Læknaneminn - 01.04.2020, Page 39

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 39
R itr ýn t ef ni R itr ýn t e fn i 3 9 takmarka upphaflegan vökvaskammt við 2-3 lítra. Vegna þessara vandkvæða er brýnt að vökvagjöf fyrir sjúklinga með bjúg og röskun á dreifi ngu vökva sé stýrt af reyndum læknum. Þvagræsi lyf ætti að nota með varúð þar sem þau geta minnkað blóðrúmmál og ætti fremur að leitast við að draga úr vökvagjöfinni. Náin vöktun vökva jafnvægis er forsenda árangurs vökva meðferðar hjá bráðveikum sjúklingum og er mælt með nákvæmri skráningu vökva- gjafar og vökva útskilnaðar og daglegri þyngdar mælingu ásamt klínísku mati á þróun vökva söfnunar með vandaðri líkamsskoðun. Enn fremur er mikilvægt að fylgjast með jón- efnum í sermi daglega.32 Uppbótarmeðferð Val á vökva til uppbótar fer eftir hvernig vökvatap hefur atvikast og hvort jónefna- raskanir eru til staðar. Ef um blóðtap er að ræða er almennt notast við 0,9% NaCl, vegnar saltlausnir eða viðeigandi kvoðulausnir, ásamt blóðgjöf ef við á. Uppbótarmeðferð vegna taps á vökva um meltingarveg eða þvagveg fer yfir leitt eftir eðli tapsins en 0,9% NaCl, vegnar salt lausnir, glúkósa- og saltlausn (með eða án kalíum uppbótar) og 5% glúkósa- lausn eru allar notaðar í þessum tilfellum. Almennt er ekki mælt með kvoðulausnum fyrir uppbótarmeðferð.32 Mælt er með því að leiðrétta vökvaskort sem myndast hefur yfir lengri tíma varlega á nokkrum dögum nema brýn þörf sé á vökva- uppbót eða leiðréttingu alvar legra jónefna- raskana á borð við svæsna blóðkalíum lækkun. Hröð leiðrétting á vökva- og jónefna skorti getur valdið alvar legum fylgi kvillum, til dæmis osmósu afmýlingar heilkenni ef langvinn blóðnatríum lækkun er leiðrétt of hratt.32 Viðhaldsmeðferð Völ er á ýmsum tegundum vökva til viðhalds- meðferðar og hafa miklar umræður farið fram um hvaða vökvi sé besti valkosturinn. Álitið hefur verið að 0,9% NaCl hafi of háan natríum- og klóríðstyrk til að teljast ákjósan- leg lausn fyrir viðhaldsmeðferð þar sem hún getur valdið upphleðslu á natríum og vatni, auk þess sem hár styrkur klóríðs í geti leitt til blóðsýringar með blóðklóríðhækkun. Vegnar saltlausnir eru skárri kostur þar sem þær inni halda minna natríum og klóríð og ættu því síður að valda þessum röskunum. Þær innihalda einnig önnur jónefni sem gefa þarf þegar viðhaldsmeðferð er beitt. Glúkósalausnir henta vel til að gefa frítt vatn því glúkósinn flyst greiðlega inn í frumur og vatnið dreifist jafnt um vökvahólf líkamans. Því eru glúkósa- lausnir gagnlegar til að koma í veg fyrir vatns þurrð, auk þess sem glúkósinn hindrar ketóna myndun af völdum vannæringar, jafnvel þótt sykrungurinn komi lítið til móts við næringar þörf. Notkun glúkósalausna getur leitt til blóðsykurshækkunar hjá sjúklingum með sykursýki eða skert sykurþol og þarf því að fylgjast grannt með blóðsykri hjá þeim sjúklingahópi.27 Þegar viðhaldsmeðferð er veitt er almennt ráð- lagt að gefa 25-30 ml/kg af vatni, 1 mmól/kg af natríum og kalíum og 50-100 g af glúkósa daglega. Skömmtun vökva og jónefna fer þó eftir aðstæðum og því er einstaklingsmiðuð nálgun nauðsynleg. Þetta á ekki síst við um skurðaðgerðir sem eru mjög mismunandi að umfangi, auk þess sem undirliggjandi kvillar geta haft þýðingu.49 Sjúklingum sem gangast undir skurðaðgerð og þurfa vökvameðferð í æð má skipta í tvo hópa eftir áhættustigi, annars vegar einstak- linga sem gangast undir minniháttar skurð- aðgerðir og teljast hafa lága áhættu og þá sem gangast undir stærri og lengri skurðaðgerðir sem hafa mun meiri áhættu í för með sér.4 Sjúklingar með lága áhættu sem fá mikið magn saltlausnar (20-30 ml/kg) hafa betri útkomu hvað varðar verki, ógleði og svima og eru fyrr tilbúnir til að fara heim.4,50-51 