Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 41
R itr ýn t ef ni R itr ýn t e fn i 4 1 Guðrún Kristjánsdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Einar Kristinn Hjaltested Sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum Inngangur Svimi er algeng orsök komu á bráðamóttöku. Í íslenskri rannsókn frá 2016 var svimi skráður sem aðalkvörtun sjúklings í um það bil 4% tilfella af öllum komum á slysa- og bráðadeild Landspítalans á fjögurra mánaða tímabili. Það er svipað hlutfall og sést hefur í rannsóknum frá öðrum löndum.1-3 Góður skilningur á orsökum svima og færni í uppvinnslu, það er í greiningu og meðhöndlun helstu mismuna- greininga, er því mikilvægt tæki í vopna búri lækna sem starfa á bráðamóttöku. Svimi er hugtak sem notað er yfir margskonar vanlíðanartilfinningar og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ýmsar ólíkar orsakir geta legið þar að baki.4 Með kvörtuninni er algengt að fólk eigi við kröftuga snúnings- tilfinningu eða aðra falska hreyfi- eða rúm- áttunar tilfinningu. Ekki er þó óalgengt að fólk noti orðið yfir jafnvægis leysi, dettni, að svif, óraunveru leika tilfinningu, ógleði, þrýsting í höfði eða jafnvel hjartsláttar óreglu.5,6 Góð sjúkra saga er því lykil atriði þegar sjúk- lingur kemur inn á sjúkra stofnun og kvartar yfir svima. Samkvæmt nýlegu, alþjóðlega viðurkenndu flokkunarkerfi Bárány félagsins fyrir einkenni frá jafnvægiskerfi (vestibular system) innra eyrans er snarsvimi (vertigo) skilgreindur sem tilfinning líkamshreyfingar þegar engin líkamshreyfing á sér stað, eða tilfinning brenglaðrar líkamshreyfingar við eðlilegar höfuðhreyfingar. Hugtakið felur í sér allar falskar hreyfitilfinningar, hvort sem það er snúningur, línuleg eða lóðrétt hreyfing. Svimi sem ekki er snarsvimi (dizziness) er sam- kvæmt flokkunar kerfinu skilgreindur sem til finning trufl aðrar eða skertrar rúmáttunar (spatial orientation) án falskrar eða brenglaðrar skynjunar hreyfi nga.7 Í þessari grein er orðið svimi notað sem regnhlífar hugtak yfir snar- svima og svima sem ekki er snarsvimi. Þegar sérstaklega er fjallað um snarsvima er það hugtak notað. Fyrsta mat á svima byggist á því að meta hvort hann sé af útlægum eða miðlægum orsökum. Ef um röskun í völundarhúsi (labyrinth) eða andar taug (vestibular nerve) er að ræða er talað um svima af útlægum orsökum. Svimi telst af miðlægum orsökum þegar röskun á sér stað í andar kjörnum (vestibular nuclei) heila stofns, í brautum milli andar kjarna og litla heila, í heila stofni, stúku (thalamus) eða heila berki. Útlægar orsakir eru nánast alltaf góð kynja á meðan mið lægar orsakir geta verið alvar legar, til dæmis heila blóðfall.4,8 Í meiri- hluta tilfella er þó um að ræða útlæga orsök.9 Í greininni verður fjallað almennt um upp- vinnslu svima auk þess sem fjallað verður nánar um greiningu og meðferð helstu orsaka svima af útlægum orsökum. Líffærafræði innra eyra Innra eyra mannsins (völundarhús) má skipta í tvo hluta; beinhluta (bony labyrinth) og himnu hluta (membranous labyrinth).10 Byggingar einingar þessara tveggja hluta eru kuð ungur (cochlea), önd (vestibule) og boga- göng (semicircular canals).11 Kuðungur er heyrnarlíffæri innra eyrans en önd og bogagöng eru hluti af jafnvægiskerfi innra eyrans.12 Önd inniheldur kalkkristalakerfin (otolith organs) skjóðu (utricle) og skjatta (saccule), en þau nema línulega hröðun og krafta þyngdaraflsins.12 Himnuhluti boga- ganga kallast boga rásir (semicircular ducts).10 Í hvoru eyra eru þrjár vökvafylltar bogarásir sem kallast aftari (posterior), fremri (anterior) og hliðlæg (lateral) bogarás. Hlutverk þeirra er að nema breyt ingu á horn hröðun í sínu plani í gegnum hreyfi ngu vök vans í rás- unum. Hreyfing hans beygir svokallaðar hár skynfrumur (vestibular hair cells) í hvolfi (cupula), sem er sveigjan legur hlaup massi í biðu (ampulla) við enda boga rásanna. Við þetta áreiti senda hár skynfrumurnar skynboð um hröðunar breytinguna sem varð, áfram eftir andar taug.13 Andar taugin er önnur af tveimur greinum áttundu heila taugar, jafn- vægis- og heyrnar taugar (vestibulocochlear nerve).11 Mynd 1 sýnir byggingu innra eyra. Augn­ og bogagangaviðbragð Svokallað augn- og bogagangaviðbragð (vesti bulo-ocular reflex, VOR) er mikilvægt til þess að við halda rúm áttun og stöðugri mynd á sjón himnunni við hreyfi ngar höfuðs og líkama. Við bragðið á hverjum tíma er ákvarðað út frá upp lýsingum frá boga rásum.14 Augntin (nystagmus) eru endurteknar og ósjálfráðar aughreyfingar sem undir eðlilegum kringum- stæðum eru framkallaðar til þess að viðhalda sjónskerpu á hlut sem horft er á. Ef röskun verður á augn- og bogagangaviðbragðinu getur það valdið afbrigðilegu augntini sem svar við röngum boðum frá jafnvægiskerfi um hreyfingar líkamans.15 Uppvinnsla svima Saga Við sögutöku er mikilvægt að fá fram upp- lýsingar um upphaf, lengd, þróun yfir tíma og kveikjur einkenna. Mikilvægt er að spyrja um önnur einkenni, svo sem heyrnarskerðingu, suð eða þrýsting í eyra, ógleði, uppköst og jafnvægisleysi við göngu. Góð lyfjasaga er nauðsyn leg þar sem lyf geta verið orsakavaldur svima, sérstaklega ef mörg lyf eru tekin samtímis.4 Svimi af útlægum orsökum Greining og meðferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.