Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 5
5 R it rý n t e fn i Á vö rp o g an ná la r 5 Það var í október 2019 sem formaður Félags læknanema birti á Facebook-síðu læknanema að leitað væri eftir umsóknum í ritstjórn Læknanemans 2020. ,,Þetta er það sem mig hefur alltaf dreymt um að gera” hugsuðu einhverjir. ,,Ég get svo sem látið mig hafa það” hugsuðu aðrir. ,,Þetta er síðasta tækifærið mitt til þess að eignast vini í læknadeild” hugsaði einhver. Í kjölfarið var tíu manna rit stjórn mynduð og hafist var handa við að setja saman efni í blað. Fyrsti fundurinn var hald inn í Læknagarði í byrjun nóvember 2019. Það myndaðist umsvifalaust samhugur með ritstjórnarmeðlimum um að ekkert skyldi stöðva okkur í að gefa út gæðablað, ekki áhyggjur af tekjumöguleikum eftir nám, skóla leiði, heims faraldur eða rútuslys. Við vorum handviss um að 71. árgangur af Lækna nemanum myndi rata í hendur ykkar, kæru lesendur. Síðustu mánuði fyrir útgáfu blaðsins ríkti mikil óvissa. Óvissa um það hvort blaðið myndi nokkurn tíma koma út og óvissa hvort takast myndi að selja nægar auglýsingar í blað- ið. Óvissa um það hvort andleg heilsa okkar í ritstjórninni myndi bera okkur í gegnum COVID-19 faraldur eftir að hún lask aðist hjá helmingi hópsins í rútuslysi í janúar. Það eina sem við gátum gert var að þvo og spritta hendur, halda okkur heima og hringja í okkar nánustu á Zoom. Í júní birti ritstjórn auglýsingu til lækna og óskaði eftir frjálsum framlögum til útgáfu blaðsins þar sem efnahagsástand landsins var óvinveitt blaðaútgáfu í kjölfar COVID-19 faraldurs. Með þessum frjálsu framlögum tókst að safna rúmlega 350.000 krónum og erum við í ritstjórninni ævinlega þakklát þeim læknum sem styrktu útgáfuna. Við viljum einnig þakka þriðja árs nemunum sem þrátt fyrir mikinn mótbyr náðu að safna auglýsingum sem ásamt frjálsum framlögum lækna dugðu til þess að gefa blaðið út. Einnig viljum við þakka faglegu ritstjórninni fyrir að vera okkur ætíð innan handar jafnt faglega sem ófaglega. Ef allt fer að óskum og heimurinn ferst ekki mun þetta blað innihalda ritrýnt efni og geta státað sig af því að vera fimm stiga vísindatímarit. Það hlýst af því að yfirlits- greinar og tilfelli eru lesin yfir af tveimur sérfræðingum í þeirri sérgrein sem fjallað er um. Höfundar yfirlitsgreina og tilfella eiga skilið lof fyrir vandaða og faglega umfjöllun. Áherslur blaðsins eru þó að þessu sinni á það fallega og skemmtilega í læknisfræðinni og því er blaðið stútfullt af skemmtilegu og fróðlegu efni sem lesendur geta notað til þess að stytta sér stundir. Látum nú liðið vor sem vind í lægð um eyru þjóta og horfum fram á bjartari tíma á nýju skólaári, það getur allavega ekki orðið mikið verra! Arna Kristín, Birgitta, Bryndís, Eir, Rósa, Sigríður Margrét, Sigrún, Valdimar Bersi, Viktoría Mjöll og Þórdís Ylfa. Ávarp ritstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.