Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 72

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 72
Fr óð le ik ur 7 2 misserum. Það á alltaf að vera til ein hver matur en kannski er ekki alltaf til nákvæm- lega mat urinn sem er á mat seðlinum. Sigrún og Eygló telja það vera kostinn við sjálfs- afgreiðslu. Fólki sem er umhugað um matar- sóun fagnar því að réttur klárist. Það er kannski einhver menning sem þarf að þróa hér á Landspítalanum. „Við erum öll í því átaki í sameiningu því það er gríðarlega mikið af lífrænu sorpi frá eldhúsinu.“ segja þær. Var alltaf planið að hafa þetta þannig að fólk gæti fengið sér af salatbarnum, kjötréttinn og grænmetisréttinn? „Já, eftir þessa könnun árið 2017. Okkur fannst svo hentugt að fólk gæti fengið sér smá grænmetisrétt og smá kjötrétt ef það vildi bæði. Eins að geta fengið sér mikið salat og svo lítið af aðalréttinum t.d. einn laxabita og ekki þurft að fá sér kartöflurnar með. Það er ekki að ástæðulausu að salatið er fremst í skömmtunarlínunni.“ segja Sigrún og Eygló. Er allur matur eldaður hér í húsinu (Hringbraut)? Framleiðslueiningin er á Hringbraut og eldar matinn í alla matsalina og fyrir sjúklingana. Hver matsalur sér svo um að útbúa sinn salat- bar á staðnum. Er sjúklingamatseðillinn sá sami? Unnið er með sama grunninn. Sjúklinga- matseðillinn inniheldur náttúrulega mjög margar tegundir fæðis en eitt af því er valið í matsalinn. Allir réttir sem boðið er upp á í matsalnum henta einhverjum týpum af sjúk lingum. Súpurnar eru hins vegar ekki á sjúklingamatseðli. Þær eru bara eldaðar fyrir matsalina og því geta þær verið sterkar. Þetta var innleitt rétt fyrir breytingarnar á matsölunum. Sigrún og Eygló nefna að það sé langtíma- draumurinn þeirra að geta verið með tvö eldhús. Þær stefna á að geta aðskilið eldhús sjúklinga- og starfsfólks þegar farið verður í Meðferðarkjarnann. Eins og staðan er í dag er aðeins einn staður fyrir eldun en í nýja Meðferðarkjarnanum á að vera eldhús sem fylgir Matartorginu fyrir starfsfólk. Af hverju voru sódavatnsvélarnar teknar úr matsölunum á Hringbraut og Fossvogi? „Þetta var mikið rætt og okkur fannst þetta óþarfi. Það eiga allir að geta drukkið vatn. Sódavatn er til sölu á kaffihúsunum. Hjá öllum mötuneytunum sem við skoðuðum fyrir breytingar var ekki kolsýrt vatn í boði. Kolsýran kostar mjög mikið en þeir matsalir sem fá ekki svona flotta afgreiðslustöð fá enn sódavatn í sárabætur.“ segja Sigrún og Eygló um stóra sódavatnsmálið. Hvaða matsalir eru næstir á dagskrá? Framkvæmdir eru næst fyrirhugaðar á Tungu- hálsi og BUGL. Síðan við Snorrabraut, Landakot og Klepp. Það verður allsherjar yfirhalning á matsalnum á Landakoti svipað og í sölunum á Hringbraut og Fossvogi. Viljið þið koma einhverju sérstöku á framfæri? „Við viljum biðja starfsfólk að benda sjúk- lingum og aðstandendum á kaffihúsið en okkur langar mikið að fá líf á kaffihúsið frá klukkan tvö til fimm. Einnig viljum við heyra í fólki ef það hefur ábendingar. Það má senda okkur tölvupóst og svo erum við með Workplace síðu sem heitir ELMA. Þar koma inn tilkynningar og einnig má fólk setja inn athugasemdir. Við erum enn í mikilli vöruþróun og eigum eftir að bæta við vörum á kaffihúsin. Þegar maður opnar kaffihús með sætabrauði þá gerir maður sér enga grein fyrir því hvað fólk langar í. Þannig maður prófar eitthvað og sér hvort það gangi upp og ef ekki þá prófar maður eitthvað nýtt. Einnig er planið að bæta við allskonar hollustu á kaffihúsin á næstunni. Við innleiddum til dæmis vegan samlokur fyrir stuttu og það gekk rosalega vel í Fossvogi en alls ekki á Hringbraut. Við erum að hverfa frá ríkishugsuninni um að það eigi allir að vera eins og viljum frekar þjónusta viðskiptavini á hverjum stað eins og þeir kjósa. Þetta eru 6500 manns sem við erum að þjónusta og því ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir vilji það sama. “ segja Sigrún og Eygló. Breytingar á HÁMU í Læknagarði. Af hverju var ákveðið að breyta HÁMU í Læknagarði? Ákveðið var að ráðast í breytingar vegna fjölda fyrirspurna frá nemendum og starfsfólki um að hafa heitan mat, salatbar og almennt betra úrval. Breytingarnar hófust 2018 og allt var orðið tilbúið haustið 2019. Hverjar voru breytingarnar? „Það var nú alveg hellingur!“ segir Hafdís. Opnað var inn í kennslustofu og búið til meira pláss til að sitja og borða. Einnig var settur upp salatbar og stækkað afgreiðslurýmið til að geta haft heitan mat. Vöruúrvalið er orðið miklu betra og kominn hellingur af vegan kostum. Nú vinna tveir starfsmenn frá 11­14. „Það verður að vera þannig þegar það er heitur matur. Við fáum heita matinn sendan frá HÁMU á Háskólatorgi en salatbarinn setjum við upp sjálfar.“ segir Hafdís. Hvernig hefur fólk tekið breytingunum? „Fólk hefur tekið þessu rosalega vel. Í haust var alveg helmingsaukning á komum í matsalinn. Ég hef fengið að heyra að fólk sé ánægt með matinn en það er kominn nýr kokkur í HÁMU. Svo er fólk líka mjög ánægt með salatbarinn.“ segir Hafdís. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri við læknanema (núverandi og fyrrverandi)? „Það er bara einfalt: Ég elska þá alla upp með tölu og sakna þeirra alltaf þegar þeir fara. Mér finnst svo ofboðslega gaman þegar þeir koma hingað í heimsókn þegar þeir geta.“ segir Hafdís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.