Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 118
S
ke
m
m
ti
e
fn
i
o
g
p
is
tl
a
r
11
8
Bjarki Sigurðsson, Kjartan Þórsson
og Jónas Bjartur Kjartansson
Kandídatar 2019-2020
Eftir tæp 6 ár af löngu og ströngu námi við
læknadeild vorum við orðnir þreyttir á sömu
rútínunni, sömu 2 fyrir 1 tilboðunum, löngum
dögum á Háskólatorgi, stökum vöktum þegar
maður ætti að slappa af heima og síðast en
ekki síst, matnum á LSH Bistro. Við sáum
okkur því leik á borði og ákváðum að nú skyldi
hrist upp í tilverunni. Valtímabilið nálgaðist
og höfðum við allir fengið það metið þannig
að leiðin var greið fyrir allskonar ævintýri. Við
ákváðum að nú skyldi haldið utan landsteina,
nánar tiltekið, langt í burt. Við byrjuðum
að bera saman bækur okkar: Hvaða gildi
vildum við að landið helga skyldi bjóða upp
á? Margt fór okkar á milli en bar þar helst að
nefna ódýran bjór, góðan mat, fallegar hvítar
strendur, trópíkalska veðráttu, tungumál sem
við allir mælum, sterka menningu og öðruvísi
sjúkratilfelli. Danmörk, hugsar víst lesandi
góður glottandi, en það er heldur fjarri því
einungis einn staður uppfyllti framangreind
skilmerki, Jamaíka.
Jamaíka er eyríki í Karabíska hafinu, tífalt
minna að flatarmáli en tífalt fjölmennara
en okkar ylhýra. Jamaíka er mekka reggae
tónlistar og frjálsra íþrótta og hefur að geyma
einstaka menningu, ódýran bjór og fallegar
strendur. Eftir langt og strangt umsóknarferli
og skrifræði tókst að landa samning við
Háskóla Vestur-Indíu. Leiðin var greið,
Jamaíka beið oss. Jónas og Bjarki fengu stöðu
á bráðamóttöku Háskólasjúkrahúss Vestur-
Indíu (UWI Hospital) og Kjartan á svæfingu
og gjörgæslu á hinum alræmda Ríkisspítala
Kingston (KPH).
Læknisfræðilega er Jamaíka einstakt fyrir þær
sakir að þar er sigðkornablóðleysi algengt og
hefur Jamaíka verið framarlega í rannsóknum
á því sviði. Skotvopnaáverkar eru daglegt
brauð og herjaði faraldur beinbrunasóttar
(Dengue Fever) á landið og gerir enn.
Fyrstu tveimur vikunum var varið á fögru
strandhóteli á norðanverðri eyjunni með öl-
kollu í annarri og bók í hinni. Eftir um eina
viku á þessum fagra stað þar sem grillað
var ofan í okkur á ströndinni og veigarnar
flæddu, áttuðum við okkur á því að þar
ríkti neyðarástand (state of emergency) vegna
átaka glæpagengja sem þar réðu ríkjum og
var okkur því ráðlagt að halda okkur innan
ferðamannastaða. Við eignuðumst þar fjölda
vina sem allir áttu það sameiginlegt að vilja
selja okkur einhverskonar vímuefni, auk
leigu bílstjórans Ken, sem hafði af okkur
dagpeningana með háum leigubílataxta og
vélabrögðum. Eftir dágóðan tíma af lestri og
lærdómi á ströndinni vorum við tilbúnir að
halda í leiðangur yfir skógi vaxna fjallgarða
Jamaíku á lokaáfangastað okkar, Kingston.
Kingston er höfuðborg Jamaíku og er upp-
eldisstaður Bob Marley. Kingston er einnig
með eina hæstu morðtíðni í heimi og í fjölda
ára hefur þar ríkt óöld vegna átaka stríðandi
pólitískra fylkinga auk stjórnleysis. Okkur
var úthlutað íbúð á háskólagörðum á nokkuð
öruggum stað. Blokkareiningin var girt af
og vöktuð af okkar eigin öryggisvörðum og
var innan víggirts háskólasvæðisins sem enn
fremur var vaktað dag og nótt. Fyrsta kvöldið
áttuðum við okkur á því að matarhefðir voru
einstakar þar í landi. Höfðum við hugsað
okkur gott til glóðarinnar og rölt á hinn marg-
rómaða matsölustað Little Ceasar’s sem var
innan svæðisins. Okkur rak í rogastans þegar
við sáum tóman staðinn við hliðina á pakk-
fullum Kentucky Fried Chicken með röð út
úr dyrum sem helst minnti á opnun Costco
á Íslandi.
Lífið á háskólagörðunum var ljúft. Á
morgnana var það iðandi af uppáklæddum
háskóla nemum og fólki að stunda hinar
ýmsu frjálsu íþróttir hér og þar, seinni partinn
hljómuðu trínidösk stáltrommu tónlist og
dancehall reggae víðsvegar og á kvöldin
Valtímabil á Jamaíka