Læknaneminn - 01.04.2020, Side 75

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 75
R it rý n t e fn i Fr óð le ik ur 7 5 hár séu minna fitug rétt fyrir egglos en ella.11 Ekki er vitað hvers vegna þetta er, en dæmi eru um að fólk taki pilluna einmitt vegna áhrifa hennar á húðina.3 Útferð (cervical fluid) getur einnig verið breytileg eftir staðsetningu í tíðahringnum enda breytist kirtlaseyti leghálsins eftir stigum tíðahrings.12 Þá þekkist það að kynhvöt aukist í kringum egglos og einnig að fólk finni fyrir sveiflum í andlegri líðan og geðheilsu sem hægt er að rekja til hormónasveifla tíðahringsins.13,14 Áhrif estrógens á tilfinningar eru mikil ráð- gáta. Þó er vitað að estrógen eykur serótónín- styrk og fjölda serótónín viðtaka í heilanum.15 Estrógen sveiflur geta því leitt til skap- breytinga.16 Estrógen hefur einnig áhrif á framleiðslu og áhrif endorfína sem valda sælutilfinningu og eru verkjastillandi. Þannig eru til dæmis tíðatengd mígrenisköst talin tengjast falli í estrógenstyrk.17 Þrátt fyrir þetta tala margir leghafar um að líða almennt betur eftir tíðahvörf, þegar estrógen er í minna mæli.18 Því hefur verið velt upp að mögulega hafi sveiflurnar í estrógeni truflandi áhrif á tilfinningakerfið frekar en styrkur þess einn og sér.15 Fyrirtíðaspenna (premenstrual syndrome eða PMS) er tiltölulega algengur sjúkdómur sem tengist hormónasveiflum tíðahringsins. Geðræn einkenni fyrirtíðaspennu koma yfir- leitt fram rétt fyrir tíðir og eru til dæmis skap sveiflur, geðlægð og reiði.19 Einnig er til alvar legra afbrigði af fyrirtíða spennu sem nefnist pre menstrual dysphoric disorder (PMDD).20 Ástæða þess að sumir leghafar þjást af fyrirtíða spennu meðan aðrir gera það ekki er talin vera mismikil næmni þeirra fyrir hormónabreytingum tíðahringsins.19 Tíðkast hefur að meðhöndla PMS og PMDD með pillunni þar sem hún stillir estrógensveiflum í hóf.20 Hormónagetnaðarvörn á töfluformi inni- heldur jafnan bæði tilbúið estrógen og pró- gesterón en styrkur þessara efna er misjafn eftir tegund pillunnar sem um ræðir. Getnaðarvarnar töflur eru oftast teknar í 21 dag og svo eru teknar óvirkar töflur eða pillu pása í 7 daga til þess að líkja eftir hefð- bundnum tíðahring. Pillurnar eru ýmist með jöfnum hormóna skammti eða innihalda mis- mikið magn hormóna eftir því hvar í tíða- hringnum viðkomandi ætti að vera staddur en það kallast kaflaskipt meðferð.3 Þá er einnig til svokölluð mini-pilla en hún inni- heldur eingöngu prógestín; í þeim tilgangi að lágmarka aukaverkanir. Ekki er tekin pillu- pása á mini-pillunni.21 Innbyrðing þessara efna hefur áhrif á eðlileg samskipti undir- stúku, heiladinguls og æxlunarkerfis. Þá truflast hormóna sveiflurnar sem eru venjulega kveikjan að egglosi og breytingum í legi og legháls slímu. Getnaðarvörnin er þríþætt; egglos verður ólíklegt, legið getur ekki tekið á móti og hýst fósturvísi og þykk leghálsslíman kemur í veg fyrir að sæðisfrumur komist á leiðar enda.2 Veldur pillan vanlíðan? Sem fyrr segir getur pillan haft áhrif á andlega líðan og kynlífslöngun. Vísindafólk hefur til þessa ekki gefið þessum áhrifum hennar mikinn gaum. Flestum rannsóknum á þessu efni ber þó saman um að ákveðnir hópar séu í aukinni hættu á að upplifa þessar aukaverkanir. Árið 2002 var framkvæmd safngreining á þeim rannsóknum sem höfðu á þeim tíma verið framkvæmdar á andlegum áhrifum pillunnar en rannsóknin fór fram við Lake- head háskólann í Kanada.22 Niðurstöður voru á þann veg að ef leghafar notuðu pilluna sýndu þeir almennt jafnara skap yfir tíðahringinn og upplifðu síður neikvæðar tilfinningar í kringum blæðingar, sérstaklega ef um var að ræða einfasa pillur, þ.e. með jöfnum hormónaskammti. Þó voru ákveðnir hópar sem virtust viðkvæmari fyrir nei- kvæðum áhrifum pillunnar á líðan heldur en aðrir; til dæmis fólk sem hafði sögu um þung lyndi eða aðra geð ræna kvilla, tíða- þrautir eða fyrirtíða spennu. Samkvæmt niður stöðum ranns óknarinnar virðist hlutfall pró gesteróns og estrógens einnig skipta máli hvað andlegar aukaverkanir varðar. Lægra hlutfall prógesteróns miðað við estrógen tengdist frekar neikvæðum áhrifum pillunnar á líðan þeirra sem áttu sögu um fyrirtíða- spennu á meðan hærra hlutfall prógesteróns miðað við estrógen tengdist hinsvegar frekar sömu aukaverkunum hjá þeim sem ekki höfðu slíka sögu. Þetta virðist því vera ansi marg- slungið. Það virðist einnig skjóta skökku við að sjúkdómur sem setur fólk sérstaklega í áhættu hóp gagnvart andlegum aukaverkunum pillunnar, PMS, sé einmitt meðhöndlaður með pillunni. Meðferðin virkar fyrir sum en getur gert illt verra fyrir önnur.19 En gætu þessi áhrif pillunnar verið ímyndun? Gingnell M. o.fl. vildu svara þessari spurningu H O R M Ó N A S TY R K U R Dagur 1 Dagur 14 Dagur 28 TÍÐIR Eggbússtýrihormón Gulbússtýrihormón PrógesterónEstrógen EGGLOS HORMÓNASVEIFLUR TÍÐAHRINGS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.