Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 123

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 123
R a n n s ó kn a rv e rk e fn i þ ri ð ja á rs n e m a 12 3 Æxli í munnvatnskirtlum á Íslandi á árunum 1985-2015 Anna Lilja Ægisdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson1, 2, Geir Tryggvason1, 3 og Anna Margrét Jónsdóttir1, 2 Læknadeild Háskóla Íslands1, Meinafræði­ deild Landspítalans2, Háls­, nef­ og eyrnadeild Landspítalans3 Inngangur: Munnvatnskirtilsæxli eru fjölskrúðugur hópur bæði góðkynja og illkynja æxla, sem lítið hefur verið rannsakaður hérlendis. Algengustu vefjagerðir þeirra erlendis eru mucoepidermoid carcicnoma, adenoid cystic carcinoma og pleomorphic adenoma. Aldursstaðlað nýgengi illkynja æxla í heiminum er 0,69 á 100.000 hjá körlum og 0,51 á 100.000 hjá konum. Aldursstaðlað nýgengi góðkynja æxla í Japan er 3,5 á 100.000 meðal karla og 3,3 á 100.000 meðal kvenna. Æxlin geta komið fyrir í öllum munnvatnskirtlunum en æxli í vangakirtli eru algengust og æxli í tungudalskirtli eru mjög fátíð. Aldursstöðluð dánartíðni illkynja æxla í heiminum er 0,18 á 100.000 hjá konum og 0,31 á 100.000 hjá körlum. Horfur hafa ekki breyst síðustu áratugi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða vefjagerðir munnvatnskirtilsæxla greindust hérlendis, kanna nýgengi þeirra og endurkomutíðni og hver lifun sjúklinga með munnvatnskirtilskrabbamein á Íslandi var á árunum 1985-2015. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra þeirra sem greindust með munnvatnskirtilsæxli af þekjuvefsuppruna á Íslandi á tímabilinu 1985- 2015. Leitað var að öllum góðkynja og illkynja munnvatnskirtilsæxlum í skrám meinafræðideilda LSH og SAk, skrám Vefjarannsóknarstofunnar og Krabbameinsskrá Íslands. Upplýsingar um vefja gerð, æxlisgráðu og stærð æxla fengust í vefjagreiningar svörum. Ef þær upplýsingar skorti voru sýni endurskoðuð með aðstoð meinafræðinga rannsóknarinnar. Upplýsingar um meðferð, eftirlit og endurkomur voru fengnar úr sjúkraskrám LSH. Niðurstöður: Á árunum 1985-2015 greindust 715 munnvatnskirtilsæxli hérlendis, þar af 83 illkynja æxli (11,6%). Algengustu vefjagerðir illkynja æxla voru mucoepidermoid carcinoma (24%), acinic cell carcinoma (16%) og adenoid cystic carcinoma (13%). Pleomorphic adenoma var algengast góð- kynja æxla (81%) og þar á eftir kom Warthin æxli (15%). Aldursstaðlað nýgengi illkynja æxla hjá körlum var 0,57 á 100.000 en hjá konum var það 0,77 á 100.000. Aldursstaðlað nýgengi góðkynja æxla var 5,0 á 100.000 hjá körlum en 7,0 á 100.000 hjá konum. Endurkomutíðni góðkynja æxla var 7,6% en illkynja æxla 38,6%. Fimm ára sjúkdómssértæk lifun einstaklinga með munnvatnskirtilskrabbamein var 59,4% en tíu ára lifun 49,1%. Marktækur munur var á lifun eftir æxlisgráðu. Tíu ára lifun lágráðu, meðalgráðu og hágráðu æxla var 85%, 47% og 11%, í þessari röð. Horfur sjúklinga voru óbreyttar yfir tímabilið. Ályktun: Sömu vefjagerðir munnvatnskirtilsæxla greindust hérlendis, með svipaða innbyrðis tíðni, og í öðrum Evrópulöndum sem gögnin voru borin saman við. Nýgengi munnvatnskirtilsæxla var hærra hjá konum en körlum og hefur haldist óbreytt síðustu áratugi. Endurkomu tíðni munnvatnskirtilsæxla sam ræmdist niður stöðum fyrri rannsókna. Horfur einstak linga með ill kynja æxli ultu að miklu leyti á æxlis gráðu þess, voru sam bærilegar horfum sjúklinga erlendis og voru óbreyttar yfir