Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 120

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 120
S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 12 0 hafinu. Rekstur spítalans er að hluta til á vegum ríkisins og að hluta til einkarekinn sem þýðir að sjúklingar sem þangað sækja þjónustu þurfa að borga úr eigin vasa. Það gefur auga leið að hinir fátæku leita frekar á KPH þar sem sá spítali er ríkisrekinn. Þeir sem leita sér þjónustu á bráðamóttökunni á UWI koma allir vegna bráðra vandamála, flestir koma í raun of seint og aðeins af brýnni nauðsyn. Annað sem er verulega frábrugðið því sem við erum vön á Íslandi er að það er ekki neyðarþjónusta (EMS). Þegar bráð veikindi eða slys ber að þá er annað hvort hringt í einkarekinn sjúkrabíl með tilsvarandi kostnaði eða aðstandendur keyra og bera inn bráðveikt fólk. Af og til koma inn skotsár, hnífsstungur eða sambærilegir áverkar en almennt fara slíkir áverkar á KPH. Bráðamóttakan sem slík var nokkuð vel búin með tilliti til búnaðar og starfsmanna. Þegar Bjarki og Jónas mættu fyrsta daginn var vel tekið á móti þeim en þannig séð ekki ákveðið prógram uppsett. Fyrst um sinn fengu þeir að fylgja Dr. Jones, ungum og viðkunnanlegum bráðalækni, sem sýndi þeim bráðamóttökuna og leyfði þeim að vera með í uppvinnslu sjúklinga. Rúmum var raðað í hring með tjaldi á milli og eins konar vinnustöð í miðjunni. Allar nótur og beiðnir voru handskrifaðar og aðstandendur þurftu að greiða fyrir rannsóknir áður en þær voru sendar. Mæting var klukkan 8 á morgnana og byrjaði dagurinn yfirleitt á rjúkandi instant kaffibolla áður en við tókum göngutúr í morgundögginni en það tók okkur 15-20 mínútur að ganga á spítalann. Á spítalanum var ekki eiginlegt mötuneyti heldur nokkrir litlir matsölustaðir sem flestir matreiddu djúpsteiktan kjúkling og kleinur (eða “festival”) í meðlæti. Þegar við vorum leiðir á því var ekki langt að fara á Burger King eða KFC en þess má geta að hollur matur var ekki fáanlegur á háskóla- svæðinu (við leituðum vel!). Þegar leið á dvölina var Dr. Jones farinn að treysta okkur til þess að hitta sjúklinga primert og koma af stað uppvinnslu. Við rákum okkur snemma á hindrun en það var tungumálið. Enska er jú móðurmálið en mállýskan er Patois (“pa-tvoa”) sem getur verið snúið að skilja en sjúklingarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að skilja okkar skólabókar- ensku. Á þessum fjórum vikum sáum við breitt róf tilfella. Tilfellin voru fjölbreytt og flestir sem við sáum áttu fullt erindi á bráðamóttöku, helst degi fyrr. Við sáum fjölda mismunandi birtingarmynda af sigðkornablóðleysi, allt frá bráðum verkjaköstum (acute pain crisis), bráðu brjóstkassaheilkenni (acute chest syndrome) yfir í sístöðu reðurs (priapism) en sjúkdómurinn er fjölkerfa og er efni í sér grein. Okkur varð ljóst að ekki tíðkast að skrá meðferðar takmarkanir og eru bókstaflega allir endurlífgaðir burtséð frá aldri eða undir- liggjandi sjúkdómum. Við misstum töluna á hversu mörgum endurlífgunum við tókum þátt í. Við urðum alltaf jafn hissa hvað allir hurfu skyndilega þegar sjúklingur var kominn með sjálfkrafa blóðrás (ROSC) og við vorum einir eftir að þrýsta inn súrefni með ambúbelg og hversu seint læknar á vegum gjörgæslunnar mættu á vettvang til þess að taka við meðferð. Það er eftirminnilegt þegar 32 ára maður með lungnabólgu kom inn í bráðri öndunarbilun og við horfðum upp á hann sigla í hjartastopp og sorglegt að hugsa til þess að á Íslandi hefði hann undir öllum kringumstæðum lifað af. Ekki má gleyma manni með lokastigs nýrna- sjúkdóm sem hafði ekki komist í blóðskilun í viku og var með 9,2 í kalíum! Það endaði með sínusbylgjum í riti og hjartastoppi. Við sáum nokkur tilfelli af beinbrunasótt, sem er moskítóborinn smitsjúkdómur, en eins og áður sagði var yfirstandandi faraldur og því mikilvægt að nota moskítóvörn. Í alvarlegum tilfellum er sjúklingur með háan hita, blóðflögufæð sem veldur aukinni blæðingar hneigð og aukið æðagegndræpi sem getur leitt til losts. Þessir sjúklingar voru einangraðir með flugnaneti til að koma í veg fyrir smit. Sjúklingar í geðrofi, óráði eða með sjálfsvígshugsanir voru ólaðir niður (sem ekki bætti ástandið) þar til viðeigandi ráðgefandi læknir kom til þess að meta ástandið. Það væri endalaust hægt að skrifa um spítala- starfsemina, menninguna og sjúkratilfellin en látum þetta duga. Á meðan á dvöl okkar stóð eignuðumst við góða vini og höldum góðum tengslum enn í dag. Má þar helst nefna svæfingar hjúkrunar- fræðinginn Mitchy sem hefur gengið okkur í móðurstað og hvílir útskriftar mynd af okkur þremur á vegg heima hjá henni við hlið afreka annarra fjölskyldumeðlima. Eftir spítaladvölina tók við 2 vikna ferðalag um eyjuna með jamaískum vinum okkar og lentum við þar í ýmsum skoplegum uppákomum. Ferðin okkar til Jamaíku var ævintýri líkast og mun reynslan og minningarnar fylgja okkur um hvert fótmál í framtíðinni. Ef við getum gefið einhver góð ráð með þessa reynslu að baki er það að fara út í hið óþekkta og lifa aðeins lífinu. Jamaískir frasar Wah gwaan mi emperor/empress - Blessaður/ blessuð Me good - Ég hef það fínt Bombaclaat/bloodclaat - Blótsyrði Irie - Allt í góðu Beg you a ting nuh - Má ég fá pening Mi nuh have none - Ég á ekkert Mi a forward - Ég er á leiðinni Gimme dat - Má ég fá þetta Swiss cheese - Mörg skotsár Mash up di place - Taka e-h föstum tökum, svakaleg framkoma Badman/gunman - Glæpon Rude bwoy - Ólukkumaður Dreadlocks! - Fals rastamaður Gyal - Kona/stelpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.