Læknaneminn - 01.04.2020, Side 61

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 61
R itr ýn t ef ni Fr óð le ik ur 6 1 Frá sérfræðingum: Bein grær á 6-12 vikum að staðaldri og það tekur 2 vikur fyrir beinbris (callus) að byrja að myndast og það er sá rammi sem maður hefur til að grípa inn í í flestum tilfellum og því best að fylgja eftir legu brota eftir 7-10 daga. Þá er þessi tími oft styttri hjá börnum og rétt að fylgja eftir innan 5-7 daga. Röntgen Elskarðu myrkur og skammdegisþunglyndi? Hatarðu að tala við fólk? Ef svo er þá er röntgen fyrir þig. Á röntgen er oftast hægt að fá gott kaffi og kakó sem er algjör nauðsyn til að halda sér vakandi. Njóttu þess að hafa það huggulegt í myrkrinu meðan þú reynir að átta þig á anatómíunni. Frá okkur: Við grun um heilblóðfall (stroke) er fyrsta mynd greining alltaf tölvusneiðmynd án skugga efnis til að útiloka blæðingu. Blæðing er hvít á mynd inni. Segulóms skoðun (MRI) er besta rann sóknin til að meta mein mynd í höfði. Það sem gagn legt er að vita við skoðun blóðþurrðar slags er: T1: vatn er dökkt. Best til að skoða anatómíu heilans. T2: vatn er hvítt og þar af leiðandi mænuvökvi einnig. Diffusion: besta aðferðin til að meta ferskt heiladrep. Svæðið litast hvítt vegna skerðingar flæði vatns þar um. ADC: ef blóðþurrðarslagið er innan viku gamalt verður það svart á þessari mynd. Frá sérfræðingum: Nýrnabólga (pyelonephritis) og brisbólga (pancreatitis) eru fyrst og fremst klínískar/ biokemískar greiningar og krefjast ekki myndgreiningar. Það er ekki hægt að meta innankúpuþrýsting með myndgreiningu - til þess þarf beina þrýstingsmælingu. Bráðamóttaka Áður en gengið er inn á bráðamóttökuna er gott að vera búin að prenta út kort af deildinni, en mikil hætta er á að villast þar og finnast ekki aftur fyrr en tveimur vikum seinna. Oft á tíðum er mikill asi á bráðamóttökunni en einnig fullt af lærdómstækifærum. Hér er gott tækifæri til að æfa sig í alls konar grunn atriðum til dæmis að setja upp æðaleggi, taka blóðræktanir og sauma sár. Frá okkur: Gott er að kunna Ottawa ökkla regluna en hana notum við til að meta hvort þörf er á röntgen mynd af ökkla við áverka. Taka á mynd ef sjúklingar hafa verk á malleolar svæðum og eru aumir við þreifingu á lateral eða medial malleolus. Sama gildir um þá sem hafa verk á miðfætis (midfoot) svæði og eru aumir við þreifingu á fimmta metatarsal eða navicular beini. Sjúklingar sem ekki eru aumir við þreifingu en eru verkjaðir og geta ekki sett þunga á fótinn ættu einnig að fara í myndatöku. Frá sérfræðingum: Öndunartíðni er það lífsmark sem spáir best fyrir um hvort sjúklingur sé alvarlega veikur en jafnframt oft það lífsmark sem verst er skráð. Áverkar á miðhluta fótar eru erfiðir í greiningu. Mar undir il sést sjaldan við einfaldar tognanir og getur verið merki um Lisfranc brot. Næmi venjulegra röntgenmynda er bara um 50% til að greina þessi brot, ef sjúklingur er með mikil einkenni eða getur ekki borið þunga á fæti innan viku ætti að íhuga frekari myndgreiningu. Geðdeild Ef þú vilt síður snerta fólk en elskar að spjalla þá er geðið staðurinn fyrir þig. Stofugangar geta verið mjög fjölbreyttir, maður getur tekið sér tvær klukkustundir í að spjalla við fólk um félagssögu þess (maður byrjar helst á hvernig meðganga gekk hjá móður viðkomandi) eða tekið sér fimm mínútur í að haka við allar mögulegar gerðir af hugsanatruflunum og ljúka samtalinu þar. Frá okkur: Gott er að þekkja skil á jákvæðum og nei- kvæðum einkennum geðrofssjúkdóma sem og vitrænum einkennum. Einnig að muna að fólk í geðrofi er oft með skýra meðvitund, eðlilega vitsmuni og er áttað á stað og stund en er með skert innsæi ólíkt óráði þar sem fólk er oft með breytilega meðvitund og óáttað. Frá sérfræðingum: Það að einstaklingur sýni geðræn einkenni þýðir ekki endilega að viðkomandi sé með geðsjúkdóm. Áður en hafin er meðferð með þunglyndis- lyfjum er mikilvægt er að kanna hvort sjúklingur sé með fyrri sögu um örlyndislotur og hvort geðrofssjúkdómar séu í ættarsögu. Þunglyndislyf geta orsakað að einstaklingur fari í örlyndislotu. Mikilvægt er að mæla blóðþéttni lithíums reglulega. Meðal annars geta algeng lyf á borð við NSAID, þvagræsilyf og ACE hemlar brenglað blóðþéttni lithíums. Auk þess geta uppköst, niðurgangur eða jafnvel of mikil eða of lítil neysla á vatni haft áhrif á blóðþéttni lithíums. Geðrofslyf geta hækkað prólaktín og þar með haft áhrif á tíðarhring og frjósemi kvenna. LATERAL MEDIAL Posterior edge or tip of lateral malleolus Base of the 5th metatarsal Navicular Posterior edge or tip of medial malleolus 6cm 6cm Malleolar zone Midfoot zone TAKTU BARA NÚMER Bæ ja rl in d 2, 2 01 K óp av og i – 5 54 1 41 4 Engar tímapantanir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.