Læknaneminn - 01.04.2020, Side 51
R
itr
ýn
t
ef
ni
Fr
óð
le
ik
ur
5
1
nema sem kallast Federation of International
Nordic Student’s Associations (FINO).
Norður löndin skiptast á að halda árlega
ráðstefnu og nú síðast var ráðstefnan haldin
á Íslandi með miklum glæsibrag.
Læknanemar hafa líka verið duglegir að
láta í sér heyra með umfangsmikilli útgáfu-
starfsemi. Fyrsta ritið kom út árið 1940 og
hét Læknisneminn. Blaðið var 12 síður og
prentað í 100 eintökum. Næsti árgangur kom
út 1946 og hét þá Læknaneminn. Útgáfan
tók mikinn kipp á sjötta áratugnum og
komu þá út allt að 3-4 tölublöð á ári.7 Síðan
hefur blaðið komið út árlega með nokkrum
hléum. Blaðið sem þú, lesandi góður, hefur
í höndunum er 71. árgangur. Viðfangsefni
Lækna nemans eru fjölbreytt og spanna
fræði greinar, reynslusögur, skemmtiefni og
allt sem læknanemum liggur á hjarta. Blöðin
eru öll varðveitt af Félagi læknanema og eru
mikill fjársjóður. Til að mynda getur þar að
líta fjölskrúðugar myndir af sérfræðingum
á sínum yngri árum með fyrirsögnum á borð
við „Líf og lekandi í Læknadeild“. Þó leynist þar
einnig grátbroslegt efni sem hefur illa staðist
tímans tönn, samanber starfsauglýsingu fyrir
eiginkonur eða unnustur læknanema árið
1970 (mynd 1).8 Auk Læknanemans var um
árabil gefið út fréttablaðið Meinvörp sem
hafði léttara yfirbragð og innihélt alls kyns
gamanefni. Þá má ekki gleyma símaskrá
lækna nema sem var gefin út undir heitinu
Símphysis, lengi vel með undirheitinu Lækna-
börn og nokkrir vinir þeirra (mynd 2). Útgáfa
Meinvarpa og Símphysis lagðist af rétt eftir
aldamótin 2000.
Kennsluháttum við Læknadeild hefur fleygt
fram og eðli málsins samkvæmt þarf sífellt að
aðlaga námið. Læknanemar hafa ekki látið
sitt eftir liggja þegar kemur að kennslumálum
en hafa þó á köflum þurft að sýna mikla
biðlund. Þar má nefna að árið 1994 var haldin
kennslumálaráðstefna FL þar sem farið var
yfir nýtt kennslufyrirkomulag. Ein af kröfum
nemenda var að ólífræn efnafræði yrði tekin
af kennslu skránni enda væri hún kennd
í framhalds skólum.9 Þessi breyting fór loks
í gegn árið 2017 við mikinn fögnuð nemenda,
aldarfjórðungi seinna. Auk breytinga á náms-
skránni hafa læknanemar einnig barist fyrir
fjöl breyttari kennslu háttum og bættri les-
aðstöðu svo dæmi séu nefnd. Hefð hefur verið
fyrir því að glósur gangi milli árganga og á
fyrri árum átti Félag læknanema umfangs-
mikið glósusafn. Þá hafði félagið einnig fest
kaup á tveimur ljósritunarvélum sem þótti
mikið framfaraskref. Glósurnar hafa nú færst
yfir á rafrænt form og undirrituð veit ekki
hvar umræddar ljósritunarvélar eru niður
komnar. Ein stærsta breyting síðustu ára var
þegar skipt var úr “numerus clausus” og tekið
upp inntökupróf árið 2003. Á þeim tíma voru
36 námspláss við Læknadeild en þeim hefur
síðan fjölgað jafnt og þétt og nú hefur verið
samþykkt að taka inn 60 nema haustið 2020.
Samfara þessu stendur jafnframt yfir heildræn
endurskoðun á
læknanáminu.
Auk þess að berjast fyrir umbótum í kennslu-
málum hafa læknanemar skipulagt eigin
kennslu í ýmsum greinum. Klínískir nemar
miðla kunnáttu í blóðtökum, saumskap og
öðrum læknis verkum til yngri nema sem vilja
ólmir stíga inn fyrir dyr spítalans. Þá hefur
einnig verið skipulögð fræðsla fyrir aðra hópa
en félögin Ástráður, Bjargráður og Hugrún
fara í framhaldsskóla, grunnskóla og víðar
og sinna forvörnum og lýðheilsu. Upphaf
þessa starfs má rekja til ársins 1998 þegar
stofnað var félag um forvarnarstarf lækna-
nema að norrænni fyrir mynd.10 Starfsemin
hófst í núverandi mynd
haustið 2000 með
forvarnar fyrirlestrum
í framhaldsskólum.
Félagið hlaut síðar nafnið Ástráður og mark-
mið þess eru að stuðla að kyn heilbrigði
og fækka kyn sjúkdómum og ótímabærum
þungunum. Skyndihjálpar félagið Bjargráður
var stofnaður 2013 og kennir skyndi hjálp
með megin áherslu á endur lífgun. Þá var
geðfræðslu félagið Hugrún stofnað 2016
af lækna nemum, hjúkrunar nemum og
sálfræði nemum og sinnir það fræðslu
um geðheilbrigði og geð sjúkdóma.
Einnig eru starfandi Lýðheilsufélag
lækna nema, stofnað 2006,5 sem skipu-
leggur Bangsaspítalann og ýmis málþing
og vorið 2019 bættist við félagið Friðrún
sem hefur það markmið að efla áhuga
og þekkingu á mann réttindum, friði og
tengdum málefnum.
Nú hafa verið rakin í stuttu máli hlutverk
Félags læknanema og samstarfsfélaga auk
elju semi læknanema á alþjóðavettvangi,
í kennslu málum og við útgáfu. Þá er ótalið
skemmtanahald sem er eins og áður segir stór
grein innan læknanámsins og á sér merka sögu.
Hin fyrsta svokalla vísindaferð FL var haldin
árið 1955. Ónefndur prófessor við Lækna deild
var fararstjóri og var ekið á Kópavogshælið,
þaðan til Vífilsstaða, síðan að Reykjalundi og
loks að Keldum. Í Stúdentablaðinu árið 1957
segir svo frá þessari merkilegu ferð: “Kastað
var kveðjum á fyrirmenn, hús, fólk og fénaður
skoðað af vísindalegum áhuga og víða þegnar
góðgerðir”.11 Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan þá og nú er farið í vísindaferðir
nær alla föstudaga, þá eru iðulega þegnar
„góðgerðir“ hvar sem við komum. Auk þess er
farið í nýnemaferð, haldin árshátíð, skíðaferð
og fleiri viðburðir. Það er ljóst að læknanemar
slá hvergi slöku við og eru einstaklega
framtakssamur hópur. Húrra fyrir því, kæru
læknanemar og fyrrverandi læknanemar!
Mynd 2.
Símaskrá Félags
læknanema sem kom út
undir heitinu Símphysis / Símfýsis.
Mynd 3. Læknaneminn frá árunum
1963, 1970. 1974 og 1995.