Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 130

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 130
R an ns ók na rv er ke fn i þ rið ja á rs n em a 13 0 Pneumókokka mótefnavakaleit í þvagi. Gagnsemi Binax NOW S. pneumoniae prófsins og tengsl við sjúkdómsmynd María Rós Gústavsdóttir4, Helga Erlends dóttir1,4, Agnar Bjarnason2, Magnús Gottfreðsson3,4 1Sýkla­ og veirufræðideild­, 2Smitsjúkdóma deild­, 3Vísindadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, 4Læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumó- kokkur) er Gram-jákvæð baktería sem oft er eðlilegur hluti örveruflóru öndunarfæra mannsins. Hana má finna í nefkoki heilbrigðra barna og fullorðinna en hún getur einnig verið alvarlegur sjúkdómsvaldur (e. pathogen). Hún er algengasta bakterían sem veldur eyrnabólgu í börnum, en getur valdið heilahimnubólgu og alvarlegum blóðsýkingum bæði hjá börnum og fullorðnum. Þá er hún einn algengasti sýkingavaldur lungnabólgu, sem getur stundum verið alvarleg og lífshótandi þar sem klínískur gangur getur verið mjög hraður. Því er mikilvægt að greina sjúkdóminn á sem skemmstum tíma til þess að geta brugðist fljótt og rétt við. Binax NOW S. pneumoniae greiningapróf mælir mótefnavaka pneumókokka í þvagi. Markmið rannsóknarinnar var að meta forspárgildi greiningarprófsins hjá sjúklingum með staðfesta ífarandi pneumókokkasýkingu sem og tengsl pneumókokka mótefnavaka í þvagi við alvarleika ífarandi pneumókokkasýkingar. Efniviður og aðferðir: Fyrir lágu upplýsingar um tilfelli ífarandi pneumókokkasýkinga í pneumókokka- gagnagrunni Sýklafræðideildar hjá þeim sjúklingum þar sem einnig hafði verið gerð mótefnavakaleit í þvagi (með Binax NOW S. pneumoniae prófi), á svipuðum tíma og blóðræktunin. Alvarleiki sýkinga var metinn með PSI (pneumonia severity index), CURB-65 og quick-SOFA stigunarkerfum. Sjúklingum var skipt upp í hópa eftir alvarleika sýkingar og var hlutfall jákvæðra niðurstaðna úr Binax NOW S. pneumoniae prófi borið saman milli hópa. Forspárgildi prófsins var ákvarðað með því að reikna út næmi og sértækni út frá samanburði við blóð- og hrákaræktanir. Næmi var reiknað út frá gögnum sýklafræðideildar landspítala frá árunum 2006-2017 en sértækni frá árinu 2017. Niðurstöður: Þegar blóðræktun var notuð sem gull-viðmið reyndist ræmi og sértækni Binax NOW S.pneumoniae vera 72,6% og 97,1% (flatarmál undir ROC ferli = 0,85). Þegar hrákaræktun var notuð sem gull-viðmið reyndist næmi og sértækni vera 71,4% og 89,0% (flatarmál undir ROC ferli = 0,80). Hlutfall jákvæðra niðurstaðna úr prófinu hækkaði eftir því sem alvarleiki jókst í öllum tilfellum (nema í PSI flokki 5) en hækkunin var aðeins marktæk í CURB-65 flokki 3. Hlutfall jákvæðra niðurstaðna reyndist marktækt hærra hjá þeim sem létust innan 30 daga samanborið við aðra (p=0,034 skv. Fisher’s exact prófi). Hlutfall jákvæðra niðurstaðna reyndist marktækt hærra hjá þeim sem voru lagðir inn á gjörgæslu samanborið við þá sem voru ekki lagðir inn á gjörgæslu (p=0,008 skv. Fisher’s exact prófi). Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar geta veitt betri innsýn í gagnsemi og forspárgildi Binax NOW S. pneumoniae prófsins sem og tengsl niðurstöðu prófsins við alvarleika, innlögn á gjörgæslu og 30 daga dánartíðni. Gagnlegt væri að skoða stærri rannsóknarhóp og bera saman niðurstöður milli pneumókokka hjúpgerða ásamt því að skoða áhrif niðurstaðna á sýklalyfjaval. Discovery and Analyses of Pathogenic Variants in Explanted Hearts from Primary Cardiomyopathy Patients Oddný Brattberg Gunnarsdóttir1, Jonathan Seidman PhD2, Christine E. Seidman MD2 1Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, 2Department of Genetics, Harvard Medical School, Boston, Massachusetts, USA Introduction: Dilated cardiomyopathy (DCM) and hypertrophic cardiomyopathy (HCM) are disorders of the myocardium that affect the structure and function of the heart. The primary aim of this study was to discover damaging genetic variants in myocardial tissue from patients with DCM or HCM who underwent heart transplantation. Methods: Whole exome sequencing was performed on myocardial tissue from 103 explanted hearts; 80 DCM, 13 HCM and 10 donor hearts that were not implanted. Sanger sequencing was performed to confirm loss of function variants in genes known to be linked to cardiomyopathy. RNA sequencing was conducted to confirm copy number variation deletions detected in the cohort. Burden analysis was performed by comparing the frequency of variants found in the study cohort to the frequency in the population database gnomAD. Results: Loss of function variants, deleterious missense variants or copy number variation deletions, collectively described as damaging variants, were identified in cardiomyopathy genes in 45 of all 103 samples (43.7%). Damaging variants were identified