkunar á nýrnablóðflæði og GSH ásamt blóðsýringu með blóðklóríðhækkun (hyperchloremic acidosis). Hár styrkur natríums og klóríðs í jafnþrýstinni saltlausn getur þó verið hentugur við meðferð sjúklinga með vökvatap um meltingarveg og stundum nýru sem leitt hefur til efnskiptalýtingar því þá er gjarnan um að ræða tap á klóríðríkum vökva.1 Vegnar saltlausnir (balanced crystalloid solutions) Vegnar saltlausnir dreifast um utanfrumu- hólfið á svipaðan hátt og jafnþrýstin saltlausn og valda svipaðri rúmmálsaukningu blóðvökva. Hinsvegar hafa þessar lausnir ákveðna kosti fram yfir jafnþrýsta saltlausn þar sem þær innihalda lægri natríumstyrk og talsvert minni klóríðstyrk. Þá innihalda þær gjarnan kalíum, kalsíum og magnesíum, auk jafna (buffers) sem umbreytast í bíkarbónat. Eru þessar lausnir þannig heppilegri frá lífeðlisfræðilegu sjónar miði þar sem samsetning þeirra líkist utanfrumu vökva. Því hafa vegnar saltlausnir mögulega kosti fram yfir jafnþrýstna saltlausn við bráðameðferð og fyrir almennt viðhald vökvarúmmáls. Lausnir sem innihalda laktat eða aðra tegund jafna (buffers) geta hentað vel hjá sjúklingum með blóðsýringu, sem oft er fyrir hendi þegar bráðrar vökvameðferðar er þörf. Lausnir á borð við Ringer-asetat, sem er mikið notuð á sjúkrahúsum hér á landi, tilheyra þessum flokki.1 Þar sem Ringer-lausnir inni halda kalíum hefur verið haldið fram að þær séu líklegri til að valda blóðkalíumhækkun en hrein NaCl-lausn. Magn kalíums í Ringer- lausnum er þó mjög lágt og hafa rannsóknir ekki sýnt fram á teljandi áhrif þessara lausna á styrk kalíums í sermi. Ringer-lausn er því talin örugg til notkunar hjá sjúklingum sem hafa blóðkalíumhækkun.4, 29-31 Glúkósalausnir Hreinar glúkósalausnir og lausnir sem inni - halda bæði glúkósa og natríum eru ekki ætlaðar fyrir bráða vökva meðferð eða upp- bótar meðferð við jónefna skorti. Blandaðar glúkósa- og saltlausnir sjá einkum fyrir fríu vatni og viðhaldsþörf helstu jónefna, auk þess sem glúkósinn er orkugjafi. Hafa þarf í huga að orku innihald í 1 lítra af 5% glúkósa er mjög lágt (200 hitaeiningar) og veitir lítinn næringar stuðning en nægir þó til að fyrir- byggja blóðsykur fall. Glúkósa lausnir dreifast jafnt um heildarvatnsrúmmál líkamans og hafa mjög takmörkuð og skammvinn áhrif á blóðrúmmál. Þessar lausnir eru því gagnlegar til að koma í veg fyrir einfalda vatns þurrð (dehydration) og geta verið gagnlegar sem viðhalds meðferð. Notkun glúkósalausnar getur valdið blóðnatríum lækkun ef hún er gefin með of miklum hraða. Þessi áhætta er mest hjá öldruðum, sjúklingum á með- ferð með tíazíð-þvagræsi lyfi og sjúklingum með heilkenni óviðeigandi hömlunar á þvag aukningu (syndrome of inappropriate antidiuresis).1 Kvoðulausnir Albúmín Albúmínlausnir innihalda albúmín (4-5%) í saltlausn og eru flokkaðar sem kvoðulausnir. Framleiðsla þeirra fer fram með sundrun á blóði manna og hitameðferð til að fjar lægja mögulega sýkingarvalda. Lausnin er mjög dýr í framleiðslu og takmarkar kostnaður því notkun hennar.1, 25 Albúmín, eins og aðrar kvoðulausnir, er talið hafa þann kost að haldast betur innan æða og auka þannig blóð- rúmmál meira og dreifast minna yfir í millivef en saltlausnir.25 Frá fræðilegu sjónarmiði er albúmínlausn því talin vera heppileg við bráðameðferð sjúklinga með blóðrúmmáls- minnkun og einnig við meðferð sjúk linga með afbrigðilega vökvadreifingu og mikinn bjúg.25,32 Ennfremur er albúmín talið hafa langvirkari áhrif en tilbúnar kvoðulausnir.25 Rannsóknir hafa sýnt að albúmín hefur kröftugri áhrif á blóðflæði tengda (hemodynamic) þætti líkt og mið lægan bláæða þrýsting og meðal slagæða- þrýsting (mean arterial pressure) en saltlausnir.9 Á hinn bóginn hefur ekki tekist að sýna fram á bætta útkomu sjúklinga sem fá albúmín í saman burði við saltlausnir við bráða- meðferð.25, 33-34 Þá hefur ekki verið sýnt fram á ávinning af notkun albúmín lausna fram yfir salt lausnir hjá sjúk lingum með lágan styrk albúmíns í blóð vökva.35 Athyglisvert er að notkun albúmín lausna hjá sjúk lingum með alvar lega höfuð áverka í kjölfar slyss virðist auka dánartíðni.36 Albúmínlausnir með lágan styrk af natríum hafa verið notaðar hjá sjúklingum með truflun á dreifingu á vökva og bjúg með það að markmiði að draga vökva úr millivef inn í innanæðarýmið til að bæta virkt blóðrúmmál og auka þannig blóðflæði til nýrna og útskilnað á natríum og vatni. Þessi notkun á albúmínlausnum er mjög sérhæfð og ætti við þessar aðstæður ætíð að vera í höndum sérfræðinga.32 Tilbúnar kvoðulausnir Mikill kostnaður við notkun albúmínlausna leiddi til þróunar tilbúinna kvoðulausna. Dæmi um tilbúnar kvoðulausnir eru hýdroxý- etýlsterkja (HES) og gelatín.25 Þekkt er að HES safnast upp í vefjum eins og húð, lifur og nýrum og lausnin getur valdið blóðstorku röskun, einkum fíbrínsundrun (fibrinolysis).25 Mælt er gegn notkun allra tilbúinna kvoðu- lausna við bráðameðferð vegna skorts á rann- sóknum sem sýna fram á ávinning þeirra fram yfir saltlausnir og aukins kostnaðar. Þá hafa rannsóknir sýnt að HES eykur áhættu á bráðum nýrnaskaða og hefur einnig tengsl við aukna dánartíðni.9,25,37 Notkun þessara vökva- tegunda hefur því farið ört minnkandi hér á landi. Val á viðeigandi tegund og skömmtun vökva Meðferð blóðrúmmálsminnkunar felst í að meta og meðhöndla undirliggjandi orsök vökva taps, greina raskanir á jónefna- og sýru- og basajafnvægi ásamt því að bæta upp vökva- tapið. Öll þessi atriði hafa áhrif á val á tegund vökva og hraða innrennslis (Tafla II).1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.