Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 61
R
itr
ýn
t
ef
ni
Fr
óð
le
ik
ur
6
1
Frá sérfræðingum:
Bein grær á 6-12 vikum að staðaldri og það
tekur 2 vikur fyrir beinbris (callus) að byrja að
myndast og það er sá rammi sem maður hefur
til að grípa inn í í flestum tilfellum og því best
að fylgja eftir legu brota eftir 7-10 daga. Þá
er þessi tími oft styttri hjá börnum og rétt að
fylgja eftir innan 5-7 daga.
Röntgen
Elskarðu myrkur og skammdegisþunglyndi?
Hatarðu að tala við fólk? Ef svo er þá er
röntgen fyrir þig. Á röntgen er oftast hægt að
fá gott kaffi og kakó sem er algjör nauðsyn til
að halda sér vakandi. Njóttu þess að hafa það
huggulegt í myrkrinu meðan þú reynir að átta
þig á anatómíunni.
Frá okkur:
Við grun um heilblóðfall (stroke) er fyrsta
mynd greining alltaf tölvusneiðmynd án
skugga efnis til að útiloka blæðingu. Blæðing
er hvít á mynd inni. Segulóms skoðun (MRI)
er besta rann sóknin til að meta mein mynd í
höfði. Það sem gagn legt er að vita við skoðun
blóðþurrðar slags er:
T1: vatn er dökkt. Best til að skoða anatómíu
heilans.
T2: vatn er hvítt og þar af leiðandi mænuvökvi
einnig.
Diffusion: besta aðferðin til að meta ferskt
heiladrep. Svæðið litast hvítt vegna skerðingar
flæði vatns þar um.
ADC: ef blóðþurrðarslagið er innan viku
gamalt verður það svart á þessari mynd.
Frá sérfræðingum:
Nýrnabólga (pyelonephritis) og brisbólga
(pancreatitis) eru fyrst og fremst klínískar/
biokemískar greiningar og krefjast ekki
myndgreiningar.
Það er ekki hægt að meta innankúpuþrýsting
með myndgreiningu - til þess þarf beina
þrýstingsmælingu.
Bráðamóttaka
Áður en gengið er inn á bráðamóttökuna er
gott að vera búin að prenta út kort af deildinni,
en mikil hætta er á að villast þar og finnast
ekki aftur fyrr en tveimur vikum seinna. Oft
á tíðum er mikill asi á bráðamóttökunni en
einnig fullt af lærdómstækifærum. Hér er
gott tækifæri til að æfa sig í alls konar grunn
atriðum til dæmis að setja upp æðaleggi, taka
blóðræktanir og sauma sár.
Frá okkur:
Gott er að kunna Ottawa ökkla regluna en
hana notum við til að meta hvort þörf er
á röntgen mynd af ökkla við áverka. Taka
á mynd ef sjúklingar hafa verk á malleolar
svæðum og eru aumir við þreifingu á lateral
eða medial malleolus. Sama gildir um þá
sem hafa verk á miðfætis (midfoot) svæði og
eru aumir við þreifingu á fimmta metatarsal
eða navicular beini. Sjúklingar sem ekki eru
aumir við þreifingu en eru verkjaðir og geta
ekki sett þunga á fótinn ættu einnig að fara
í myndatöku.
Frá sérfræðingum:
Öndunartíðni er það lífsmark sem spáir best
fyrir um hvort sjúklingur sé alvarlega veikur
en jafnframt oft það lífsmark sem verst er
skráð.
Áverkar á miðhluta fótar eru erfiðir í greiningu.
Mar undir il sést sjaldan við einfaldar
tognanir og getur verið merki um Lisfranc
brot. Næmi venjulegra röntgenmynda er bara
um 50% til að greina þessi brot, ef sjúklingur
er með mikil einkenni eða getur ekki borið
þunga á fæti innan viku ætti að íhuga frekari
myndgreiningu.
Geðdeild
Ef þú vilt síður snerta fólk en elskar að spjalla
þá er geðið staðurinn fyrir þig. Stofugangar
geta verið mjög fjölbreyttir, maður getur tekið
sér tvær klukkustundir í að spjalla við fólk um
félagssögu þess (maður byrjar helst á hvernig
meðganga gekk hjá móður viðkomandi) eða
tekið sér fimm mínútur í að haka við allar
mögulegar gerðir af hugsanatruflunum og
ljúka samtalinu þar.
Frá okkur:
Gott er að þekkja skil á jákvæðum og nei-
kvæðum einkennum geðrofssjúkdóma sem
og vitrænum einkennum. Einnig að muna
að fólk í geðrofi er oft með skýra meðvitund,
eðlilega vitsmuni og er áttað á stað og stund
en er með skert innsæi ólíkt óráði þar sem fólk
er oft með breytilega meðvitund og óáttað.
Frá sérfræðingum:
Það að einstaklingur sýni geðræn einkenni
þýðir ekki endilega að viðkomandi sé með
geðsjúkdóm.
Áður en hafin er meðferð með þunglyndis-
lyfjum er mikilvægt er að kanna hvort
sjúklingur sé með fyrri sögu um örlyndislotur
og hvort geðrofssjúkdómar séu í ættarsögu.
Þunglyndislyf geta orsakað að einstaklingur
fari í örlyndislotu.
Mikilvægt er að mæla blóðþéttni lithíums
reglulega. Meðal annars geta algeng lyf á borð
við NSAID, þvagræsilyf og ACE hemlar
brenglað blóðþéttni lithíums. Auk þess geta
uppköst, niðurgangur eða jafnvel of mikil eða
of lítil neysla á vatni haft áhrif á blóðþéttni
lithíums.
Geðrofslyf geta hækkað prólaktín og þar með
haft áhrif á tíðarhring og frjósemi kvenna.
LATERAL
MEDIAL
Posterior
edge or tip
of lateral
malleolus
Base of the
5th metatarsal
Navicular
Posterior
edge or tip
of medial
malleolus
6cm
6cm
Malleolar zone
Midfoot zone
TAKTU
BARA
NÚMER
Bæ
ja
rl
in
d
2,
2
01
K
óp
av
og
i
–
5
54
1
41
4
Engar tímapantanir