in 37 of 80 DCM samples (46.3%), 5 of 13 HCM samples (38.4%) and 3 of 10 control samples (30.0%). Analyses of variants detected in control samples showed no definitive pathogenic variants. All the 28 loss of function variants in cardiomyopathy genes found in the cardiomyopathy cases were confirmed by Sanger sequencing. Two copy number variation deletions were detected and confirmed in the cohort, both in TTN. Burden analyses showed that the genes MDK, UBE2I and MATR3, which all are highly expressed in the heart but have not previously been linked to cardiomyopathy, had a higher frequency of variants in the DCM cohort compared to the reference population with genome- wide significance (p £ 2.5E-06). Conclusions: The frequency of damaging variants that are likely pathogenic is higher in DCM cases in this cohort compared to previous studies. This could indicate that patients who develop end-stage DCM are more likely to have a genetic cause for their disease. It is also possible that more variants are found by sequencing DNA extracted from cardiac tissue versus blood. The proportion of pathogenic variants in the HCM group is slightly lower than expected in a HCM cohort which may be explained by the low number of HCM patients in the study cohort. Greining, meðferð og horfur sjúklinga með krabbamein eða meinvörp í lifur, gallgöngum eða gallblöðru 2013-2017 Rakel Hekla Sigurðardóttir1, Helgi Birgisson2, Jón Gunnlaugur Jónasson1,3, Agnes Smáradóttir4, Kristín Huld Haraldsdóttir1,5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameins félagið, 3Meinafræðideild LSH, 4Krabbameinsdeild LSH, 5Kviðarholsskurðdeild LSH Inngangur: Krabbamein í lifur og gallgangakerfi, þar með talið gallblöðru, eru illvígir sjúkdómar sem hafa yfirleitt slæmar horfur. Krabbamein í lifur er sjötta algengasta tegund krabbameina á heimsvísu en er mun sjaldgæfari á Íslandi vegna lægri tíðni helstu áhættuþátta. Þó hefur verið leitt að því líkum að tíðnin muni fara vaxandi vegna aukinnar tíðni lífsstíls- og lifrarsjúkdóma. Lifrarfrumukrabbamein (e. Hepatocellular carcinoma, HCC) eru um 70- 85% allra krabbameina í lifur. Gallgangakrabbamein (e. cholangiocarcinoma, CCA) eiga uppruna sinn frá gallgangafrumum en þeim má skipta eftir staðsetningu í þrjá flokka (iCCA, pCCA og dCCA) en þau eru sjaldgæf. Gallblöðrukrabbamein eru mjög illvíg og hafa yfirleitt slæmar horfur nema þau séu greind fyrir tilviljun í gallblöðruaðgerð. Meinvörp í lifur eru algengustu æxlin sem koma þar fyrir. Þau sem eiga uppruna frá ristli eða endaþarmi má oft lækna með skurðaðgerð, en skurðaðgerð er eina meðferðin með von um lækningu hjá öllum þessum krabbameinum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er liður í inn- leiðingu gæðaskráningar á LSH fyrir ofangreind krabba mein. Listi yfir sjúklinga með umræddar greiningar fékkst frá Krabbameinskrá og upplýsingar voru því næst fengnar úr sjúkraskrá og skráðar í þar til gerð skráningareyðublöð sem voru unnin að sænski fyrirmynd. Samanburður var að lokum gerður við sænsku krabbameinsskránna. Sérstök áhersla var á skurðmeðferð. Niðurstöður: Alls greindust 73 með krabbamein í lifur. Þar af voru 66 greindir með HCC, sem gerir aldursstaðlað nýgengi HCC 3,9 á 100.000. 52% þeirra voru með tengdan lifrarsjúkdóm við greiningu á Íslandi en 71% í Svíþjóð (p<0,001), en 52% á Íslandi á móti 66% í Svíþjóð voru með skorpulifur (p=0,03). 45% HCC sjúklinga á Íslandi voru með sykursýki við greiningu. 60% á Íslandi fóru í einhverskonar meðferð, en aðeins 23% á móti 37% í Svíþjóð fóru í læknandi skurðaðgerð (p=0,03). Alls greindust 25 með CCA þar af 15 með iCCA, 9 með pCCA og einn með óskilgreint CCA. Í heildina greindust 13 með krabbamein í gallblöðru en þar af greindist einn með paraganglioma í gallblöðru en 12 með gallblöðrukrabbamein. 38 sjúklingar fóru í skurðaðgerð vegna meinvarps í lifur. Alls voru 63% greindra tilfella á Íslandi tekin fyrir á samráðsfundi við greiningu en tæp 93% í Svíþjóð (p<0,001). Þar af voru 34% á Íslandi sem fóru í aðgerð innan 21 dags frá samráðsfundi en 21% í Svíþjóð (p=0,05). Fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á hverja 100.000 íbúa voru 2-8 á Íslandi á móti 5-11 í Svíþjóð. Fylgikvillatíðni >2 á Clavien Dindo skalanum var 42,6% á Íslandi en 34,9% í Svíþjóð (p=0,23). Miðgildi legudaga eftir aðgerð voru 6 dagar bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Ályktun: Nýgengi HCC hefur aukist töluvert á Íslandi frá fyrri rannsóknum. Mun færri eru með undirliggjandi lifrarsjúkdóm eða skorpulifur við greiningu en þekkist erlendis en miðað við Ísland hefur orðið aukning þar á. Nýgengi iCCA virðist vera að hækka á meðan nýgengi pCCA stendur í stað en helmingi fleiri greindust með iCCA en pCCA. Nýgengi gallblöðrukrabbamein virðist standa í stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.