Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 53
R
itr
ýn
t
ef
ni
Fr
óð
le
ik
ur
5
3
Atriði sem þarf að þekkja til að
lesa hjartalínuritið
Pbylgja: Afskautun gátta
• Sinus-hnúturinn er staðsettur í hægri gátt
og því afskautast hún fyrr. Þess vegna er
fyrri hluti P-bylgjunnar afskautun hægri
gáttar og seinni hlutinn er afskautun
vinstri gáttar.
• Vegna viðkomu rafboðanna í AV-
hnútnum verður hjartalínuritið hljótt eftir
P-bylgjuna (PR-segment).
Það sem skiptir mestu máli fyrir
okkur að vita um Pbylgjuna:
Er
Pbylgja
til staðar?
Ef P-bylgja er ekki til
staðar þá er hjartslátturinn
ekki uppruninn í sinus-
hnútnum eða gáttirnar eru
ekki að afskautast.
Snýr
Pbylgjan
rétt?
Á að snúa upp alls staðar
nema í aVR.
Ef öxullinn er brenglaður
þá gæti verið staðvilltur
(ectopic) fókus í gáttinni að
byrja hjartsláttinn.
Er
Pbylgjan
of há?
Á að vera 2,5 litlir kassar.
Ef bylgjan er of há þá
er meiri vöðvamassi að
afskautast = hypertrophia.
Er
Pbylgjan
of víð?
Á að vera <0,12 sek eða 3
litlir kassar.
Ef bylgjan er of víð þá
er afskautunin lengi að
klárast = hypertrophia .
QRSkomplex: Afskautun slegla
(Mynd 3)
• Ef fyrsta bylgjan vísar niður er hún kölluð
Q-bylgja.
• Fyrsta bylgjan sem vísar upp er kölluð
R-bylgja.
• Ef það kemur önnur bylgja sem vísar upp
er hún kölluð R’-bylgja.
• Fyrsta bylgjan sem vísar niður á eftir
R-bylgju er kölluð S-bylgja .
• Ef það er bara ein bylgja sem vísar niður
er hún kölluð QS-bylgja.
Tbylgja: Endurskautun slegla
• Er orkukrefjandi ferli sem nýtir ATP
drifnar jónapumpur.
Segment
• Eru ,,beinu” línurnar á milli bylgjanna.
• Segmentin geta verið niðurpressuð eða
hækkuð.
PRsegment
Tíminn sem líður frá
enda afskautunar gátta
þar til sleglar byrja að
afskautast.
STsegment
Tíminn sem líður frá
enda afskautunar slegla
þar til endurskautun
hefst.
Tímabil (interval) (Mynd 4)
• Er bylgja +/- segment.
PRinterval
Tíminn frá upphafi
afskautunar gátta að
upphafi afskautunar
slegla.
Endurspeglar leiðni í
gegnum gáttir, AV-hnút
og His-búnt.
Á að vera styttra en 210
ms (einn stór + hálfur
lítill kassi).
QTinterval
Tíminn frá upphafi
afskautunar slegla þar til
endurskautun slegla er
lokið.
QRS
interval
Tíminn sem það tekur
slegla að afskautast.
Á að vera undir 120 ms.
Leiðslur
• Leiðslur eru mismunandi sjónarhorn
á rafvirkni hjartans.
• Bylgja afskautunar sem ferðast að
jákvæðri elektróðu veldur uppsveiflu
á EKG.
• Bylgja afskautunar sem ferðast frá
jákvæðri elektróðu veldur niðursveiflu
á EKG.
• Þessu er öfugt farið í endurskautun,
þ.e. bylgja endurskautunar sem ferðast
að jákvæðri elektróðu veldur niðursveiflu
á EKG.
Jákvæð
elektróða
EKG
Afskautun
EKGAfskautun
Mynd 5. Upp- eða niðursveifla á EKG eftir því hvort
afskautun ferðast að eða frá jákvæðri elektróðu
Útlimaleiðslur (Mynd 6)
Útlimaleiðslur eru búnar til þegar elektróður
eru settar á alla fjóra útlimi. Þessar leiðslur
horfa á hjartað í lóðréttu plani (frontal plane).
Það má ímynda sér þetta sem stóran hring á
líkama sjúklings sem er skipt niður í gráður.
Leiðslurnar skoða rafvirkni sem fer upp,
niður, til hægri og vinstri í hringnum.
Hver elektróða er annað hvort gerð jákvæð
eða neikvæð af EKG-tækinu (misjafnt eftir
leiðslum). Hver leiðsla ,,horfir” á tilgreindan
hátt á hjartað (angle of orientation).
• Leiðsla I: Vinstri handleggur er jákvæð
leiðsla og hægri handleggur er neikvæð
leiðsla. Angle of orientation er 0°
• Leiðsla II: Fótleggir eru jákvæð leiðsla
og hægri handleggur er neikvæð leiðsla.
Angle of orientation er 60°
• Leiðsla III: Fótleggir eru jákvæð leiðsla
og vinstri handleggur er neikvæð leiðsla.
Angle of orientation er 120°
Mynd 3. Mismunandi útlit QRS-komplexa
R R
R R
QS Q Q S
R
R'
S S
Mynd 4. Tímabil og segment
QRS komplex
T bylgja
PR
segment
PR tímabil
QT tímabil
QRS
tímabil
ST
segment
P bylgja