rannsóknartímabilið. Áhrif meðgöngulengdar á þroska barns og félagslega líðan á unglingsárum Auður Gunnarsdóttir1, Þóra Steingríms­ dóttir1,2, Ingibjörg Eva Þórisdóttir3, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, 3Háskólinn í Reykjavík Inngangur: Þekkt er að áhætta á frávikum í þroska á barnsaldri eykst með styttri meðgöngulengd og lægri fæðingarþyngd. Íslensk rannsókn frá árinu 2003 sýndi að fyrirburar fengu marktækt lægri einkunn á þroskaprófum samanborið við samanburðarbörn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að andlegir kvillar eru algengari meðal fyrirbura. Þekkt er að langvinn streita er skaðleg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl meðgöngulengdar við útkomu þroskaprófa við 5 ára aldur, kvíða og þunglyndi við 13 ára aldur og streitu við 14 ára aldur. Efniviður og aðferðir: Unnið var með gögn úr LIFECOURSE rannsókninni en þau fengust úr Fæðingarskrá Embættis landlæknis, frá Heilsu- gæslunni og úr spurningakönnunum. Þátt takendur voru 2227 börn fædd á Íslandi árið 2004. Einnig voru notaðar niðurstöður úr lífssýnum 139 barna þar sem mældur var styrkur kortisóls í munnvatni. Gerð voru tölfræðileg próf til að kanna tengsl meðgöngulengdar við þroska og félagslega líðan; kí-kvaðrat próf, t-próf, Wilcoxon próf og aðhvarfsgreining með línulegum og tvíkosta líkönum. Niðurstöður: Ekki fundust tengsl milli fyrirburðar og skertrar frammistöðu á þroskaprófi. Fyrirburar fengu að meðaltali 0,16 stigum (af 10 mögulegum) hærra á þroskaprófi en munur var ekki marktækur. Hvorki flokkuð meðgöngulengd (fyrirburi/fullburi) né meðgöngulengd í vikum höfðu marktæk tengsl við frammistöðu á þroskaprófi. Fyrirburður hafði ekki marktæk tengsl við aukin þunglyndiseinkenni eða kvíða. Fyrirburar höfðu að meðaltali minni slík einkenni þó munur reyndist ekki marktækur. Auk þess voru ekki tengsl milli meðgöngulengdar og ofantaldra einkenna og hið sama átti við um flokkaða meðgöngulengd. Ekki reyndist heldur vera munur milli fyrirbura og fullbura hvað varðar streitusvar, CAR (cortisol awakening response), né tengsl milli meðgöngulengdar í vikum og CAR. Ekki var marktækur munur á CAR milli mismunandi flokka meðgöngulengdar. Ályktanir: Ekki fundust tengsl milli meðgöngulengdar við fæðingu og breyta sem tengjast þroska barna og andlegri líðan og streitumerkja á unglingsárum. Þessar niðurstöður eru í nokkru ósamræmi við erlendar og innlendar rannsóknir um sama efni. Rannsóknin tók til heils árgangs barna á öllu Íslandi og var gagnasöfnun að mestu stöðluð. Þetta er fyrsta rannsókn á heimsvísu sem sameinar lífvísa og spurningalista sem snúa að streitu hjá árgangi barna á landsvísu. Helstu veikleikar rannsóknarinnar snúa að því að þó nokkur hluti árgangsins tók ekki þátt í rannsókninni og að ekki eru til fullkomin gögn hvað varðar alla þætti rannsóknarinnar. Þetta veldur hættu á valbjögun og minnkar tölfræðilegt afl umtalsvert því fyrirburar eru hlutfallslega fáir. Þrátt fyrir ofangreinda veikleika benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að andleg líðan fyrirbura sé ekki verri en jafnaldra þeirra síðar á ævinni og að þeir standi sig ekki verr á þroskaprófum. Mæling QT-bils hjá ungu fólki með geðrofssjúkdóma Bjarndís Sjöfn Blandon1, Halldóra Jónsdóttir1,2, Nanna Briem2, Oddur Ingimarsson2, Sigfús Örvar Gizurarson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsvið Landspítalans, 3Lyflækningasvið