Sjúklingar með mikla áhættu hafa hinsvegar gagn af aðhaldssamari vökvameðferð.4,52-54 Ekki eru fyrirliggjandi skýrar leið beiningar um vökvamagn sem þeir sjúklingar ættu að fá en mælt er með að þvag útskilnaði sé haldið á bilinu 0,5-1,0 ml/kg/klst. á meðan á skurð aðgerð stendur. Enn er ekki skýrt hvort salt lausnir eða kvoðu lausnir eða sam nýting beggja tegunda lausna leiði til bestu útkomu hjá þessum sjúklinga hópi.4 Þá hafa rannsóknir notast við mis munandi skil greiningar á lágri og hárri áhættu meðal sjúklinga sem gangast undir skurð aðgerðir og því ekki hægt að setja fram einhlítar leiðbeiningar byggt á niður- stöðum þeirra. Ætíð er mikilvægt að vanda til vökvagjafar í kjölfar skurðaðgerðar, ekki síst þar sem margir sjúk lingar hafa vökvadreifingarvandamál. Fram farir í skurðlækningum, svæfinga- lækningum og með ferð sjúk linga meðan á aðgerð stendur hefur minnkað þann tíma sem sjúk lingar þurfa að vera fastandi, bæði fyrir og eftir skurð aðgerðir. Jafnvel eftir stórar aðgerðir á kviðarholi kemst meltingar vegurinn iðulega fljótt í gang á ný. Því má oft gefa fæðu og vökva um munn stuttu eftir aðgerð og þótt garna hljóð séu ekki til staðar, þá bendir það ekki endilega til þess að fæða muni þolast illa. Því ætti að stöðva vökvagjöf í æð sem fyrst í kjölfar skurðaðgerðar.27 Lokaorð Meðferð vökvarúmmálsminnkunar er algengt klínískt viðfangsefni sem snertir næstum öll svið klínískrar læknisfræði. Vökvagjöf er því áskorun sem læknar glíma daglega við í störfum sínum. Von höfunda er sú að eftir lestur þessa yfirlits hafi lesandinn öðlast betri skilning á klínískri greiningu vökvarúmmálsminnkunar, kostum og göllum helstu innrennslisvökva, helstu ábendingum vökvagjafar og hvaða innrennslisvökvi er viðeigandi hverju sinni. Því ætti yfirlit þetta að styðja við vandaðar meðferðarákvarðanir þar sem vökvagjöf í æð er í öndvegi. Heimildir 1. National Clinical Guideline Centre (UK). Principles and protocols for intravenous fluid therapy. 2013 [sótt 18. desember 2019]. In: Intravenous Fluid Therapy: Intravenous Fluid Therapy in Adults in Hospital [Internet]. London, United Kingdom: Royal College of Physicians [sótt 18 Desember, 2019]. Aðgengilegt á: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/ books/NBK333103/. 2. Jóhannesson AJ, Pálsson R. Raskanir á jafnvægi vatns, jónefna og sýru og basa. In: Ari J Jóhannesson, Davíð O Arnar, Runólfur Pálsson, Sigurður Ólafsson, editors. Handbók í lyflæknisfræði. 4th ed. Reykjavík, Ísland: Háskólaútgáfan; 2015. 3. Davidson SS. Davidson’s Principles and Practice of Medicine. 22nd ed. United Kingdom: Elsevier; 2014. 4. Doherty M, Buggy DJ. Intraoperative fluids: How much is too much? Br J Anaesth. 2012;109(1):69-79. 5. Klabunde RE. Renin-angiotensin-aldosterone system. Cardiovascular Physiology Concepts. 2016 [uppfært 12 August, 2016. Aðgengilegt á: https://www.cvphysiology.com/Blood%20Pressure/BP015. 6. Van der Mullen J, Wise R, Vermeulen G, et al. Assessment of hypovolaemia in the critically ill. Anaesthesiol Intensive Ther. 2018;50(2):141-9 7. Taghavi S, Askari. R. Hypovolemic shock. Treasure Island, FL, United States of America. StatPearls; 2019. Aðgengilegt á: https://www.ncbi. nlm.nih.gov/books/NBK513297/. 8. Dossetor JB. Creatininemia versus uremia. The relative significance of blood urea nitrogen and serum creatinine concentrations in azotemia. Ann Intern Med. 1966;65(6):1287-99. 9. Martin GS, Bassett P. Crystalloids vs. colloids for fluid resuscitation in the intensive care unit: A systematic review and meta-analysis. J Crit Care. 2019;50:144-54. 10. Baskett PJ. ABC of major trauma. Management of hypovolaemic shock. BMJ. 1990;300(6737):1453-7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.