Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 54
Fr óð le ik ur 5 4 Augmented útlimaleiðslur (Mynd 7) • aVL: Vinstri handleggur er jákvæð leiðsla og hinir útlimirnir neikvæð leiðsla. Angle of orientation er -30° • aVR: Hægri handleggur er jákvæð leiðsla og hinir útlimir neikvæð leiðsla. Angle of orientation er -150° • aVF: Fótleggir eru jákvæð leiðsla og hinir útlimir neikvæð leiðsla. Angle of orientation er +90° Brjóstleiðslur (Mynd 8) • Sex leiðslum er komið fyrir á bringunni í láréttu plani. • Skoða rafvirkni sem fer í áttina til hverrar leiðslu. V2, V3, V4 Anterior hópur I, aVL, V5, V6 Vinstri lateral hópur II, III, aVF Inferior hópur aVR, V1 Hægri ventricular hópur Skipulag við úrlestur hjartalínurits 1. Hraði Oftast er EKG tækið búið að reikna hraðann út en þó má nokkuð auðveldlega komast að hraðanum sjálfur. Ef takturinn er reglulegur er best er að finna QRS-komplex sem fellur á þykka línu (á stórum kassa) og telja þykku línurnar að næsta QRS-komplex. Ef næsti komplex lendir á fyrstu línu á eftir er hraðinn 300 slög/mín, næsta lína 150 slög/mín, þriðja 100 slög/mín, fjórða 75 slög/mín, fimmta 60 slög/mín og sjötta 50 slög/mín (300 - 150 - 100 - 75 - 60 - 50). Ef takturinn er óreglulegur má telja 30 stóra reiti (6 sekúndur), telja fjölda QRS-komplexa á því bili og margfalda þá tölu með 10. Það er líka hægt að telja alla QRS-komplexa á rhythm strip og margfalda með 6. 2. Taktur Hjartað slær í eðlilegum takti frá 60 til 100 slög/mín. Talað er um hjartsláttaróreglu þegar það verður truflun í hraða, reglu (regularity), uppruna eða leiðslu rafboðanna. Mikilvægt er að geta greint hjartsláttaróreglu á hjartalínuriti þar sem hún getur verið lífshættuleg. Best er að skoða rhythm strip sem er oftast leiðsla tvö og neðst á blaðinu þegar maður greinir hjartsláttaróreglu. Sinus takttruflanir: Þegar hjartað slær í sinus takti er alltaf P-bylgja á undan öllum QRS-komplexum. Sinus tachycardia: Hraðtaktur er skilgreindur sem hjartsláttur yfir 100 slög/mín. Það er eðlilegt til dæmis við áreynslu en getur einnig verið einkenni hjartabilunar eða lungna- sjúkdóms. Þá getur hraðtaktur verið eina einkenni ofvirks skjaldkirtils hjá eldra fólki. Sinus bradycardia: Hægtaktur er skilgreindur sem hjartsláttur undir 60 slög/mín. Ein stak- lingar í mjög góðu formi eru oft með 35-40 slög/mín. Helsta orsök hægtakts eru lyf eins og beta-blokkar, kalsíumganga- blokkar og ópíóðar. Getur orsakast af aukinni virkni í flakktaug og valdið yfirliði. Sinus arrest: Sinus arrest er þegar sinus hnúturinn hættir að senda rafboð. Þá verður flöt lína á hjartalínuritinu án merkja um raf- virkni og er kallað asystola. Oftast tekur þó einhver annar hluti hjartans við gangráðs- hlutverkinu ef sinus hnúturinn bilar og þá sjást escape slög. Supraventricular takttruflanir Gáttaflökt (atrial flutter) • Hringsól í gáttinni (Mynd 9). • Reglulegur taktur (2:1, 3:1, 4:1 blokk). • Sagtenntar bylgjur endurspegla hringsólið (rafboðin fara hring eftir hring) sem eru mest áberandi í inferior leiðslum enda liggur braut gáttaflökts vanalega milli neðri holæðar (inferior vena cava) og þríblöðkuloku (istmus eða haft) og svo upp í þak hægri gáttar. Í brjóstleiðslum erum við að horfa þvert á þessa braut og því er þar gjarnan flatneskja. • Hraðinn í gáttum: 250-350 slög/mín sem endurspeglar þann tíma sem tekur að fara einn hring í hægri gátt. • Hraðinn í sleglum: ½, ⅓, ¼ af hraða í gáttum. Það er að segja sleglahraði (púls) vanalega um 150 slög/mín eða 75 slög/mín en getur þó breyst slag frá slagi allt eftir því hversu treg leiðnin er í AV-hnútnum. Sympatíkus eykur leiðsluhraðann og flakktaug eða beta-blokkerar hægja á leiðninni. Við 2:1 blokk getur verið erfitt að greina flutterbylgjurnar en með því að beita nuddi á hálsslagæð (carotis) má hægja á leiðni AV-hnútsins en við það hægir Mynd 7. Augmented útlimaleiðslur Mynd 8. Brjóstleiðslur. V1 er komið fyrir í fjórða millirifjabili hægra megin við bringubeinið, V2 í fjórða millirifjabili vinstra megin við bringubeinið, V4 í fimmta millirifjabili í midclavicular línu vinstra megin, V3 á milli V2 og V4, V6 er komið fyrir í fimmta millirifjabili í midaxillary línu vinstra megin og V5 á milli V4 og V6. Mynd 6. Útlimaleiðslur Leiðsla I 0° - - -+ + + +90°+60° +120° -30° -150° Leiðsla aVLLeiðsla II Leiðsla aVRLeiðsla III + Leiðsla aVF V1 V2 V3 V4 V5 V6 V1 V2 V3 V4 V5 V6 Aftur Fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.