Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 22

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 22
R itr ýn t e fn i 2 2 Alexandra Aldís Heimisdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Steinunn Þórðardóttir Öldrunarlæknir Inngangur Hér er fjallað um sjúkling sem leitaði á bráða móttöku (BMT) Landspítala háskóla- sjúkrahúss (LSH) í kjölfar innlagnar á spítala erlendis vegna slappleika og ruglástands. Framvindu sjúklingsins er fylgt eftir í tímaröð, í legu sem og eftir útskrift. Þar á eftir er fræðileg umræða um Wernicke heilakvilla, faraldsfræði, helstu einkenni, greiningu og meðferð. Tilfelli Saga núverandi veikinda 61 árs gamall maður með sögu um áfengissýki og háþrýsting leitaði á BMT í desember 2018 í kjölfar veikinda erlendis þar sem hann var þá búsettur. Hann hafði legið á spítala þar í landi í þrjá daga eftir hugsanlegt fall og hafði verið fluttur þangað ölvaður og óáttaður. Bróðir hans flaug þá út til hans er hann hafði nýlega verið lagður inn á spítala. Var hann í þeirri legu greindur með lifrarbólgu, langvinna bris bólgu og lang vinnan æða sjúkdóm í heila. Hann var settur m.a. á þíamín töflur í lágum (óþekktum) skömmtum og útskrifaður. Þeir bræður flugu til Íslands og leituðu beint á BMT hérlendis. Við komu á BMT mundi maðurinn ekki eftir atburðum síðustu daga og var óáttaður á stað og stund. Kerfakönnun Kerfakönnun var að mestu leyti neikvæð. Ekki sviði við þvaglát eða tíð þvaglát en dræmur útskilnaður síðustu sólarhringa. Samkvæmt ættingjum voru ekki merki um vitræna skerðingu áður en hann flutti til útlanda haustið 2018. Ekki fékkst næringarsaga eða nákvæmari saga um inntöku áfengis. Fyrra heilsufar 1. Háþrýstingur. 2. Áfengissýki. 3. Brisbólga fyrir 15-20 árum. Lyf við komu Engin. Ofnæmi Ekki þekkt. Venjur Misnotkun áfengis í meira en 30 ár. Neitaði reykingum og notkun annarra vímuefna. Félagssaga Einhleypur og barnlaus. Leigði herbergi í íbúð með öðrum. Skoðun Lífsmörk: Blóðþrýstingur 92/64 mmHg, önnur lífsmörk eðlileg. Almennt: Óáttaður á stað og stund, virtist slappur og gaf ekki góða sögu. Taldi sig vera í erlendri borg og að það væri fimmtudagurinn 6. júní 2010. Ekki bráðveikindalegur. Höfuð og háls: Ekki þreifuðust eitlastækkanir á hálsi. Átti erfitt með að halda höfði uppréttu. Brjóstkassi: S1 og S2 greindust án auka- og óhljóða. Reglulegur taktur. Lungu hrein og jöfn við hlustun. Kviður: Mjúkur og eymslalaus. Garnahljóð heyrðust. Ekki þreifuðust fyrirferðir. Heilataugar: Lárétt augntin (nystagmus), virðist vera beggja vegna en erfitt að meta vegna ástands sjúklings og einnig erfitt að meta stefnu augntins. Augnhreyfingar að öðru leyti eðlilegar. Ljósop brugðust jafnt og eðlilega við ljósi beint og óbeint. Eðlilegt skyn í andliti og andlitshreyfingar symmetrískar. Eðlilegir og symmetrískir vöðvakraftar við að líta yfir öxl og yppa öxlum gegn viðnámi. Útlimir: Potbjúgur ++ á sköflungum. Radialis púlsar þreifuðust samhverfir, reglulegir og kröftugir. Fínlegur skjálfti sást í höndum. Kraftar í griplimum voru symmetrískir og gróft metnir eðlilegir. Erfitt að meta krafta í ganglimum þar sem sjúklingur fann til við að hreyfa þá, en virtust þó eðlilegir. Ekki fengust upplýsingar um skyn eða reflexa. Samhæfing: Fínhreyfingar handa eðlilegar. Fingur-nef próf eðlilegt, en hæl-hné próf ekki framkvæmt vegna verkja. Sjúklingur gekk gleiðspora með stuðningi. Uppvinnsla og meðferð á bráðamóttöku Blóðprufur sýndu töluverða hækkun á gamma-GT, lækkun á albúmíni, hækkun á kreatín íni og vægar rafvakabrenglanir en Wernicke-Korsakoff heilkenni Tilfelli af öldrunarlækningadeild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.