Landspítalans Inngangur: Geðrofssjúkdómar einkennast af geðrofi. Helsta einkenni geðrofs er skortur á raunveruleika- tengslum sem felur í sér eitt eða fleiri geðrofseinkenni en til þeirra teljast m.a. ranghugmyndir, ofskynjanir og hugsanatruflun. Meðferð og horfur geðrofssjúkdóma hafa gjörbreyst frá því fyrstu geðrofslyfin komu á markað um miðja seinustu öld. Rannsóknir hafa þó sýnt að einstaklingar með alvarlega geðrofssjúkdóma, s.s geðklofa, lifa 22.5-25 árum skemur en fólk gerir almennt. Aðaldánarorsök þessa hóps eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þekkt er að mörg geðrofslyf geta valdið breytingum á hjartalínuriti. Þá er aðallega átt við lengingu á QT-bili og breytingum á T-bylgju. Lengt QT-bil er áhættuþáttur fyrir takttruflunum í hjarta og þá sérstaklega Torsade de Pointes sem getur leitt til skyndidauða. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort ungt fólk með fyrsta geðrof sem sækir endurhæfingu á Laugarási sé með lengingu á QT-bili. Jafnframt að skoða hversu mikil lengingin er og hvort ákveðin geðrofslyf valdi meiri lengingu en önnur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var þversniðs- rannsókn en öllum þjónustuþegum Laugarássins sem taka geðrofslyf að staðaldri stóð til boða að taka þátt. Þátttakendur voru 50. Spurningalisti um lýðfræðilega þætti var lagður fyrir þátttakendur, þyngd og blóð- þrýstingur mældur og tekið hjartalínurit. Gömul hjartalínurit þátttakenda voru skoðuð til samanburðar og núverandi lyfjameðferð skráð niður. Einnig voru gögn úr Refine Reykjavík rannsókn Hjartaverndar notuð til samanburðar. Upplýsingum var safnað í Excel og fór tölfræðiúrvinnslan fram í því forriti ásamt tölfræðiforritinu R. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 26 ár og 84% voru greindir með geðklofa. Karlar voru í meiri- hluta eða 78% þýðis. Helmingur þátttakenda reykti að staðaldri og 64% drukku mikið af koffíndrykkjum. Blóð þrýstingur mældist marktækt hærri en í samanburðar hópi auk þess sem 11 þátttakendur voru með hraðtakt. Enginn mældist með lengt QT-bil en meðallengd QTcF-bils var 404 ms tölvumælt og 396 ms handmælt. QTc-bilið var þó marktækt lengra hjá rannsóknarþýðinu miðað við samanburðarhóp og munaði þar 16.6 ms hjá körlum og 18.6 ms hjá konum. Þrír þátttakendur höfðu áður mælst með lengingu og má leiða líkur að því að í tveimur tilfellum hafi það verið lyfjatengt. Munur á tölvumældum og handmældum gildum var að meðaltali 8.1 ms og reyndist marktækur en tölvuheilinn virðist gjarnan ofmeta bilið. 70% þátttakenda áttu eldra rit í kerfinu. Ekki var marktækur munur á fyrsta riti og því nýjasta en hjá sumum hafði QT-bilið lengst og hjá öðrum hafði það styst. Í heildina nam lengingin á tölvumælda QTcF-bilinu 2.4 ms milli mælinga. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hinn almenni þjónustuþegi á Laugarási sé ekki með lengt QT-bil þrátt fyrir háa tíðni fjöllyfjameðferðar og annarra áhættuþátta. Ekki er hægt að draga ályktanir um áhrif mismunandi geðrofs lyfja út frá þessum niðurstöðum. Þó er full ástæða til að taka hjartalínurit hjá fólki með geðrofs sjúkdóma og vera á varðbergi gagnvart áhrifum QT-lengingar. Auk þess er mikilvægt að fagfólk sem kemur að úrlestri hjartalínurita kunni að mæla bilið og treysti ekki blint á tölvuheilann í hjartalínuritstækinu vegna þess hve ónákvæmur hann getur verið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.